Nei,nei og aftur nei. Ég ætla ekki að fjalla um nein Helms deep möp í þessari grein. Möppin sem ég fjalla hér um krefjast miklu meiri herkænsku heldur en að klikka oft á tomes fyrir Aragorn eða Gimla.
Möppin sem ég fjalla um bera nöfnin: LOTR: Ring wars og War of the jewels.

LOTR: Ring wars

Þetta er án vafa vinsælasti custom leikurinn á Battlenet þessa dagana og hefur verið dálítið lengi. Þessi mappa byggir á þriðju öld Middle earth og fjallar um baráttu góðs og ills í heiminum um að ná hringnum eina. Liðin eru tólf, sex í hvorum hóp;

Rauður: Gondor
Blár: Rohan
Teal: Álfar
Fjólublár: Föruneyti hringsins
Gulur: Héraðið og entarnir
Appelsínugulur: Dvergar

Grænn: Isengard
Bleikur: Moría
Grár: Easterlings
Ljósblár: Haradrim
Dökk grænn: Nazgúlarnir
Brúnn: Mordor

Leikurinn byggjist uppá eftirfarandi kerfi. Hermenn birtast við meginstöðvar þínar á mínútu fresti eða svo. Eftir því sem lengra dregur á leikinn fara bæði fleiri unit og sterkari að birtast. Ef að meginstöð er eyðilögð þá birtast ekki fleiri unit þar.

Liðin tvö berjast svo af alefli að eyða hvoru öðru með öllum þeim kröftum sem þau eiga. Stór hluti af leiknum eru einnig hetjurnar. Hetjurnar í leiknum skipta oft meginmáli í stórum bardögum og geta breytt gangi mála allsvakalega. Hetjurnar þekkja margir úr bókunum eða myndunum en þar eru til dæmis; Aragorn, Sarúman, Gollrir og Trjáskeggur. Ef að hetja manns fellur í bardaga þá er ekki hægt að lífga hana við með altari eða neinu slíku. Hún er þá bara dáin og kemur leiknum ekkert meira við. (Undartekning er Gandalfur sem kemur aftur sem Gandalfur hinn hvíti.) Þessvegna passar fólk vel uppá hetjur sínar og reynir að halda þeim lifandi.

Hringurinn eini getur einnig leitt til þó nokkura afleiðinga. Ef að hringberinn nær að henda hringnum ofan í dómsdyngju þá deyja bæði nazgúlarnir og Mordor. Ef að hinsvegar Nazgúlarnir ná hringnum og koma honum í Barad dúr þá kemur Sauron til leiks og það leiðir oft til leiksloka fyrir góða liðið. En nokkur illmeni vilja einnig ná hringnum og ef að svo gerist þá verða þau ein á móti öllum öðrum. Þessi illmeni eru Sarúman og Gollrir.

Þetta map hefur leitt til þess að ótal klön hafa verið stofnuð, mót hafa verið haldin og hvaðeina. Maður fer varla inná custom game filterinn án þess að rekast á allavega einn svona leik. Það getur reynst erfitt fyrir fólk að downloada þessu mappi vegna þess að oft vil fólk sem á möppuna ekki hleypa downloaderum inní leikinn sökum þess að þeir vilja spila með fólki sem kann á leikinn.

Ég gef þessu mappi einkunina 7 af 10.

War of the jewels

Þetta map byggist upp nokkurn veginn á sama hátt og Ringwars mappið nema þá að þetta er að gerast á fyrstu öld Middleearth þegar Melkor og félagar ógnuðu heiminum. Í þessu mappi skiptast liðin niður í fjóra hópa;

Noldor:
Rauður: Hitlum
Blár: Gondolin
Teal: Nargothond

Synir Feanor og dvergar:
Fjólublár: Synir Feanor
Gulur: Dvergar

Sindar:
Appelsínugulur: Doriath
Grænn: Ossiriand
Bleikur: Falas

Morgoth:
Ljósblár: Easterlings
Dökk grænn: Sauron
Brúnn: Angbhad

Leikurinn byggist upp á svipaðan hátt og Ring wars nema þá að liðin eru fleiri. Í gæslu Angbhad eru silmarilarnir og eitt megintakmark leiksins er að ná þeim. Miklu meiri herkænsku þarf í þennan leik eins og óbein bandalög gegn þeim sem er að verða of sterkur.
Hetjurnar í þessum leik eru ekki jafn sterkar og í Ringwars mappinu en engu að síðar lifa þær bara einu sinni, þ.e ekki er hægt að reviva þær. Þetta mapp er mikið stærra og að mínu mati skemmtilegra. Ég gef því einkunina 9 af 10

Ekki er hægt að segja mikið meira um þessi möpp, það skýrist allt miklu betur við það að spila þau. Ekki bíða, farið að spila :-)

Kveðja
Viking

P.s Ég biðst forláts á enskuslettum