Þetta er alveg ótrúlegur leikur að mörgu leiti. En ég ætla að koma inná eitt sem er bara ótrúlegt við þennan leik.

Ég er búin að spila þennan leik frá því að hann kom út. Náttúrulega ekki stanslaust (annars væri ég í Kóreu að keppa þar :) en ansi mikið. En það furðulega er að fyrst spilaði ég hann bara einsog hvern annan leik og hafði EXTRA gaman að. Og fór svo í annan leik. Fór svo aftur að spila SC og hélt áfram og fór svo í annan leik. Jæja ég gæti skrifað þetta svona 30 sinnum þannig að ég ætla að sleppa því :)

En málið er bara að ef ég er ekki með eitthvern sérstakan leik sem ég er að taka fyrir, er ég að spila STARCRAFT. Það er bara engan veginn hægt að fá leið á honum fyrir fullt og allt.

Reyndar er ég ansi viss um að WarCraft III eigi eftir að taka við StarCraft. Diablo II kom sterkur inn og enginn sást á battle.net í ágætan tíma. En eftir svona 3 mánuði fór fólk að tínast inn aftur :) Ég var alveg hæst ánægður með það fór náttúrulega að spila. Svo kom Counter-Strike ég spilaði hann einsog vitleysingur en að lokum fékk ég smá leiða og fór þá enn einu sinni í StarCraft :)

Núna er ég að spila svona Counter-Strike og StarCraft til skiptis en StarCraft er alltaf að ná meiri tíma af mér hægt og hægt og að lokum hætti ég að spila Counter-Strike.

Kveðja DeadlyShadow

p.s. Ég mun spila SC núna þangað til að eitthver annar leikur grípur í mig :)