Jæææja kæru Warcraft aðdáendur, ætli maður verði ekki að setjast niður og skrifa nokkur orð tengd Warcraft III: The Frozen Throne, þar sem fáir virðast nenna því :).

Fyrst ætla ég að nefna liðskipti nokkura af bestu spilurum evrópu, en eins og flestir vita fór frakkinn ToD (YoanM) í ArmaTeam (aT) frá hinum heimsfrægu Schroet Kommandos (SK). Núna nýlega bættu þeir svo við sér öðrum spilara, honum apm70 (deadman-1). Þetta þykja ansi stórar fréttir, og kannski frekar örvæntingafullt move hjá aT, þar sem apm70 er þekktur maphacker (hann var resettaður 4-5 sinnum í roc og amk 1 sinni í ft), og mætir ekki á lön nema örfá rússnesk lön. Ástæða þess að armateam er að bæta við sig spilurum er án efa sú að fyrir ekki löngu síðan misstu þeir 2 lykilmenn, þá Wizard (rushwizard) og Gentho, en Wizard fór í mtw.
Önnur stór frétt, ef ekki stærri, er sú að Mad}Q{frog fór frá Schroet Kommandos.Korea og gekk til liðs við S-Kóreska liðið Frienz, en það er sterkasta lið suður Kóreu og ef til vill í heiminum í dag (eru 19-0 í einni af sterkari keppnum í kóreu). Það að Insomnia og HeMan hafi farið frá Kóreu heim gerði þessa ákvörðun án efa léttari fyrir Frederik, sem var eini meðlimur SK sem eftir var í Kóreu. Hann er þó ennþá í SK utan Kóreu. Flestir telja þetta rétta ákvörðun hjá Frederik þar sem hann mun geta spilað í fleiri keppnum úti og þar með aflað meiri penings.

Einnig vil ég benda á að pre-qualifiers fyrir eswc eru að byrja hjá NGA (national gaming association) aftur, en þeir eru 1 sinni í mánuði (var í febrúar síðast amk). Mjög góðir spilarar taka þátt og því er þetta gullið tækifæri til að spila (ókeypis) gegn reyndum spilurum. Link má finna hér fyrir neðan.

hérna eru einhverjir linkar sem ég notaði (verðið sennilega að taka bil í burtu):

http://www.ngasports.com/vTbl/vEventRegs.asp ?eventID=22
http://www.schroet.com/forums.php?forum_id =3&id=11012
http://www.wc3addicts.com/newspost.php?nid =557

[DON]TazZman