Jæja eftir margar áskoranir, *hóst* hef ég ákveðið að skrifa um fleiri custom leiki. Leikurinn sem ég fjalla hér um eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hvet ykkur eindregið til þess að prufa hann.
Burbenog TD (Tower defense).
Jæja. Ekki eru allar turnavarnarmöppur jafn góðar. Sumar eru frábærar, aðrar ekki. Ég rakst nú samt á eina hérna um daginn sem er frumleg og skemmtileg. Mappan heitir Burbenog TD.
Fyrir þá sem ekki vita það þá byggja turnavarnarmöppur á því að maður byggir turna og reynir að koma í veg fyrir að andstæðingarnir komist á sérstakan punkt í borðinu.
En áfram um Burbenog.
Leikurinn spilaður af fjórum leikmönnum öllum uppí sitthvoru horninu. Í byrjun leiks fá leikmenn að velja sér eitt af tólf liðum, sem hvert og eitt hefur sinn tilgang í leiknum. Til að mynda hefur eldliðið splashskaða og heilagaliðið er sérstaklega gott í vörn og á móti undead. Í byrjun leiksins koma tuttugu andstæðingar í hverju horni og hlaupa af stað eins og óðir væru eftir vegi nokkrum sem liggur í hring um borðið. Til þess að komast í miðju borðsins þurfa andstæðingarnir að hlaupa einn hring, þ.e.a.s framhjá öllum leikmönnunum. Leikmennir rembast við að nota turna sína til þess að stráfella andstæðingana, en það getur reynst miserfitt. Óvinirnir hafa nefnilega margir kosti sem gerir þeim kleift að sigrast á turnaröðun þinni, þannig að þú verður að vera við öllu viðbúinn. Sumir óvinir eru til dæmis ónæmir fyrir göldrum og aðrir gera árás á turnana þína. Þá eru góð ráð dýr eins og leikendur munu komast að þegar lengra dregur á leikinn.
Eftir hverjar fimm bylgjur af andstæðingum fær maður eitt stykki af timbri sem notað er í ýmis kaup, svo sem að fá sér hetju, nýtt lið eða techa sitt eigið lið uppí kynslóð af turnum. Hetjur eru notaðar til að ná í þá sem leka, nota galdra sína til þess að hjálpa þér eða til þess að skaða andstæðingana. Til þess að fá næstu kynslóð turna verður að kaupa svokallaða “techbuilding” en hún gerir manni kleift að byggja sterkari turna. Einnig er þetta byggingin sem þjálfar hetjuna þína. En þá er komið að því sem gerir Burbenog sérstakan. Ef að maður byggir tvær techbuildings, svo sem Ice techbygginguna og Human techbygginguna þá getur maður búið til turn sem sameinar krafta þessa liða. Í þessu tilfelli kemur hinn skoplegi “Seal launcher” til sögunnar, en hann blandar saman krafti ísliðsins til þess að hægja á andstæðingunum og er það er fremur ódýrt að byggja hann, en ódýrir turnar eru kraftur Human liðsins.
Stundum þá geta bandamenn þínir byggt turna sem gætu verið hentugir í þinni eigin stöð. Þá gefuru þeim oftast pening fyrir turninum og biður þá að byggja turn á stað að þínu vali. Eftir að turninn er tilbúinn þá getur hann notað command til þess að gefa þér turninn og þá er turninn kominn í þína eigu.
Ég ætla nú ekki að hafa þetta mikið lengra en ég ætla gera hérna lista yfir meginkosti liðanna.
Human: Ódýrir turnar
Fire: Splash skaði
Earth: Sérhæfir sig á móti andstæðingum sem ferðast á jörðu niðri
Wind: Sérhæfir sig á móti andstæðingum sem ferðast fljúgandi
Poison:Sérhæfir sig í því að eitra fyrir og hægja á andstæðingunum
Holy: Sérhæfir sig í vörn og á móti undead andstæðingum
Thunder: Sérhæfir sig í skotlengd
Hybrid: Getur byggt alla turna leiksins, en á dýrara verði
Hero: Getur byggt þrjár hetjur, en venjuleg lið aðeins eina
Death: Sérhæfir sig í sterkum turnum, en þeir skjóta hægt
Magic: Sérhæfir sig í göldrum
Ice: Hægir á andstæðingunum
Jæja, ekki bíða farið og spilið :-)
Kveðja Viking