Ég verð bara að byrja á því að segja að þetta eru gömul riflildi en mig langar til að minna fólk á þetta.

Ég persónulega hef aldrei skilið hvernig fólk nennir að spila StarCraft á money möppum. Þetta krefst mjög lítillar heilastarfssemi bara að massa húsum og byggja eins mikið af köllum og þú getur og senda þá á óvininn aftur og aftur og aftur (how fun).

Aftur á móti þegar þú spilar möpp sem eru ekki með endalausu money þarftu fyrst að fara að hugsa :) Þú þarft að velja hvað þú villt eyða peningunum þínum í (þar sem þú átt ekki endalaust af þeim). Og leita að outposti til þess að fá meiri peninga and so on and so on. Þú getur ekki byggt 100 cannons í vörn vegna þess að það væri gjörsamlega waste of money. Afhverju ekki að bæta við 25m og 50g til þess að fá mobile Cannon ???? (semsagt Dragoon). Þetta er bara dæmi um fjölbreytileikann sem takmarkað mineral lætur mann þurfa að hugsa um.

Það er ekki að ástæðulausu sem BGH (big game hunters) playerar verða gjörsamlega fastir í BGH. Þeir byrjuðu að spila það og urðu góðir í því. Sáu að þeir gátu unnið leiki með því að byggja fullt af köllum og Turtlea sig inní sínu basei. Svo einn daginn hey ég ætla að prófa Lost Temple eða bara eitthvað venjulegt map. Þeir byrja að sínu dóti og fara í fight í 12 mín og þá OMG allir peningarnir búnir hvað nú…. uhhhh já ná í exp. en ha alltof seinn hinn playerinn er búin að expanda 2svar og er nú með mikklu meiri peninga og veður yfir hann einsog ekkert sé. Hann reynir aftur og aftur og aftur og bara eitthvernveginn tekst ekki að gera þetta rétt. Endar síðan með að segja að NOmoneymaps sucki og að BGH sé lang skemmtilegast án þess einusinni að vera búin að kynna sér hin borðin á almennilegan hátt.

Ég skil þetta ágætlega engum langar að verða newbie aftur. Og þurfa að byrja nánast frá grunni. Ég var sem betur fer það heppinn að vera löngu byrjaður að spila SC áður en BGH kom til sögunnar. Það er nefninlega svo skemmtilegt að ef þú ert góður í no money maps ertu líka góður í money maps. En ekki öfugt.

Ég mæli með því að fara og spila Melee leiki á móti tölvunni í eitthverju af þessum ladder möppum þar sem þau eru mest spiluð af nomoneymaps spilurum og vinna hana. Fara síðan á móti 2 í melee og vinna þær. Síðan 3 á þig í einu og ekki að vera Terran og þá að fara á battle.net og prófa að spila eitthvað af þessum borðum. Þú tapar mjög líklega fyrstu leikjunum þínum en það er náttúrulega bara eðlilegt. En síðan þegar þú vinnur verðurðu svo mikklu stolltari fyrir vikið. Ferð að sjá leikinn í mun skemmtilegra ljósi með mun fleiri og skemmtilegri möguleikum. Og verður player sem getur spilað öll möppin í starcraft og verið góður í þeim.

Kv. DeadlyShadow

p.s. Átt að byggja allavega 30 vinnukalla á heimsvæðinu þínu áður en þú hættir að byggja þá í nomoneymaps. Síðan færirðu þá bara á expansionið þegar það er komið upp.