Nindala flytur Jamm… Þetta er stutt en ég skal lofa að þetta verður síðasti
hlutinn sem ég sendi inn í greinar, þar sem að áríðandi
tilkynning fylgir með. Ný síða: icyfanfics.tk hefur hafið störf sín,
þó ekki til fulls, en hún er engu að síðu í gangi, ég auglýsi hér
með eftir gagnrýnda fyrir þá síðu. Allavega munu flestir
áhugaspunar sem hér hafa komið fara á þá síðu semog
þessa, allavega, þá auglýsi ég eftir fleirum sem vilja birta
sínar sögur, (um hvað sem er) þar.
Virðingarfyllst, HackSlacka
(vinsamlegast samþykkja þetta sem grein)

Saga Nindölu Diablo II ACT III part V: Áttfætlurnar í myrkrinu og
augað í kistunni.

(KAFLI 1 DRAUMFARIR)

Ég stóð í hofinu…. Sama og ég hafði áður verið í. Hafði komið
hingað áður… Man ekki hvenær,
“Nindala…?”
“Óh Nindala…?”
“Við höfum beðið eftir þér Nindala”
Lík Tiors og Nötölíu horfinn… Ég leit upp: altari. Við enda
hofsins var altari, blóðugt, skreytt kertum.
“Nindala…”
“Komdu nær Nindala…”
“Nindala…”
“Nindala…”
“Nindala…”
Raddir, margar. Hettuklætt fólk við altarið, ég fór nær. Tior!
Natalya! Þau lágu máttlaus á altarinu. Öll blóðug. Einhver stóð
yfir þeim, hann sneri sér við: “NINDALA!”

“AAAAAAAAAAAAAAAH!!!!!!!!!”

“ *stun* *stun*” Ég tók nokkur djúp andköf til að ná andanum
aftur. Ég leit snöggt í kringum mig, svo á magann: Sárið! Eftir
köngulóna! Það var horfið….
Ég leit niður. Ég lá víst á skógarbotninum, ég hrifsaði til mín
einn af köturunum, sem að lá á jörðinni. Ég leit svo djúpt inní
skóginn. Mér leið eins og að eitthvað hefði verið að fara
framhjá.
“Nindala. Er allt í lagi?”
Ég leit upp, Tior og Natalya höfðu staðið yfir mér, þó að ég
hefði ekki tekið eftir því fyrr en fyrst núna. Ég strauk hendinni
yfir andlitið á mér.
“Hva-hvað gerðist?”
spurði ég og tók hina hendina (semað hafði ekki tekið upp
katarinn) útúr innyflunum köngulóar, sem að virtist vera of
dáinn til að biðjast afsökunar á þessu gumsi á hendinni
minni.
“Ein köngulóinn rak þig í gegn…”Sagði Tior
“Við héldum að þú værir dáinn”Greip Natalya frammí fyrir
honum
“Nei, nei. Ég fékk mér bara smá blund, köngulóinn hafði bara
aðeins gleymt sér: Hún átti að syngja vögguvísu.”
Sagði ég og þurkaði alla þessa viðurstyggilegu köngulóar
skreytingar af hendinni minni.
Tior og Natalya glottu, ég stóð upp. Svo gengum við út í rjóðrið
sem að við höfðum komið á auga á áðan.
“Einhver hefur verið dugleg við að spinna.” Sagði Tior og
losaði fótinn úr 30 sentimetra þykkum köngulóarvefi.
“Ég held að þetta hafi verið aðal búseta þeirra.” Sagði Natalya
“Eða bara garður…” Sagði ég og virti fyrir mér djúpa
holu,umvafna köngulóarvef.
“Hvað meinarðu með því?”
Spurði Tior og lamdi eitt lirfuhylki (coocoon) skyldinum sínum
og komst að því sér mikillar ánægju (eins og komið hefur
fram er Tior dauðhræddur við köngulær) að þrjár litlar
köngulær ættu þar búsetu.
“Ég held að köngulærnar eigi heima í þessari holu hérna. Og
þessar sem að við vorum að slátra hafi aðeins verið verðir.”
Sagði ég kramdi einn köngulóarungann sem að hafði sloppið
úr lirfuhylkinu.
“Frábært…” Sagði Tior og ranghvolfdi augunum.

(KAFLI 2 ÁTTFÆTLURNAR Í MYRKRINU)

Við stigum niður í dimma holuna. Tior þurfti að nota heilagt
ljós (holy light) á sverðið sitt (þannig að það leit út eins og
þráðbeinn hálfmáni), bara svo að við gætum séð eitthvað.
Við gengum um í rúmlega hálftíma, og sáum ekkert en annað
en köngulóarvefi og hálftætt fólk sem að hékk uppí loftinu eins
og hangikjöt sem að blæddi.
“En indislegt.” Görn úr einum hangipésanum hafði lentiá öxl
minni.
(Þrusk)
“Heyrðuð þið þetta!?” spurði Natalya
“Já, og það kom úr þessari átt…” sagði Tior og beindi
(glóandi) sverði sínu í átt að hljóðinu.
Ég er ekki nokkurnveginn viss um hvað hefði gerst hefði Tior
ekki gert það… En það sem að gerðist nærst var frekar
óþægilegt.
Um 45 risa köngulær spruttu út úr stórri holu, sem að reyndist
vera miðpunktur þessara þægilegu híbýla. (hefur einhver séð
eightlegged freaks?)
“Yess!” Sagði Tior hálfskjálfandi um leið og hann hljóp
(næstum því afturábak) í köngulærnar.
Ég hafði tekið upp exina og Natalya hafði tekið upp stórt
breiðsverð sem að hún hafði keypt af Hratli. Katar hefðu sko
ekki dugað hér.

Aðeins þrem sekúndum eftir að þær komu fyrst í ljós, höfðu
allar köngulærnar komnið úr holunni, greitt sér, og ráðist á
okkur, með svo miklum tilþrifum, að skjöldur aumingja Tiors
var vafinn utanum hann eins og álpappír. Sem betur fer þá er
Tior ekki allur þar sem að hann er séður og náði, og fleygði
skildinum af sér í afturbúk einnar köngulóarinnar sem var að
þvælast fyrir. Á meðan höfðu köngulærnar náð að okkur
Natölíu.
“Afsakið, þú ert með eitthvað milli tannana…” Sagði ég um leið
og ég rak exina í hausinn á einni köngulónni (á milli tannana)
Natalya hjó lappirnar undan þrem kóngulóm með einu “sóp”
höggi og rak svo sverðið í ennið á einni köngulónni sem
ætlaði að vera sniðug og ráðast á hana aftan frá.
Eftir nokkuð basl tókst að drepa svo hættulega mikið af
köngulóm, að við þyrftum örugglega að forðast
umhverfissinna í nokkur ár, fyrir að koma “Arachinudus
Deathatinus” í útrýmingarhættu, en nú var ekki tími til að
hugleiða það, ég beygði mig frá einni klónni sem hafði komist
hættulega nálægt hálsi mínum…
“HRUAAAAAAAAA!!!!!!”
Ég leit snöggt við, Natalía hafði verið stunginn í gegn af einni
köngulónni. Stór, glansandi kló stóð nú í gegnum hægri
mjöðm hennar.
Ég gaf mér hálft sekúndubrot til að kanna aðstæður, 30
köngulær stóðu í kringum okkur, ég myndi líklega ekki ná til
hennar skaðlaust áður en köngulærnar mundu gera hana að
hentugum málsverði.
Ég ákvað samt að reyna…
Ég hoppaði yfir eina risa-köngulóna og lenti einum metra frá
Natölíu.
Nú var að duga eða að drepast.
Ég rak exina sem að ég hafði rétt í þessu gripið til, virðilega í
hrygginn á einni köngulónni sem að ætlaði að ráðast á mig,
en um leið hafi verið svo kurteis að skilja hrygginn óvarinn.
Ég hljóp svo leiftursnöggt í áttina að Natölíu, teygði hendina
fram…
“GRÆÆAAAAA!!!!!”
Þrír lítrar af súrefnisríku blóði slettist yfir köngulóna hægra
meginn við mig,
Höndin mín hafði var rekin í gegn af sömu könguló og rak í
gegn Natölíu, og hún hafði einnig rekið í gegn á sama stað og
síðast (Djöfullinn, sárið frá fyrri stungum hafði næstum gróið).
Ég virti þessa könguló aðeins fyrir mér, hún var stærri en hinar
og rauð á litin, líklega vegna þess að töfrar hennar lágu í eldi
(ályktun dreginn af hræðilegum bruna og reyk, sem vall úr sári
mínu.)
Ég datt á hnén, sem virtist gerast furðuoft þessa daganna, en
í þetta skiptið leið ekki yfir mig, ég tók upp exina með virku
hendinni og hjó í klónna miðja, sem að brotnaði nánast
samstundis, og úr henni vall eitthvað… Blóð? Nei… Blaðið var
of þykkt of stöðugt fyrir æðar… Þetta var hraun…
Ég leit upp, hinar köngulærnar voru á góðri leið með það að
borða Natölíu…
Alltíeinu datt mér eitt í hug, furðulegt að mér skildi ekki hafa
dottið það í hug áður.
“Tio ….!!!”
Ég komst ekki lengra… Rauða köngulóinn hafði stungið mig
með klónni sem ekki var skemmd, stungan hafði náð rétt 3
sentimetrum fyrir neðan háls minn…
“RAAAAAAAH!!!!!”
Tior kom hoppandi yfir allan köngulóarskarann og rak sverð
sitt af öllu afli í hausinn á rauðu köngulónni, sem að datt
samstundis af.
Ég leyfði mér að detta niður, ég var örmagna.
Þrem mínútum síðar var Tior búinn að drepa allar
köngulærnar og var búinn að gefa mér og Natölíu þrefaldann
skammt af heilsumixtúru Alkors.
“K-k-kominn t-tími ti-il Tior… Heh, hva-að varstu-u a-að gera?
Bursta-a te-tennurnar?”
Hann sendi mér eitt óaðfinnanlegasta hetjubros sitt til að
sýna að það hafði hann ekki verið að gera.
“Þegiðu nú Nindala, mixtúran virkar hægar þegar þú sendir
rusl út með munninum…”
Hann glotti, ég glotti líka.
Ég stóð upp 3 mínútum eftir að ég hefði fengið seyðið, ég
gekk að Natölíu…
Hún lá á grúfi á hörðu, slímugu gólfinu, Hún leit út eins og
notaður nálapúði.
“Þeir voru byrjaðir að borða af henni löppina, svo var mikið
blóð lekið úr henni, þannig að ég þurfti að nota smá heilsu
galdur (healing).
Ég leit á Natölíu, svo á Tior.
“Þá það, mikinn heilsu galdur…”
Natalía rankaði við sér 6 löngum mínútum síðar, við héldum
áfram inní köngulóarholuna.

Köngulóarholan var full af hálfrotnu fólki sem var fast í vefjum,
ásamt því var nokkuð um brynjur, hjálma og vopn, einnig stóð
þar ryðguð kista…
Ég tók til mín einn boga og nokkrar örvar, ásamt pari af
hönskum stígvélum og brynju.
Eftir að við höfðum tekið það sem við gátum af góssi, ákvað
ég að kíkja í kistuna.
Kistan leit út eins og nokkrir gamlir viðardrumbar, sem
einhver hafði haft fyrir því að klastra saman með límbandi…
Gamall lásinn datt af um leið og hann var snertur, eins og
hann væri ólmur í að komast burt af þessari viðarhrúgu, við
litum oní…
Auga! Það var ekkert í þessari kistu nema eldgamalt auga,
sem að virtist ekkert hafi komist áleiðis með það hefbundna
verk að rotna. Ég tók það upp, það var ekki einu sinni þurrt.
“En, indælt…” Sagði Tior með miklum ógeðissvip stimplaðan
á smettið.
“Komum okkur nú héðan, mig líkar ekki beint við þennan stað”
Að þeim orðum mæltum opnaðist Þorpshlið (town portal). Við
hugsuðum okkur ekki tvisvar um áður en við stigum í gegnum
það…
———–To Be Continued———–
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi