Ég var að klára Diablo 2 fyrir nokkrum dögum og ég verð að segja að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum.
Diablo sjálfur var einhver léttasti óvinur sem ég hef mætt á leið minni í gegnum leikinn. Andariel og Duriel vor miklu erfiðari heldur en bræðurnir Mephisto og Diablo.
Ég var að spila með level 27 Paladin þegar ég loksins mætti myrkrahöfðingjanum og hjartað byrjaði að slá örar. Ég var að nota ZEAL á vinstri og HOLY FREEZE sem áru (besta comboið að mínu mati) allavegna.. ég hljóp í kringum hann og reyndi að komast framhjá eld/lightning galdrinum hans sem var það eina sem meiddi mig. Ég var fimm mínútur með hann og notaði townportal einu sinni til að fá mér stamina og keypti örfá healing potion.
-Boromi