Lod Spilun! Þannig er mál með vexti að ég og nokkrir vinir mínum ákváðum að taka upp gamla siði og tókum við uppá því í sameiningu að fara spila Diablo II LoD og var tekið vel í þá tauma, Svo við byrjuðum að innstala leiknum allir og gekk það sinn vana gang, fyrir utan sá erroer að leikurinn var frekar tregur að innstalast hjá einum vini okkar og tók það að ég held eitvhað hátt í klukkutíma að innstala leiknum, en ekki er aðdragandi þess vís en eitt er þó víst að tölvan hans er ekki síðri en okkar hinna og tók það þó einhverjar míntótur fyrir okkur hina, en þannig var í potinn búið, að vér byrjuðum án hans og bitnaði það þó nokkuð á honum þar sem við vorum komnir á töluvert hærra level en hann þegar hann lokst fór að hefja spilunina!

En við skiptum okkur þannig upp að einginn var sami karakterinn, svo þá var strax komið smá fjölbreyttni í þetta, en einginn þarna var að spila í fyrsta skipti og eru flestir sem hér komu við sögu frekar reyndir spilarar úr fortíðinni.
En þannig fór að ég var Sorceress og kunni ég ágætlega við það en allir karakterarnir voru notaðir nema Assassin og tel ég líklega ástæðu fyrir því hvað hún er óspennandi og leiðileg í spilun.

Allt gekk sinn vana gang og vér fórum hratt yfir sögu, þar sem við vorum jú fleiri en einn og fleiri en tveir, ég var að ég held með reyndari spilurum þarna svo ég hafði vit á ýmsu, svo sem spara skilla og skillpount, þó svo ég notaði nú oftast skillpointin strax, en ég get nú ekki sagt ég hafi verið einhver súper sparari með skilla, þar sem það er ekki kannski sniðugt fyrir mann í minni stöðu sem ætlar að byggja sér upp nova Sorceress og byrjaði ég á því að setja smá í nova þegar ég var á level 14 þá fór ég að nota skillpoints og var þar efst á baugi frosen nova en svo líka warmth og fóru mest allir skillarnir í það! en má einnig geta þess að ekki fór ég hærra en level 22. En þó svo eftir mikla spilunn enda fórum við í öll verkefninn og þurftum að finna allt út þar sem þetta var á lan game :) og við byrjuðum allir á level 1.

En það sem ég tók eftir fyrst og pirraði mig mikið er hversu mikið mana Sorceress þarf að nota í gegnum flest, hún gerir ekki mikinn skaða að mínu mati, og átti ég í mesta basli með að drepa en getur það einnig tengst því að kallarnir verði örlítið erfiðari eftir því sem fleiri eru í leiknum en er það skiljanlegt þar sem það væri of létt fyrir 8 einstaklinga að rústa leiknum á sama stigi og 1 maður þyrfti að díla við.
En við spiluðum mikið í hópum vorum ekkert bara þú elltir okkur heldur meira svona frjálst þar sem það var einkum henntugt svo marr þyrfti ekki að vera alltaf að ellta þó svo við unnum líka mikið saman og hjálpuðumst að, við meikuðum ekki mikið lengra en act3 þar sem þetta var svona svoldið þreytandi til lengdar og var manni farið að langa að gera eithvað annað, en þó svo var þetta frábær skemmtun og mjög gaman að fara aftur í svona leik sem maður spilaði fyrir löngu, þó svo maður geti ekki sagt að maður hefur eingu gleymmt :) en maður komst af svona hinu og þessu sem maður fór að rifja upp í gegnum leikinn, en þetta var miklu meira kick en það sem maður var að gera á Bnet á sínum tíma, og er ég þá að tala um það að borga sverð eða eithvað fyrir að láta rusha sér í gegnum allt og svo vera í nighmare á level 4 og fara svo bara og vera fastur í cow level enda er það lítið spennandi til lengdar og verður maður fljótt leiður á leiknum með þannig spilun.

En ég mæli eindregið með þessu :) þetta var ágætis skemmtun og lítil fyrirhöfn þar sem patchinn er á huga er ekki mikið sem maður þarf að gera annað en að innstala og Dl-a honum bara :) þá er þetta komið svo kríeita lan game og bara drífa í þessu :)

KK
gosli