Þetta er beinþýtt af b net (http://www.battle.net/forums/thread.aspx?FN=sc-
gener al&T=28522&P=1&ReplyCount=62#post28522). Já ég er geðveikur, ekki
eyða vefsíðuplássi í að undirstrika það.
Ér reyndar með innskot hér og þar, but…. who cares ;)

Hérna er safn ábendinga fyrir byrjendur og þá sem eru áhugasamir um að læra
grundvallar atriði á bakvið “StarCraft”. Þessi grein er löng en þið þurfið ekki að
lesa hvern bút til þess að koma ykkur af stað. Vill benda á loka hluta greinarinnar
þar sem farið er í mjög sniðugt trix sem kallast cloning. Lítið einungis á þá hluta
sem eru mikilvægir með tilliti til þess sem þú vilt læra; t.d. er seinni hluti þessarar
greinar að mestu leiti útskýringar á tilgátum sem þú hefur hugsanlega engan
áhuga á. Sem grunn varnarorð, það eru undantekningar á öllum reglum, svo að ég
(kaninn sem skrifaði þessa geðveiki) er ekki að halda því fram að þessar
uppástungur séu alltaf besti kosturinn í hvaða stöðu sem er. Þetta eru hinsvegar
ágætis punktar til að fara eftir ef þú hefur enga ástæðu fyrir því að sleppa því;
með auknum hæfileikum áttu eftir að taka eftir því hvenær og hvenær ekki maður
á að brjóta vissar reglur.


FIMM AXIOM'IN (5 frumreglurnar..)

Hérnu eru fimm (basic, basic, basic…) grunn hæfileikar sem ég tel að sérhver
byrjandi/n00b ætti að byrja á að tileinka sér sæmilega færni í.

1) Vertu síbyggjandi vinnukalla úr aðalhúsinu þínu (Command Center, Hatchery og
Nexus) og nýttu þá í “minerals/gas”. Aldrei hætta ;). Ef þú þarft að raða upp (setja
í “queue”) vinnuköllum, gerðu það, en reyndu að forðast það þar sem það bindur
auðlindir (resources). Þegar þú ert kominn með gasvinnslustöð, settu þá hámark 4
vinnukalla í það nema það sé langt frá aðalhúsinu. Þegar þú svo byggir
aukabækistöðvar (expandar) geturu hirt slatta af vinnuköllunum sem þú hefur
verið að drita út og verið með nokkuð góða nýtingu í báðum bækistöðvunum.

2) Aldrei láta “supply” limitið halda aftur af þér. Byggðu alltaf “supply” nógu
tímanlega svo þú sért ekki að bíða eftir Supply Depot/Pylon/Overlord. Almennt
séð áttu að byggja supply depot eða pylon þegar supply teljarinn þinn sýnir 8,
zerg eru hinsvegar undantekning og eru til nokkrar gerðir af opnunarleikjum fyrir
þá, best er að stela opnunarleik frá einhverjum snillingum, mæli sérstaklega með
rcafe.ru (rússnesk “replay” síða) til að sjá hvernig töffararnir spila ;). Þegar lengra
er liðið á leikinn þarftu hinsvegar að byggja “supply” miklu fyrr þar sem þú ert
vonandi að byggja fleiri kalla.

3) Reyndu að halda peningunum þínum sem næst núllinu og eyddu öllum þeim
pening sem þú safnar. Ef þú átt “barracks”, passaðu að þú sért alltaf að byggja
“marines”. Ef byggingin er að byggja marine og þú átt pening afgangs, byggðu þá
aðra kallabyggingu, reyndu að byggja aðra bækistöð nálægt auðlindum (expanda),
eða “techaðu” (arbiter og carriers eru hátt “tech level”, zeolots og probes eru það
ekki ;)). Bara ekki láta peninginn sitja í bankanum.

4) Reyndu að gera ekki of mikið af varnarbyggingum (cannons/bunkers/turrets/
sunken colonies/spore colonies). Byggðu þær sparlega. T.d. 2-3 “cannon” ættu að
vera nóg fyrir hverja stöð sem þú hefur, notaðu kalla fyrir afganginn af vörnunum
þínum. Ef þú fylgir atriðum 1-3 vel þá ættiru ekki að þurfa að byggja neinar
varnarbyggingar snemma í leiknum. Í hefðbundnum leikjum (recreational á
kannske ekki alveg við hérna finnst mér….) áttu aldrei að hafa varnarbyggingu
sem hluta af þínum opnunarleik, þú þarft ekki á henni að halda. Semsagt, ekki
byrja á að byggja “forge” og “cannons” með Protoss, gerðu frekar “gateway” og
“zeolots”. Ef þú ert að tapa vegna þess að þú fylgir þessum ráðum, spyrðu á
battle.net umræðunum, #starcraft.is irc rásinni eða á hugi.is/blizzard og við
reynum að redda þér ;)

5) Kannaðu snemma. Þú vilt helst nota annaðhvort vinnukall eða “overlord” ef þú
ert Zerg liðið. Þegar “supply” teljarinn þinn les kringum 8 er algengt að senda einn
vinnukall úr “minerals” og út að kanna borðið, ef þú ert óviss hvenær og hvernig
opnunarleik þú átt almennt að taka mæli ég einna helst með að þú horfir á
reyndari spilara sem taka upp leikina sína og senda meðal annars á: rcafe.ru. Svo
er náttlega sterkur leikur að spyrja mig (Blackness/pikachewPPC) eða einhvern
annan töffara :D. Einfaldlega haltu niðri “shift” og smelltu á staði þar sem hægt er
að byrja á.

AÐ LÆRA Á LEIKINN

Ég mæli með þessum atriðum til að þjálfa sig í “StarCraft”, þjálfandi þig frá því að
keppa við tölvustjórnaða andstæðinga upp í lifandi einstaklinga.

1) Gakktu gegnum einmennings borðin (Single Player), allavega Terran hlutann,
þau eru skemmtileg (að mati greinarhöfunds….) og kenna þér margvísleg
undirstöðuatriði. Vertu viss um að tengjast að minnsta kosti einu sinni við
battle.net til þess að uppfæra leikinn upp að nýjustu útgáfu. Ekki hafa of miklar
áhyggjur af herkænskunni þegar þú gengur í gegnum þetta; t.d. þú færð líklega
ekki mikla æfingu í 5 frumreglunum í sumum borðum þar sem peningur er
takmarkaður og þú ert neyddur til að byggja mikið af varnarbyggingum til að lifa
af.

2) Næst, reyndu að spila 1v1 á móti tölvu. Ég mæli helst með einföldum borðum
eins og Lost Temple, Hunters, Hidden Shrine eða Rivalry (Challenger er líka ágætt).
Spilaðu þangað til þú getur unnið tölvuna ítrekað. Haltu þér við eitt lið, ég mæli
með terran þar sem þeir geta lokað sig inni í byrjun leiksins og eiga mjög auðvelt
með að verjast svokölluðum “rushum”, þess háttar spilamennska fer mjög í
taugarnar á byrjendum en er mjög auðvelt að komast framhjá ef þú lærir Terran
opnunarleikinn fyrir hefbundnari borð eins og lost temple.

3) Reyndu síðan að spila 1v1 á móti tölvunni og byggðu engar varnarbyggingar og
æfðu þig þar til þú getur sigrað hana ítrekað. Reyndu einnig að vinna tölvuna á
sem stystum tíma, spilaði agressíft, sendu fyrstu kallana þína í áras þegar þeir eru
tilbúnir, ekki láta neina kalla sitja í aðalstöðinni þinni aðgerðarlausa og vertu þess
í stað í stanslausu stríði. (Er ekki viss hvort þetta gangi upp fyrir öll lið móti öllum
liðum, testið þetta bara).

4) Tengstu netinu og kepptu við raunverulega andstæðinga. Byrjaðu með því að
búa til “1on1 newbies only” leiki og sparkaðu hverjum þeim sem hefur sæmilegan
feril á bak við sig út, eða ekki ef þú vilt endilega láta slátra þér :D. Ef þú tapar,
vistaðu leikinn og horfðu á hann, finndu út hvað andstæðingurinn þinn gerði til að
vinna þig. Reyndu svo að spila svipað og hann á móti næsta andstæðing. Með
þessu móti ertu alltaf að herma eftir þeim sem eru betri en þú. Ef þig vantar
æfingu þá geturu alltaf keppt móti tölvunni og æft þig í að framkvæma
hernaðaráætlunina þína þangað til þú ert öruggur með hana.

5) Ef þú getur ekki tengst netinu (eða ert með sorglega 56k tengingu eins og ég :
D) þá geturu hvort eð er ekkert lesið þessa grein…., en, getur allavega bætt við
fleiri tölvustjórnuðum andstæðingum. 1v2 ætti að vera hægt án þess að nota
varnarbyggingar (ef tölvurnar ráðast ekki báðar í einu og það hjálpar svakalega ef
þú ert í borði með “ramps”, upphækkanir eins og liggja niður frá aðalstöðinni
þinni í hinu klassíska Lost Temple borði, cheesy strött eins og storm og reaver
hopp eru líka svaka stuð :D:D). Ef þú ræður ekki við 1v2 þá geturu einnig búið til
top v bottom leik og farið í 2v3 leik þar sem þú setur eina tölvu með þér í lið.

6) Ef þú hefur nákvæmar spurningar sem hernaðaráætlanir sem þú hefur séð,
sendu fyrirspurnir um þær á hugi.is/blizzard, #starcraft.is, eða battle.net.

TILGÁTAN UM FJÁRMÁL

Leyfið mér að útskýra nokkur af röksemdunum á bak við 5 frumreglurnar. Til að
byrja með, mín heimspeki er sú að fjármála stjórnun sé lykillinn að velgengni í
öllum RTS leikjum (Real Time Strategy) og ætti þar af leiðandi að vera það fyrsta
sem þú lærir að verða góður í. Ef þú getur safnað pening eins hratt og hægt er og
eytt honum eins hratt og hægt er, þá á þér eftir að ganga nokkuð vel og það er
einmitt þessvegna sem að 5 frumreglurnar fjalla um það. Ef á hinn boginn, óvinur
þinn ræðst á og þú deyrð með 1000 “minerals” í bankanum, þá er það tilgangslaus
peningur sem þú hefðir getað eytt í 10 “zeolotta” eða hvað sem er sem hefði getað
hjálpað þér að lifa árasina af. Gerandi vinnukalla stanslaust þýðir að þú ert að
safna pening eins hratt og hægt er. Vinnukallar borga sig upp mjög hratt. Það er
takmark fyrir því hversu marga gagnlega vinnukalla er hægt að hafa, sérstaklega í
minni borðum þar sem einungis einn vinnukall getur verið að “mine'a” í einu, en
ég myndi ekki hafa áhyggjur af því í bili. Flestir byrjendur gleyma að gera
vinnukalla og komast þar af leiðandi aldrei nálægt hámarksnýtingu. Ef að þú ert
uppþembdur af kvikyndunum, þá er það ekkert stórmál þegar litið er til
afþreyjingar af þessu tagi.

Ég tel að það sé einnig langt um mikilvægara að eyða peningunum sínum í hvað
sem er heldur en að eyða tíma í að hugsa um hver sé besta hernaðaráætlunin eða
hermaðurinn til að nota. Við getum talað um ákveðnar hernaðaráætlanir eða
ákveðnar þjóða baráttur seinna meir, en það er þróaðra (kenni þér þetta seinna
Reynir ;)) og er einungis til þess fallið að rugla þig í ríminu. Ég gæti tildæmis kennt
ykkur eina hernaðaráætlun (er ekki til eitthvað annað orð yfir tactics og strats? :P)
sem gæti unnið flesta ykkar byrjendaleiki en það myndi ekki hjálpa ykkur mikið
þegar til lengri tíma er litið. Í staðinn skuluð þið ganga úr skugga um að
peningurinn ykkar sitji ekki í bankanum. Góðir hlutir til að eyða peningnum í eru
t.d.: Fleiri hermenn, fleiri hermanna framleiðandi byggingar, uppfærslur (damage
upgrades fyrir vopn, ef þið einblínið á einhverja tegund hermann fremur en aðra
(sem ég reyndar mæli ekki með) verið þá viss um að uppfæra samsvarandi vopn),
“expansions” (það felur í sér að byggja Command Center, nexus eða hatchery á
svæði nálægt hópi af minerals/gasi).

Fyrir protoss, t.d., þá hefuru leikinn á að byggja slatta af “probes” og byggir
líklega þitt fyrsta “gateway”. Þegar það “gateway” er klárað, byrjaðu að byggja
“zeolots” úr því á meðan þú ert að byggja “probes” og “pylons”. Á einhverju
tímabili áttu eftir að eiga nóg fyrir öðru gateway, assmilator fyrir gas eða
Cybernetics Core fyrir tækni (tech[knowledge]). Skiptir engu máli hvað þú velur,
veldu eitt af þeim og byggðu það. Seinna meir er grundvallaratriðið venjulega:

1) Horfðu kallabyggingarnar þínar, gakktu úr skugga um að þær séu allar að gera
eitthvað (zeolot, goon, carriers, hvað eina).

2) Ef þær eru allar að byggja eitthvað og þú átt ennþá nóg fyrir annarri
kallabyggingu, byggðu hana.

Það er ekki óalgengt fyrir þig í seinni hluta leikja að eiga 10 gateway með þetta að
leiðarljósi, sérstaklega ef þú ert að spila stór borða með mikið af auðlindum.

Sem undirstöðuatriði, reynið að forðast það að raða upp (queue'a) kalla sem
Terran/Protoss, þar sem það bindur upp peninga. Ef þú raðar upp 5 vinnuköllum í
aðalhúsinu þínu þýðir það að 4ja vinnukalla virði af peningum er ekki að nýtast í
neitt af viti. Þetta er 200/0 virði af peningum sem gætu gengið upp í þitt næsta
“barracks” eða hvað sem er einmitt núna. Sem róttækara dæmi, segjum sem svo
að þú hafir eitt “Starport” með 5 “Battlecruisers” röðuðum upp. Fjórir af þeim
battlecruisurum eru bara að binda upp peninga. Þú ættir frekar að hafa 3
“Starport” og byggja einn “Battlecruiser” í hverju þeirra.

Raðir eru þægilegar en hafa sína ókosti. Þegar lengra líður á leikinn er ekki hægt
að búast við því að þú nýtir byggingarnar þínar 100% (nema þú sért b3nni :D) og
þú munt líklega eiga pening afgangs svo raðir eiga ekki eftir að binda peninginn
þinn upp að miklu marki (ha?). En að minnsta kosti þegar lítið er liðið á leikinn,
reyndu að hafa aldrei meira en 2 kalla, ef það, í framleiðslu röðinni þinni.

NJÓSNIR

Þegar þú verður færari og gerir þér betur grein fyrir því hvað þú átt að byggja, þá
verða njósnir mikilvægari. Þú sendir út njósnara snemma útaf tveim ástæðum. Ein
þeirra er: Til þess að læra betur á borðið (eitthvað sem ég mæli með að þú gerir
áður en þú byrjar að spila viðkomandi borð..). Seinni ástæðan er: Til þess að
komast að staðsetningu óvinabækistöðvarinnar og komast að því hvað hann er að
gera af sér, meðal annars hvaða lið hann valdi sér (ef þú varst of steiktur til að
fylgjast með eða hann valdi “random”). Í háþróaðri spilamennsku verða njósnir
mjöööög mikilvægar, þar sem flestar ákvarðanir eru ekki teknar blindandi. Mikil
áhersla er löggð á að komast að því hvað óvinurinn er að gera og taka eigin
hernaðarlegar ákvarðanir byggðar á því.

VARNARBYGGINGAR

Varnarbyggingar eru allar byggingar sem hafa þann eiginleika að geta ráðist á.
Algeng spurning (eflaust aðallega í BNA :)) er: Afhverju ekki að byggja svakalega
mikið af “cannons”? “Cannons” eru frábærir hermenn, þær “detecta” (geta komið
auga á ósýnilega hermenn), skjóta á flug og land, drífa frábærlega langt og
einfaldlega drepa óvini miklu betur heldur en flestir aðrir sambærilega dýrir
Protoss hermenn. “Cannons” eru viljandi hafðar öflugri heldur en hreyfanlegir
hermenn þar sem ókosturinn er sá að þær hreyfast ekki. Þú getur ekki unnið
óvininn þinn með því að hafa vel varða herstöð (hef reyndar gert það, don't ask ;)).
Öflugur andstæðingur mun taka eftir þessu og láta þig vera meðan hann hirðir
afganginn af borðinu. Mundu að á þínu hæfileika stigi hafa peningar gífurleg áhrif
á tap og sigur. Ef óvinurinn þinn hefur tvær bækistöðvar en þú einungis eina, þá
skiptir það engu máli hve vel varin aðalherstöðin þín er, þú munt tapa á endanum.

Því miður hvetja flest einspilunarborð (Single Player) til fjöldaframleiðslu á
varnarbyggingum. Það að byggja varnarbyggingar virkar vel á móti
tölvustjórnuðum andstæðing þar sem hann mun henda í “cannon'in” stanslausum
andstæðingum og þeim mun vera slátrað. Sum einmenningsverkefni eru til að
mynda mjög erfið að vinna án varnarbygginga. Þetta ýtir undir mjög slæma ávana
með tilliti til netspilunar. Talvan er ekki nógu gáfuð til að fatta að hún ætti
einfaldlega að líta framhjá vörnunum þínum. Þú getur byggt slatta af “bunkers” og
“siege tanks” og farið út að borða, þegar þú kemur aftur verður talvan búin að
klára allan peninginn í borðinu og búin með alla hermennina sína. Alvöru
andstæðingar munu hinsvegar ekki gera þetta.

Segjum sem svo að þú byggir 3 “cannon” snemma. Það er frábær vörn og
óvinurinn þinn mun sjá þetta þegar hann njósnar um þig. Þetta eru góðar fréttir
fyrir hann þar sem hann veit að þú ert að eyða peningunum þínum í varnir en ekki
færanlega hermenn svo hann er öruggur frá því að fá áras frá þér. 3 “cannon”
kosta eilítið meira en “Nexus” svo að það þýðir að ef þið eruð báðir að fá peninga
á svipuðum hraða getur hann fyrir sama pening fleygt niður “Nexus” á næsta
minerals stað svo að segja frítt. Nú ertu í rauninni að berjast við tvær bækistöðvar
í stað einnar og þú munt tapa nema fyrir tillstilli einhversskonar kraftaverks.

BORÐ

Ég mun núna fjalla um málefnið borða val, sem viðbótarkafla við svör til ýmissa
álita sem bárust hér að neðan (á náttlega við battle.net forumin). Áætlun mín er
ekki að koma með sterka skoðun sem væri til þess fallin að vekja deilur, en
einungis að deila þekkingu minni til þess að þið getið dregið upplýstar ályktanir.

Það eru almennt séð tvær breiðar skilgreiningar á borðum, svo kölluð venjuleg
borð gegnt peninga borðum. Peninga borða hafa yfirþyrmandi mikið af
auðlindum, svo mikið að þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af því að “expanda” eða
klára peningana. Þetta á við um “zero clutter” borð, big game hunters og “fastest”
borð. Peninga borð einfalda leikinn á svo marga vegu vegna þess að þú getur
einblínt einungis á eina grunn hernaðaráætlun. Og það gerir suma hluta
grundvallarhæfileika erfiðari vegna þess að, til dæmis, það er mun erfiðara að
halda peningnum þínum á núllinu og það er ekki óhefðbundið að fylla supply
teljarann sinn í 200 og eiga ennþá haug af pening. Á hinn boginn þá virðast
peninga borða heiðra hernaðaráætlanir sem eru ekki nothæfar í hefðbundnum
leikjum, svo sem “turtling” (loka sig inni með 1000 cannons) og að “techa” sig
uppí stærri orrustuskip eins og “carriers” og “battlecruisers”.

Ef þú fylgir 5 frumreglunum í þessháttar borðum þá ættiru samt sem áður að hafa
yfirburði (takk #smellur :D) yfir einhvern sem gerir það ekki, t.d. hann byggir
kannske mikið af “cannons”. En, það er miklu auðveldara að vinna með “turtle/
tech” hernaðarbragðinu á byrjendstigi heldur en seinna meir þannig að peninga
borð virðast styðja þessi hernaðarbrögð á því stigi.

Það borð eða sú upplifun sem þú velur þér er að öllu leiti undir þér komið og lang
flestir þeir sem spila “StarCraft” afþreyjingarinnar vegna spila peningaborð því þau
einfalda leikinn það mikið að þeir þurfa ekki að læra sum atriði 5 frumreglnanna.
Mín eina sterka ábending er að þú byrjir með land borð þar sem eyja borð bæta
við heilli vídd erfiðleika og á grunnstigi fela oftast í sér að leggja á minnið
einhversskonar fastákveðið opnunarplan og áras óháð aðstæðunum sem eru fyrir
hendi.

“RUSH”

Einn af pirrandi hlutunum í “StarCraft” eru “rush” varnir. Jafnvel nýliðar geta lært
einhversskonar opnunarleik sem ver þá gegn flestum andstæðingum þar sem
sumar árasir eru auðveldari að framkvæma en verjast. Algeng áras er “zergling
rush” þar sem engir vinnukallar eru byggðir og byggir einungis “Spawning Pool”
snemma í leiknum, þetta er hernaðartækni sem þú annaðhvort vinnur með eða
tapar með en hún virkar oftast gegnum þeim sem taka leikinn ekkert of alvarlega.
Ef þú fylgir frumreglunum 5 þá ættiru að vera vel í stakk búinn til að verjast þess
háttar árasum. Ef það er ráðist á þig þegar þú átt fáa hermenn, notaðu þá
vinnukallana þína sem vörn. Ef það er ráðist á þig og þú átt ekki nógu marga
hermenn, þá er lausnin að byggja aldrei neinar varnarbyggingar. Horfðu á
upptökuna af leiknum og taktu vel eftir hvernig honum tókst að safna upp svona
mörgum hermönnum. Það er líklegt að hann hafi annaðhvort betri stjórn á
peningunum sínum eða fleiri kallabyggingar. Til dæmis, ef þú byggir “Cybernetics
Core” og “Assimilator” fyrir gas og hann byggir tvö “Gateway”, þá er mjög líklegt
að þér verði slátrað með urmul hermanna. Lagaðu einfaldlega til opnunarleikinn
þinn svo að þú “techir” ekki jafn hratt og gerir fleiri hermenn fyrr. Mundu bara,
það er aldrei þörf á að byggja varnarbyggingar í bardögum á afþreyjingar stiginu.
Þú ættir alltaf að geta lagfært opnunarleikinn þinn eða nýtt vinnukallana þína.

HVERNIG ÞÚ GETUR ORÐIÐ EINS OG ÉG (Gunni píkatsjú) =D (hét “Advanced Play” á
frummálinu)

Ef þú vilt læra háþróaðri hernaðartækni mæli é gmeð því að þú fylgist með síðum
eins og WGTour (http://www.wgtour.com/rep.php?datab=broodwar og rcafe.ru).
Fylgstu með hvernig snillingarnir spila, og spurðu spurninga hér [og þar] og við
reddum þér ;).

Niðurstöður

Almennt séð, fylgstu með peningnum þínum og lærðu með því að fylgjast með
óvinum þínum þegar þú tapar. Gangi þér vel!!

“KLÓNUN”

Vegna eftirspurnar kynni ég hér leiðbeiningarnar mínar að “klónun” (nei við erum
ekki að tala um dolly..)

Æji fokk mar, ég meika ekki að þýða fucking meira, fokkið ykkur, kjarri pooky sér
um rest.. gmfg :P
aka: (:XTC:), SuperSonic, Blackness, pikachew, murderess, JennaJameson og margt margt fleira..