[D2] Nýtt paladin build - Tesladin Sælir Blizzard áhugamenn.

Þeir sem hafa verið aktívir spilarar hafa sjálfagt tekið eftir auknum fjölda paladins með Holy Shock áruna. Þessi nýja tegund Paladina nefnist “Tesladin” og tesla er mælieining fyrir styrk segulsviðs (kennd við króatíska/bandaríska eðlisfræðinginn Nikola Tesla). Mig langar aðeins að gera úrdrátt úr grein/leiðbeiningum um hvernig svona build virkar vel (alltaf má þó gera betur sjálfsagt).

Ath. þetta eru hugmyndir að nýju buildi en ekki endilega besta mögulega lausnin, gert fyrir þá sem eru komnir með leið á Hammerdins og fleiri kúnstnera.


1. Stats og skills

Mikilvægt er að hugsa aðeins fram í tímann ef þú vilt að kallinn þinn verður nánast gagnlaust þegar lengra er komið í leikinn (lvl 70+). Ekki bara henda stats og skills stigum hingað og þangað, þó það gæti vel virkað í Normal og NM. Ef þú vilt að characterinn virki vel í Hell, þá er bezt að maxa eitthvað eitt skill sem maður notar mest og helst að maxa líka öll synergies fyrir sama skillið - t.d. að maxa Resist Lightning, því það gefur auka damage við Holy Shock.


Strength

Aðeins að setja það sem þú þarft til að geta notað vopnin og armorinn þinn. Í kringum 100 ætti að nægja vel, frekar að nota charms en að setja auka stig í str.


Dexterity

Örlítið flóknara en strength. Helst þyrfti að ákveða fyrir fram hvort þú ætlar að nota holy shield eða ekki. Ef þú vilt nota holy shield, þá þarftu að vera með ca. 130-135 í base dexterity (fyrir utan alla bónusa) því þá nærðu 75% blocking rate (sem er einmitt markmiðið með því að nota Holy Shield). Hægt er að lesa FAQ á Paladin forums til að læra meira um blocking rate.


Vitality

Öll afgangs stat points fara hingað, því meira líf því betra.

Energy

Energy er ekki nauðsynlegt fyrir þetta build, því setjum við ekkert stat point hingað (frekar notast við %mana steal o.þ.h.).



2. Suggested skills

Hér eru nokkrar hugmyndir að builds sem greinarhöfundur reyndi ásamt fleirum Tesladin spilurum.


a) Tesladin með fullt synergies með vengeance sem backup skill

4 zeal
20 holy shock
20 resist lightning
20 salvation
1 vengeance
3 conviction
10 resist cold
10 resist fire

b) Teslafroster, jafnvægi milli lightning og cold damage


4 zeal
20 holy shock
20 resist lightning
20 holy freeze
20 cold resist
afgangur í salvation eða holy shield


c) Tesladin + physical damage

20 holy shock
20 lighting resistance
20 zeal
20 sacrifice
10 u.þ.b. in holy shield

d) Tesladin með full synergies og enga backup árás.

4 zeal
20 holy shock
20 lightning resistance
20 salvation
10 or so in holy shield

e) Tesladin með full synergies og holy freeze sem backup

4 zeal
20 holy shock
20 lighting resistance
20 salvation
20 holy freeze

f) Tesladin með full synergies með physical damage

20 zeal
20 sacrifice
20 holy shock
20 lightning resistance
20 salvation

Kosturinn við Tesladins, er að það eru svo fáir undanfarar (prerequisites). Einnig kemur á óvart að Tesladinarnir eru fulltilbúnir á lvl85 eða þar um bil sem er raunsætt að menn nái.

3. Kostir og gallar

stærsta spurningin er sú hvort maður eigi að nota holy shield eða ekki. Kostur þess að nota EKKI holy shield, er að þá áttu fullt af skill points til að setja annars staðar (t.d. meira í synergies). Hins vegar eru margir bónusar sem fylgja holy shield og t.d. increase change of blocking sparar þér punkta í dex. Ef þú ákveður að nota ekki holy shield, ertu hálfpartinn tilneyddur til að nota mercenary með defiance aura.

Margir vilja ná hámarks damage á kostnað þess að hafa ekkert backup attack. Þetta er vissulega góð aðferð ef maður spilar í party og þarf ekki að hafa áhyggjur af lightning immune (LI) monsters. En fyrir þá sem spila solo er alger nauðsyn að hafa eitthvað gegn LI monsters. Þegar í hell er komið eru mörg monster LI og því skiptir búnaðurinn miklu. Hér á eftir verður tekið mið af því að hafa eitthvað backup attack. Greinarhöfundur reyndi að gera Tesladin með full synergies og segir hann orðrétt: “very bad idea and I mean very bad.”

4. Búnaður

Attack speed er algert lykilatriði, þar sem Zeal verður þitt helsta combat skill. Til að ná 4 fps (fjögur högg á sekúndu minnir mig), þarftu að fá -30 og -20 base speed weapon og 75% og 105% Increased Attack Speed (IAS). Fyrir þá sem ekki vita hvað þessar tölur standa fyrir, lesið um Weapon speed hér:

http://www.battle.net/diablo2exp/items/basics.s html

eða hér t.d. axir (sjá dálk lengst til hægri):

http://www.battle.net/diablo2exp/items/norma l/axes.shtml

Einnig er hér Weapon Speed Calc:

http://diablo2.ingame.de/tips/calcs/weaponspee d.php?lang=english


Helmets
Low lvls: Lore runeword er ágætt að byrja með, þar til þú finnur Crown of Thieves. En best er að nota Guillaum's face útaf fastest hit recovery, gott crushing blow þar til þú kemst á hærri lvl.
High lvls: Helmets með +2 skills viltu eiga á high lvls eða uq diadem Griffon's eye með -15% til -20% to enemy lightning resist

Armours
Low lvls: nánast hvaða armour sem er dugar.
High lvls: Ef þú hefur efni á/er svo heppinn að eiga runewordin Chain of Honor eða Enigma, þá ertu vel settur með armor og þú ættir að stefna að því fyrir lok leiksins.
Resistance er eitt það mikilvægasta fyrir Tesladin (sem og aðra) og því er ekki slæmt að eiga uq templar coat Guardian angel. Að hlaupa um með 90% resist to all er ekki slæmur kostur, með increased change of blocking.

Boots
Low lvls: Sigon’s boots með Sigons gloves => 30% IAS og 10% life leechHigh lvls: E-ð sem gefur +dex, +str, +life o.s.frv. Af öllu uq items, eru War traveler, Waterwalk og Gore rider mjög góð.

Gloves

Low lvls: Sigon’s gloves.
High lvls: Mælt er með að nota Dracul’s grasp unique gloves. Þeir hafa 5% chance to cast a level 10 life tap sem er alger lifesaver fyrir hvaða melee character sem er og þá sérstaklega Tesladin sem getur ekki treyst á physical damage til að life leecha. Þú færð 50% af damage sem þú veldur, sama hvort það er physical eða ekki (ólíkt % life leech). Þar að auki geturu leechað non-leechable monsters s.s. undeads.

Weapons
Low lvls: Steel rune word vikar fínt (enn betur með socketed Divine scepter í mid lvls).
High lvls: Best er að nota Crescent moon phase blade sem gefur -35% to enemy lighting resistance, ignore target defence (ITD) og % to cast static field on striking. Ef þú vilt nota holy freeze líka, þá er gott að nota Doom rune word weapon (eða heaven's light unique scepter því Doom er erfitt að fá). sumir mæla líka með runewordinu Beast (með lvl9 Fanatism).

Shields
Low lvls: Ancient's Pledge eða Rhyme wune words.
High lvls: Sanctuary rune word shield er mjög góður, increased chance of blocking, faster blocking rate og faster hit recovery og þar að auki geturu náð 108 % to all resistances t.d. ef base shieldinn hefur fyrir 45% all resistances.
Annar shield er augljóslega Herald of Zakarum sem er sjálfsagt besti “all around” shield fyrir paladin.
Loks er Stormshield góður kostur líka vegna 35% damage reduced, +35 strength and 25% increased chance of blocking, en því miður ekkert resist.

Belts
Low lvls: Goldwrap er gott og auðvelt að upgreida það í exceptional útgáfuna - gefur líka 10% IAS (eitt af tveimur í öllum leiknum).
High lvls: String of Ears, Nosferatu's coil, Thundergod, IK, Verdungo, Trang-oul's eða uq archnid mesh belt.

Amulets
Low lvls: nánast hvað sem er (helst kannski gott rare ammy með +1 paladins skills)
High lvls: Cat's eye eða Highlord's wrath. bæði með 20% IAS. Einnig Seraph's eða Mara's út af +skill eiginleikum

Rings
Low lvls: góðir rare hringir, með jafnvel %life/mana leech.
High lvls: Annar hringurinn verður að vera Raven frost. Ekki bara út af ‘cannot be frozen’ heldur líka auknu attack rating og dexterity. Hinn hringurinn ætti helst að vera með %leech eins og t.d. Bul-kathos’ og Carrion wind

Charms
Helst að nota +attack rating því ef þú ætlar að ná góðu attack rating, verðuru algerlega að treysta á items og charms. Því er ekki verra að fylla inventory með attack rating charms (og kannski sum með +life líka) og resist charms.

Mercenary
Defiance merc! Gott defence er mjög áhrifamikið í 1.10. Helst áttu að levela hann eins mikið og þú getur og láta hann fá eins gott equipment og mögulegt er, svo hann lifi lengur með high damage weapon.




Enn og aftur langar mig að minnast á að þetta er eingöngu leiðarvísir og hugmynd að þessu vinsæla Paladin build. Sum ykkar gætu verið ósammála mér með þessa hluti - og því skora ég á ykkur að prófa þetta build og koma með ykkar eigin hugmyndir sem greinarhöfundi yfirsást. Allavega ætla ég að gera það.

Þessi grein má finna í heild sinni á http://strategy.diabloii.net/news.php?id=505&page=1
og rétt skal geta aftur að þetta er lauslegur úrdráttur úr henni.

Kv,
jericho