Forvitni fólks verður seint svalað, en hér á eftir ætla ég að gera heiðarlega tilraun til að svara nokkrum spurningum sem fólk gæti spurt gagnvart World of Warcraft. Ef ykkur vantar svo svör við fleiri spurningum endilega bætið bara við svari við greininni og spyrjið, ég ætti að geta svarað flestu :). Jæja án frekari tafa, vindum okkur í spurningarnar:

Hvað er World of Warcraft(WoW)?
World of Warcraft er massífur fjöldaspilunar hlutverkaleikur yfir netið, eða eins og kanarnir kalla það “Massively Multiplayer Online Role Playing Game (MMORPG)”. Þetta þýðir að þúsundir spilara hafa tækifæri til þess að ævintýrast saman í risastórum heimi, eignast vini, drepa skrímsli og farið í ótrúlega leiðangra (quest) sem geta varað í marga daga eða vikur.

Hvenær kemur leikurinn út?
Engin föst dagsetning hefur verið gefin út (frekar en fyrri daginn) frá blizzard, en almennings tengill blizzards sagði að beta útgáfa leiksins yrði sennilega í að minnsta kosti 5 mánuði (4 mánuði í viðbót), og eftir það á að sjálfsögðu eftir að brenna diskana og senda hann út um allan heim.

Hvernig er World of Warcraft öðruvísi en allir hinir MMORPG leikirnir?
Ein aðal áhersla Blizzard við framleiðslu á World of Warcraft var að hver sem er gæti spilað og haft gaman af því. Flestir MMORPG leikir byrja í raun ekki fyrr en eftir nokkrar vikur af mikilli spilun sem þarf til þess að gera karakterinn þinn nægilega sterkan. Þetta reyna Blizzard menn að forðast, og á jafnvel einn klukkutími á dag að vera hin ágæsta skemmtun og fólk fær það á tilfinninguna að það hafi áorkað einhverju. Gríðarleg áhersla er einnig lögð á “quest” kerfið í leiknum, og verð ég að segja að það er skref fram á við að mínu mati í þessum bransa hvernig Blizzard höndlar það kerfi. Mörg quest spanna mörg svæði, krefjast þess að spilarar tali við marga NPC's (non player character, karakter sem er stjórnað af tölvunni) eða drepi hin ýmsu skrímsli. Sem verðlaun færð þú sem spilari yfirleitt að velja þér verðlaun fyrir erfiðið úr lista, en þetta er þó breytilegt.

Hvað mun leikurinn kosta og afhverju?
Ekki er búið að gefa út nákvæma tölu, en ef World of Warcraft fylgir í fótspor fyrirrennara síns mun hann sennilega kosta í kringum 1000kr á mánuði. Þetta gjald þarf að innheimta vegna þess hve gríðarlega stóra og flókna Þjóna (servera) leikurinn þarf. Einnig er mikið magn af fólki að vinna við leikinn allan sólahringinn, hvort sem það er að bæta við nýju efni í leikinn, svara hringingum fólks sem lendir í vandræðum, eða einfaldlega aðstoða fólk inn í leiknum.

Hvernig virkar hagkerfið í leiknum?
Í World of Warcraft er notað kopar, silfur og gull sem gjaldmiðill. Spilarar nota svo þennan pening til þess að t.d. þjálfa sig, kaupa hluti (vopn, brynjur o.s.frv.), kaupa uppskriftir, kaupa hluti í uppskriftirnar, ferðast á milli staða eða auka pláss í bankanum (mjög dýrt). Einnig er hægt að setja hluti sem þú finnur á uppboð í þar til gerðum glugga, þannig að allir sjái hlutinn.

Verða sýningar í leiknum?
Já, ekki jafn og í fyrri Blizzard leikjum þó (vegna eðli leiksins). Hver kynstofn hefur sína byrjunarsýningu sem er í rauntíma, þ.e. þú sérð það sem er að gerast í byrjunarbænum þínum akkúrat þá stundina, hvort sem það eru bardagar, fólk að spjalla eða hvað sem er.

Verður hægt að spila hann í fyrstu persónu viðmóti?
Já, þriðju persónu viðmót er það sem fólk notar venjulega, en sé farið alveg að persónunni þinni (notar músarhjólið til þess) þá breytist sjónarhornið í fyrstu persónu viðmót.

Verður hægt að spila hardcore (eins og í Diablo)?
Nei, sá möguleiki er einungis til í Diablo.

Hvernig tölvu þarf fyrir World of Warcraft?
Lágmarks staðallinn fyrir betað er:
800mhz örgjörvi
256MB vinnsluminni
GeForce 2 Skjákort
3GB harðadisks pláss
DirectX 9.0

Mun WoW verða spilanlegur á Mac?
Já, beta testið nær til Mac spilara og mun leikurinn að öllum líkindum vera gefinn út á sama tíma fyrir Windows og Mac.

Hversu margar persónur getur maður haft í einu?
Eins og staðan er í dag er svarið 8 (gæti hæglega breyst)

Verður hægt að berjast við aðra spilara (PvP)?
Þetta atriði er ennþá í gríðarlegri þróun hjá Blizzard og þessvegna er ómögulegt að segja til um það hvernig lokakerfið mun líta út. Þó mun að öllum líkindum vera hægt að skora á annan spilara í einvígi, og munu þeir 2 þá berjast. Einnig verða leikvangar (arenas) þar sem fólk mun geta barist í hópum (og sem hópar gegn mörgum hættulegum skrímslum). Aðrar pælingar í sambandi við persónu gegn persónu bardaga eru bara á pælingarstiginu núna (eins og t.d. FvF kerfi, eða faction vs faction (alliance vs horde) sem mun sennilega verða sett á amk einhverja þjóna). Einnig vil ég taka það fram að mjög líklega verða þjónarnir (serverarnir) á hina ýmsu máta og mun því að öllum líkindum verða settir upp sérstakir þjónar fyrir fólk sem vill berjast meira við annað fólk.

Hvað er gert fyrir hlutverkaspilara (roleplayers) í WoW?
Ekki má heita ákveðnum nöfnum (sem gætu brotið höfundarrétt), og ef spilari er mikið fyrir stranga hlutverkaspilun getur hann að sjálfsögðu farið í klan (guild) sem setur áherslu á slíkt. Einnig verður að öllum líkindum sérstakir þjónar fyrir hlutverkaspilun, og verða þar starfsmenn frá Blizzard sem sjá til þess að sérstökum reglum sé framfylgt (enginn má heita t.d. bazookadude1337).

Jæja læt þetta duga í bili, ef þið hafið fleiri spurningar endilega bara spyrjið, og ef þið eruð sleip í enskunni og langar í fljótlegt svar við einhverri einni spurningu má sennilega finna svar hér: http://db.wowvault.ign.com/faq/index.php .

Ég þakka fyrir mig og vona að þetta hafi hjálpað einhverjum.