Eins og mörg ykkar vita þá hefur Blizzard verið að alpha prófa World of WarCraft, nýjasta leik sinn, sem von er á innan næstu tjah, 18 mánaða eða svo. Þessar alpha prófanir hafa farið fram á skrifstofum Blizzard Entertainment ásamt því að fjölskyldumeðlimir starfsmanna hafa fengið að taka þátt í þessu. Fyrir nokkrum vikum var fleiri prófurum bætt við til þess að flýta fyrir verkinu. Því miður varð þetta til þess ókláraður leikurinn lak út á netið. Þá kemur að kjarna málsins:

Umræður um þetta stolna eintak eru HARÐBANNAÐAR, hvort sem það er hér á Huga, #WoW.is á irc.ircnet.is, sem er aðalrás leiksins innan um íslenska samfélagið, eða nokkurs staðar annars staðar. Blizzard munu beita sér fyrir því að finna út hvernig lekinn varð og verður sökudólgum stefnt fyrir dómara, líklega ásamt þeim sem hafa hjálpað við að dreifa þessu prufueintaki.
En já, allar umræður um þetta stolna eintak hér á eintak, hvernig það er hægt að nálgast það (jafnvel basískar upplýsingar, t.d. með hvaða leiðum hægt er að nálgast prufuna, eru harðbannaðar). Póstum um þetta efni verður eytt og ef brot á þessu er í grófari kantinum verður viðkomandi notandi bannaður umsvifalaust.

Annars er það í fréttum að það verður hægt að skrá sig í betaprófanir á leiknum í lok mánaðarins. Lítið hefur þó verið sagt hvort það verði bara eitt skráningartímabil eða fleiri, svo það verður að koma í ljós hvort Evrópubúar þurfi eitthvað að bíða eða geti skráð sig strax. Hitt er þó vitað að Evrópa verður ekki með í fyrsta stigi betunnar, bara Bandaríkin, Kanada og Suður-Kórea.

Auk þess voru Blizzard að uppfæra myndaalbúmið sitt. Fyrir nokkrum vikum birtu þeir tvær myndir úr skrifstofum þeirra í Kaliforníu, og nú hafa þrjú í viðbót bæst við. Myndirnar má skoða <a href="http://www.blizzard.com/inblizz/photos.shtml">h ér</a>

Með kveðju,
Vilhelm