Þegar ég rak augun í núverandi könnun varðandi að þurfa að sofa í WOW gat ég ekki setið á mér um að skrifa svoleiðis um það.

Þegar ég heyrði fyrst um þetta svefnkerfi leist mér ekki svakalega vel á það en það virtist vera þarna til að minnka það að menn gætu verið 24/7 tímunum saman og komist of fljótt uppá hámarks level.

Svefnkerfið:


upphaflega:

Kerfið virkaði fyrst þannig að “characterinn” fékk 200% XP þegar hann var vel hvíldur, 150% í venjulegu ástandi og 100% XP frá því sem áður var. Hin ýmsa gagngríni kom á þetta kerfi og voru td Helgarspilarar mjög ósáttir að geta ekki nýtt alla helgina í sama kallinn þó þeir væru að spila lítið sem ekkert yfir vinnuvikuna. Einnig kvörtuðu menn sáran yfir að þurfa ávallt að fara á inn til að hvílast að ráði, og þurfa að leggja kallinum(character) í 8 tíma án truflana til að hann myndi hvílast, því annars þurfti að bíða aðra 8 tíma.

breytt:

Blizzard hlustaði á þessar gagnrýnisraddir og breytti kerfinu í það sem það er núna(phase 3 þegar þetta var skrifað) sem er þannig að maður er nánast alltaf í normal ástandi (150%) og fær rested bonus við að hvílast á inni yfir einhvern tíma. Þessi bónus lýsir sér í xp aukningu af skrímslum sem viðkomandi drepur.
Fyrir þá sem spila daglega endist þessi bónus afar stutt en geta spilað í normal mode nánast endalaust án þess að þreytast, og þessi bónus kemur helgarspilurum best. Einnig þurfa menn ekki að fara á inn í stóru borgunum heldur þurfa þeir bara að binda sig við kránna í viðkomandi borg.

Binding við Krár (inn):

Á sama tíma og svefnkerfið var sett inn í WOW settu þeir krár í allar borgir og flestar útstöðvar(outpost) en þegar maður talar við kráareiganda(Innkeeper) í fyrsta skipti fær maður svokallaðann “Hearthstone” sem bindur þig við þetta ákveðna inn þar til þú bindur þig annarstaðar, en til þess að fá fulla hvíld á inni þarf maður að binda sig við það með þessum hætti.
Með þessum Hearthstone getur maður látið sig byrtast á þeirri krá sem steinninn ( og þar af leiðandi maður sjálfur) er bundinn við, og má kannski líkja þessu eilítið við town portal í diablo, en þetta er einungis hægt að gera á klukkutíma fresti og er aðallega ætlað til að þú getir komið þér á inn strax ef þú þarft að hætta snögglega, eða nennir ekki að ganga í bæinn.


Næsta stig(phase) betunnar kemur á næstunni og má búast við einhverjum smávægilegum breytingum á þessum kerfum en flestir eru nokkuð sáttir um kerfið eins og það er nú.
Að mínu mati eykur þetta hlutverkapartinn í wow að fara svona á cozy inn til að hvílast og hearthsteinninn er afar sniðugt fyrirbæri.

Einnig er kannski betra að benda á að þú getur haft marga kalla á einum accounti (8 um þessar mundir) og kallarnir hvílast meðan þú ert ekki að nota þá þó þú sért að nota annan, þannig að þeir sem hafa verið smeikir við þetta kerfi hingað til ættu að sleppa þeim ótta því þetta er frábær viðbót við WOW og ég veit ekki til að aðrir MMORPG hafi gert þetta, en Blizzard er vel að höndla þetta hingað til og hlustar mikið á notendur, og hafa breytt afar mörgum landsvæðum í takt við skoðanir spilenda.

Ég tel að þetta muni verða frábær leikur í alla staði og endilega spyrjið um aðra hluti sem ykkur langar að vita því ég er vel tilbúinn að skrifa fleiri greinar í þessum dúr.

Takk fyrir
Skrekku