Sinar, Ikum og Tofal

Þegar þau gengu yfir hólana sáu þau þrjá nokkuð hávaxna menn sitja í kringum varðeld og tala saman, Þegar þau komu nær þá sá einn mannanna þau og kallaði á þau. Þegar þau komu nær þá kynntu þeir sig sá sem var næst þeim sagðist heita Sinar On og sá á hægri hönd Sinar hét Ikum On en sá seinasti sagðist heita Tofal Se, þegar Amon heyrði þetta kynnti hann sig og sagðist heita Amon Se og að þetta væri hin skapbráða Okira og benti á Okiru, Okira hrinti honum þannig að hann datt næstum á eldinn og kynnti sig sjálf. Þar sem Amon var hálfur villimaður þá var sjálfsagt að hann væri með tveggja stafa eftirnafn eins ogallir villimennirnir voru með og allar fjölskyldur höfðu sitt eigið, en höfðingjafjölskyldunar voru undantekning og voru með þriggja eða fjögurra stafa eftirnafn, þannig að Amon og Tofal voru því bræður. Eftir nokkura mínútna spjall þá komust Amon og Okira að því að þetta væri útvarðar sveit frá fjallaborginni Harrogath á leið til baka. En þegar þau öll voru að leggja af stað þá heyrðu þau öskur sem var með örugglega ekki mennskt svo að þau griðu til vopna Amon reif krystals sverðið sitt úr töskunni og henti til Okiru en tók sjálfur exina hinir voru vel vopnaðir sjálfir en þeir voru allir vopnaðir tveimur breiðsverðum og ráku upp stríðsöskur og ruku yfir hæðina Amon og Okira fylgdu þeim. Þegar þau komu yfir hæðina sáu þau að þarna voru að minnsta kosti tuttugu litlar rauðar verur. Amon og Okira sameinuðust í galdri og sendu gríðarstóra eldkúla búna til úr sjóðandi hrauni, kúlan splundraði hópnum og um það bil helmingurinn dó en hinir sem eftir lifðu reyndu að fjlýja en Sinar og Tofal stukku inn í hópinn og hvor um sig drap tvo þegar þeir lentu en Ikum hljóp á eftir þeim og drap hvern á eftir öðrum þannig að aðeins þremur tókst að flýja. Eftir orustuna spurði Amon hina hvað þetta hefði verið Ikum svaraði: “þetta voru Fallnir, það eru djöflar sem ferðast í hópum en standast ekki mikið álag og flýja um leið og einn í hópnum er drepinn”.
“djöflar?” spurði Okira, Tofal svaraði “já” og það leið yfir Okiru.
Amon hljóp og rétt tókst að grípa hana áður en hún skall með höfuðið á oddhvassan stein sem hefði hæglega getað drepið hana og lagði hana varlega niður á jörðina. Þegar hann snéri sér við þá sá hann hvar hinir voru að safna saman djöfla líkunum, hann ákvað að hjálpa þeim. Eftir að öll líkin voru komin saman þá byrjaði Tofal að skera opið höfuðið á þeim en hinir tóku höfuðkúpuna út og tóku heilan varlega úr henni. Þeir buðu Amon að hjálpa þeim en hann spurði hvað þeir væru að gera. Þeir sögðust vera að hreinsa höfuðkúpurnar úr djöflunum til að búa til sigurtákn. Þegar Amon heyrði þetta þá hryllti hann sig hann gat ekki hugsað til þess að einhverjir væru svo grimmir að vanhelga lik annara vera jafnvel þó það væru djöflar.
Okira reyndi að opna augun en gat það ekki, hún reyndi að kalla á hjálp en varir hennar vildu ekki hlýða henni. Hún fann að hún lá á einhverju mjúku, mjög líklega dýrafeldi, hún var á ferð, hún bæði fann hristinginn í einhverskonar vagni sem hún lá í og heyrði hófahljóðið í hestunum. Hún afréð að reyna að sofna.
Hún vaknaði við það að einhver var að hrista hana, hún opnaði augun og spurði “hvar er ég?”
Þú ert um borði í vagni á leið til Harrogath svaraði Amon sem sat við hliðina á henni. Hún reys upp og spurði hvað er ég búin að sofa lengi.
Tvo daga svaraði hann.
Engin furða að ég er svona svöng, geturðu rétt mér smá brauðbita spurði hún og brosti veiklulega.
Eftir nokkura daga för þá tóku þau eftir því að jörðin framundan var dökkgrá. Þau stöðvuðu vagninn og stigu út, Sinar begði sig niður tók upp smá mold og lykaði af henni “þetta er aska” sagði hann.
Aska það getur ekki, þetta er eyðimörk það er ekki nógu mikið af eldiviði hérna til þess að brenna svona stórt svæði.
Kannski var kveikt í steinunum sagði Okira með hæðnisglotti.
En eitt er víst við verðum að drífa okkur til Harrogath til að láta öldungana vita af þessu sagði Sinar.
Þau stukku upp í vagninn en í þann mund sem þau ætluðu að fara að leggja af stað þá sá Amon eitthvað og sagði “bíðið hvað er er þetta?”
Virðast vera brunarústir af einhverju, við ættum að líta á þetta sagði Ikum.
Þegar þau komu að rústonum þá virtist þetta vera vagn, eða það sem eftir var af honum, hliðina á vagninum lá tvö hræ sem virtust vera af hrossum, þau voru tætt í sundur og á öðru þeirra sáust meira að segja tannaför djúpt ofan í beinin.
Komið og sjáið þetta, þetta er alveg óbrunnið kallaði Tofal. Hann hélt á brúnum kufli.
Það er ekki einu sinni aska á þessu, hvernig má það vera sagði Amon með spurnartóni.
Skyndilega varð allt dimmt og það kviknaði í brunarústum vagnsins. Þau sáu verur nálgast þau úr öllum áttum, allt í einu steig ein veran fram í ljósið frá eldinum. Þetta virtist vera samblanda af nauti og manni fyrir utan það að það var blóðrautt. Þau gripu til vopna. Þau voru imkryngd tylft skepna sem engin maður hafði áður séð. Veran sem hafði var næst þeim virtist vera heilluð af glampanum frá krystalblaðinu í sverði Amons og fór sér of óðslega þannig að Okira sá þarna tækifæri stökk á bak verunat og rak rýting sem hún hafði meðferðis inn á milli herðablaðanna á skepnunni, hún datt niður og hinar urðu greinileega ráðvilltar þegar ein þeirra hafði verið drepin svona auðveldlega. En hún var ekki dauð, hún greip í öklan á Okiru og hennti henni í klett af svo miklu afli að kletturinn splundraðist. Þegar Amon sá þetta þá rauk hann í æðiskasti að skepnunni með krystals sverðið í annari hendi en exina í hinni og ætlaði sér að drepa hana en skyndilega stigu tvær aðrar skepnur í veg fyrir hann. Hann hjó að annari með exinni svo fast að veran fór í tvennt en þegar hann ætlaði að drepa hina þá var hún búin að taka upp gaddakylfi og vafði henni utan um sverðið og kippti því af honum og tók það sjálf , Amon stóð þarna reyðubúinn að deyja þegar hann mundi allt í einu eftir littla hamrinum sem hann var með í beltinu og rétt tókst að víkja sér undan banvænu hökki frá skepnunni. Hann reyf upp hamarinn og negldi honum í barka verunar þannig að hann rifnaði úr, en í dauðakippunum tókst henni einhvern veginn að reka sverðið í bakið á Amon, inn í annað lungað og mölbrjóta nokkur rifbein eftir að hann hafði snúið sér við til að gæta að Okiru.
Sinar, Ikum og Tofal vegnaði ágætlega í orustunni og saman höfu þeir drepið fjórar verur, en þegar Tofal heyrði Amon öskra af sársauka þá sneri hann sér við til að athuga hvað væri að en á sama augnabliki og hann sneri sér við þá heyrði hann annað öskur bak við sig sneri höfðinu og það síðasta sem hann sá var járnkúla á fleygiferð í átt að andlitinu á honum. Sinar og Ikum drápu fjóra til viðbótar en þegar þeir snéru sér að tveim síðustu þá var nnar þeirra kominn með exina hans Amons og byrjaður að sveifla henni í átt að Sinar en honum tókst að beygja sig en öxin fór þá bara í staðin í bróður hann Ikum og tók af honum höfuðið. Þegar Sinarr sá þetta þá stökk hann upp og rak sitthvort breiðsverðið í gegnum bringuna á þeim. Hann kipti sverðunum úr þeim og hljóp til Amons sem var að reyna að skríða að Okiru. Hann sá sverðið sem stóð í honum og kippti því úr, hann rétti honum flösku með einhverjum rauðum vökva í og sagði við Amon: “drekktu þetta, það læknar sárin”.Amon drakk þetta og sárið byrjaði að gróa mjög hratt var horfið eftir nokkrar sekúndur. Amon reis upp og leit í kringum sig, Sinar sagði: “þau eru öll dauð við erum þeir einu sem erum eftir á lífi” Eftir að hafa safnað saman öllum vopnunum þá drógu þeir lík einnar verunnar upp á vagninn sem þeir höfðu ferðast í og eftir að hafa grafið félaga sína þá lögðu þeir aftur af stað til Harrogath.
<Blank>