Bara var ykkur við þessi saga er ekki svona venjuleg diblo 2 saga semsagt úr leiknum og questonum og svo munu vera nokkur vopn, galdrar og þannig lagað sem eru ekki í leiknum í sögunum.


Upphafið

Amon Se vaknaði við skelflegan bjölluhljóm og hélt að það hefði verið gerð árás á borgina, en sem betur fer var þetta bara vinkona hans Okina að vekja hann með gríðarlega háværri bjöllu.
Hvað er að þér Okina má maður ekki einu sinni sofa hérna í friði ég hélt að það hefði verið ráðist á Irkun öskraði Amon og leit út um gluggann. Hann hugsaði hvað er að henni sólin er ekki einu sinni komin upp.
Hann róaði sig og spurði hana hvað hún vildi svona snemma dags.
Hún svaraði að öldungarnir hefðu kallað þau á fund sinn og að þau ættu að mæta í hofið eftir tíu mínútur.
Hva hva hvað meinarðu spurði Amon.
Okina endurtók það sem hún hafði sagt. Amon Se var stoltur yfir því að vera að fara að hitta öldungana því að aðeins fáir fengu að hitta þá.
Þegar Amon og Okina gengu inn í hofið þá voru þau í sínum bestu feldum og með allskonar skraut bæði á sér og á fötunum sínum. Þegar þau gengu inn í salinn þar sem öldungarnir voru frusu þau . Öldungarnir voru sjö talsins og sátu við borð sem var í laginu eins og hálfhringur og á miðju gólfinu var lítið kringlótt borð með rauðum púða og tveimur hringjum úr hvítasilfri, Veggirnir voru skreyttir gulli og vínviði. Þetta var freumur stór salur en lítið pláss í honum vegna sjötíu og tveggja gull stytta í manns stærð, þetta voru styttur af bestu stríðs mönnum drúíðana, þetta voru kempur sem allar höfðu verið kallaðar í áheyrn hjá öldungunum eins og Amon og Okina voru núna. Öldungurinn sem sat fyrir miðju borðinu hóf raust sína: vitið þið af hverju þið hafið verið kölluð hingað? Hvorugt þeirra kom upp orði af því að alvöru öldungar hafði talað við þau svo að þau hristu bara höfuðið. Þið hafið verið send hingað sagði öldungur sem sat lengst til vinstri,
vegna þess að sagði öldungur sem sat hægra megin vð miðjuna ,og þannig gekk þetta á milli öldunganna og þeir töluðu sem ein persóna, hinir fornu bræður okkar villimennirnir sem lifa í fjöllunum í norðri þurfa á okkar hjálp að halda við vitum ekki hvers vegna og þess vegna sendum við bara ykkur tvö til að byrja með og þið eigið að komast að því hvað er að hjá þeim og láta okkur vita ef þetta er eitthvað alvarlegt, þið megið fara.
Þegar þau gengu út úr hofinu þá voru þau í nokkurs konar leiðslu.
Þegar Amon Se var kominn heim til sín þá byrjaði hann undir eins að pakka fyrir ferðina hann tók fram risastóra kistu og setti föt og aðrar nauðþurftir ofan í hana en hann átti í vandræðum með að velja vopn sem hann ætti að taka með en á endanum valdi hann eitt krystals sverð, eina risastóra tvíeggja exi og lítinn hamar í leður ól.
Rétt áður en þau stigu um borð í vagninn sem átti að flytja þau, þá hljóp maður að þeim og rétti þeim hringana sem voru hjá öldungunum. Hann sagði við þau öldungarnir hefðu sagt honum að segja þeim: “ ef þið berið þessa hringi þá mun ekkert illt geta skaðað ykkur en bara svo lengi sem þið eruð saman því að hringirnir virka bara ef þeir eru hafðir á tveimur persónum og þær eru nálægt hvorri annarri”.
Núna voru þau tilbúin til að leggja af stað.
<Blank>