Sælir kæru hugarar nú er open beta (US) liðin undir lok og var hún áhygaverð og skemmtileg En tilgangur minn með þessari grein er að reyna koma þeim skilaboðum til skila hvernig mér fannst leikurinn. Njótið vel.

Jæja ég byrjaði sem Tauren warrior, Byrjaði í fyrstu tauren borginni sem var svo sem sæmileg, fór þar fékk nokkur quist. Eða svona quist sem ég hata, eins og drepa 30 úlfa og koma með klærnar af þeim til mín. Svona byrjar þetta alltaf í flestum leikjum svo ég urði bara að sætta mig við það. Þessi quist gerði ég og skilaði frá mér með sóma, fékk Xp fyrir og stundum fékk maður peninga og önnur verðmæti með.

En jæja, svo komu þessi skemmtulegu/leiðilegu quist sem snúast útá að finna einn hlut drepa einhvern kaftein fara með þetta til þessa gaurs og þar frameftir götunum. Svo ég gerði það bara og drap einhver creep á meðan. Svo þegar ég var á level 6 var ég orðinn frekar þreyttur á að hanga þarna bara og fá engin quist eða neitt þessháttar. Svo ég fór að leita lengra. Þá var ég kominn með voppn sem ég fékk úr einu quisti (ábyggilega ekki rétt skrifað en skils :D) Svo ég reyndi við stærri creep, það gekk ekki og ég dó. Svo ákvað ég að fara framhjá þessum stóru creepum og skoða smá. Þar sem heimurinn eða litla svæðið sem tauren byrjar á (áður en maður fer undir hliðinn þarna) er afskræmilega lítið. En þegar ég hljóp áfram meðfram stígnum blasti við mér heljarinar þorp sem ég ákvað að skreppa í þar fékk ég quist og skemmtileg heit, en geta má þess að maður lærir svo skilla á vissum levelum og borgar maður fyrir það. Og ég var kominn með nokkra sem ég kunni svona ágætlega við (engan eithvað súper, bara þennan sem geriri +19 í skaða fyrir 15 rage) en þá komu skemmtilegri quist og meira krefjandi svo sem hreinsa brunnana hitta þennan gaur þarna og alskyns svolleis. jæja núna skippum við yfir þann part þar sem ég var bara að reyna redda levelum, sem þó gerist lang hraðast með quistum þó svo ég þurfi aðeins að fara útí það á eftir eitt sem ég skildi ekki. En núna er ég kominn á level 10 og það tók sinn tíma. Búinn með mikið að kvestum og skemmti mér við að kanna aðra heima og fara á “Vit ævintírana” svo þegar maður er kominn á level 10 þá getur maður farið að gera ýmislegt. Þannig ég fór og lærði blacksmith og mining (komst svo seinna afþví hvað það er mikil snilld) en ég fékk aldrei defense stöðuna. En ég hitti fyrsta íslendiginn sem var ekki á mínum vegum þarna í annari borginni og hét hann belja. Svo fór ég að leita að námum til að mina og héllt áfram með mín quist. Núna var orðið mjög erfitt að komast upp um level og ég var enþá að pæla í ýmsum hlutum sem ég skildi ekki alveg.

En svo fóru levelin að koma hægt og bítandi og ég fór að krefja leikinn um meira landsvæði til að geta athafnast. Svo ég fór á næsta svæði sem ég man ekki nafnið á en tilheyrir orcum og taurenum saman, svona dust blæmur yfir því allt í svona sandi og rauðum dúr. Þar komu crepp á level 20 og mér var ekki farið að lítast á blikuna en svo héllt ég áfram og talaði við einhvern þarna sem var á level 18 og hann bennti mér á að fara lengra norður þar væru creep við mitt hæfi. (þetta var eftir ég var búnað fara í þunder bluff og læra mæning og allt það og þrífa allavellana og var með nokkur quist í gangi sem ég var ekki að bottna í) svo ég héllt áfram í norður og þar blasti við mér þessi fallega borg, Stútfull af orca kvikindum og taurenum. Ég lét ekki staðar numið þar heldur fékk mér nokkur kvest, og héllt svo för minni áfram eftir stutta stund fóru kvikindinn að lækka í leveli og síðan var ég kominn á crossroads þar þá einstaka skemmtulegu borg, en þar fékk ég fyrsta svona waypointið mitt og gat flogið milli borga og var það ólýsanleg ánægja að þurfa ekki að eyða tíma í að vera röllta eithvað á milli.

En þegar þarna var komið fór ég að undra mig á því að stats pointinn sem maður gat valið voru skuggalega léleg og gerðu voða lítið fyrir mann, þau hljóðuðu svona. 1% meiri líkur á sirtikal stræk, og svo 1% meiri líkur á að blokka (á þessum tíma var ég að nota 2 handa mace sem ég hafði fundið) og svo eithv að crap bara, kostar einn minni rage að nota þennan galdur bla bla bla. Og hinir þarna skillarnir sem maður velur voru heldur ekkert uppá marga fiska, en þó komu þeir mér áfram í gegnum súrt og sætt.

jæja nú skippum við þessari quist leit og ég var búinn að heimsækja borg orcana sem var óhugnalega stór miðavið aðrar borgir sem ég hafði komið ít, átti ég þar tal við thrall :) sem lét mig fá eithvað svona ógeðis quist að drepa 15 svona bla bla. En ég tek það framm að ég var farinn að ferðast mikið og kom gobblin borgin mér mest á óvart, hún var mjög skemmtilegur staður og þar var höfn og kom reglulega skip sem fór milli álfa.

En það er margt sem ég skil ekki alveg, seinustu stundirnar sem ég spilaði var ég mest að una mér í því að mina og blacksmithing. Sem var mjög gaman og gaman að “levela” þá skilla upp. En ég endaði á level 15 þegar betunni lauk enda byrjaði ég frekar seinnt í henni.

Með þetta sleep kerfi þessi rammi með talsviga og þremur zzz var alltaf á kallinum mínum, ég fékk voða lítið Xp alltaf og ég kunni ekki að nýta mér þessi gistihús, En einu sinni þá talaði ég við gistigaurinn og sagði “i need a place to rest” og þá kom púmm.. thunder bluff is now ur home þá héllt ég að allt væri í góðu og fór út meðan ég lét kallinn minn hanga þarna inni og fór úr leiknum, svo seinna meir komst ég afþví að maður getur gert /sleep þá fer hann að sofa ég gerði það svo einu sinni og þá fékk ég mun meira Xp en bara í smá tíma. ég fílaði mjög frágang mála þarna þó svo það er frekar leiðilegt hvað öll creepinn eru stundum þétt og árásagjörn. En það er líklega miðað við meira team play ég var oftast bara að soloa. Ég var á normal server, kannski einhver á Pvp server sem getur frætt mig um hvernig það virkar ?

En ég prófaði bara min tauren warrior og þegar ég fer að spila leikinn held ég að ég muni ekki koma til með að velja hann aftur þar sem það er ekkert rosa spennandi að gera allt þetta uppá nýtt. Annars bara frábær leikur!

Þakka fyrir mig