Paladin

Paladin er blanda af stríðs- og galdrakarli. Paladin er tilvalinn í hópa(groups) vegna lækninga (heal), innsigla(seals = innsigli skv. orðabók), og annara hæfileika. Paladins geta haft eina virka áru(aura) fyrir hvern Paladin í hópnum á hvern meðlim hópsins og notað ákveðin seal á ákveðna spilara. Þökk sé úrval varnarhæfileika hjá Paladin er nokkuð erfitt að drepa hann. Paladin hefur einnig galdra sem er sérstaklega gerðir á móti Undead.

Leyfileg race: Human, Dwarf

Leyfilegur búnaður: hringabrynja, tau (linen), leður, skyldir, spangabrynja(plate) (með þjálfun).
Leyfileg vopn: eins og tveggja handa kylfur(mace), og sverð (með þjálfun).

Auras
Aðeins er hægt að hafa eina áru virka í einu. Þú verður að ákveða hver er best hverju sinni. Aðrir leikmenn geta látið þig vita hverja er best að nota. Ef það eru margir Paladins í sama hóp, þá geta þeir haft sitthvora áruna virka, en ekki sömu því þær hlaðast ekki á hverja aðra.

* Devotion Aura - Gefur hópmeðlimum aukið armor gildi. Notið þetta í bardaga þegar margir eru að berjast og fá skaða.

* Healing Aura - Healar þig og nálæga hópmeðlimi. Virkar aðeins utan bardaga. Þetta er góð ára til að nota utan bardaga. Þessi ára virkar ekki ef það er ráðist á þig, hinsvegar, ef þú ert ekki aðal bardagamaðurinn og tekur ekki skaða, er hægt að nota hana í bardaga.

* Retribution Aura - Veldur Holy skaða á þá veru sem meiðir hópmeðlim.

Seals
Seal eru galdrar sem virka í stuttan tíma í senn. Hver Paladin getur aðeins haft eitt Seal virkt á hverjum leikmanni í einu. Tilgangurinn er að láta leikmenn velja hvaða Seal er best í aðstöðunni, og breyta um Seal eftir því hvað er að gerast. Ef tveir Paladins eru í sama hóp getur hver leikmaður haft tvö Seal í einu, en þó ekki tvö eins.

* Seal of Might - Eykur skaða. Notist á hópmeðlimi sem einblína á líkamlegan skaða. t.d. Warrior, en ekki Mage.

* Seal of Wisdom - Eykur mana regeneration. Notist á galdrakarla t.d. Priest eða Mage. Einnig er sniðugt að nota þetta á sjálfan sig eftir bardaga.

* Seal of Protection - Verndar leikmann frá líkamlegum árásum. Þetta Seal er gott til að sleppa út bardaga, ef þú notar þetta á þig og hleypur burt. Einnig er mjög gott að nota þetta á hópmeðlimi s.s. Priest sem hefur laðað að sér of mikið af skrímslum. Skrímslið mun þá hætta og ráðast á einhvern annan. Þetta Seal getur líka bjargað vinum sem eru alveg að deyja.

* Seal of Salvation - Dregur úr líkum að skrímsli ráðist á leikmanninn. Nytsamlegt að nota þetta á Priests eða Mages til að létta þeim lífið. Þetta Seal leyfir t.d. Mages og Priests að gera meira án þess að verða aðal skotmarkið.

* Seal of Righteousness - Eykur skaða á Undead. Þetta Seal hefur skemmri endingu en hin, svo það verður að nota það oftar og fylgjast með hvenær það hverfur.

Holy Magic

* Holy Light (Healing) - Paladin er góður auka healer með Holy Light. Þú munt vilja hafa aðal healer
svo sem Priest eða Druid, en Paladin getur hjálpað ef þeir eru annars uppteknir. Paladin er góður að halda aðal healer á lífi ef þeir eru að deyja eða búnir með allt mana.

* Divine Favor - Þú ert varinn öllum líkamlegum árasum í X sekúndur, en á þeim tíma geturu ekki ráðist á sjálfur.

* Divine Shield - Ver Paladin frá öllum skaða og göldrum í X sekúntur, en dregur úr árásarhraða um X%. Þessi galdur kemur í stað Divine Favor því hann leyfir þér að ráðast á meðan hann er virkur, ólíkt Divine Favor. Þú getur healað sjálfan þig meðan Divine Shield er í gangi.

Holy Strikes

* Holy Strike - Bætir X til X skaða við þína næstu árás. Allur skaði álitinn Holy skaði.

Justice

* Fist of Justice - Rotar í X sekúntur (gott ef t.d. mörg skrýmsli koma í einu).

Undead galdrar

* Exorcism - Gott til að gera útaf við Undead skrímsli, eða plata þau til sín.
* Turn Undead - Hrekur Undead skrímsli burt. Þetta er gott ef það koma fleiri en eitt í einu. Veldu eitt af þeim og sendu þú rakleitt í burtu.
* Seal of Righteousness - Notist á móti Undead skrímslum.

Lay on Hands
Notar allt manað þitt. Healar vin að andvirði hámarks líf Paladins, og veitir líka X mana. Þessi galdur eyðir öllu mana sem eftir er hjá Paladin. Þetta er eitt af betri göldrum hjá Paladin. Notist þegar þú ert alveg að deyja eða til að bjarga félaga. Getur einungis verið notað einu sinni á klst.