Jæja, þar sem ég hef verið með mína slæmu daga og góðu daga gagnvart ykkur, þá hef ég ákveðið að aðstoða ykkur aðeins(Áhugaspunarmenn) við uppbyggingu og fleira.


1.

Þið verðið að passa þessa punkta, þeir geta orðið frekar pirrandi.

“Hvað er þetta…” Sagði Óli…
“Þetta er forn Jaðe stytta….” svaraði Palli í snöggu bragði, eins og lítið barn sem var að fá nýtt dót…
“Og hvað, er hún eitthvað sérstök?…” spurði Óli með kaldhæðni í röddini eins og venjulega…
“Þú gætir selt hana fyrir tíu þúsund gullpeninga…” Sagði Palli og hló…

Skiljiði hvað ég meina? Þessu er beint til Hackslacka svona mestmegnis.

2.

Ekki koma með þetta í algerum runum, verðið að passa uppsetningu, bil á milli lína, og vita hvenær þið eigið að ýta á enter, lesið uppi en sleppið punktunum.

Hérna tek ég dæmi

Þið þurfið að fara á stað sem nefnist hellir ilskurnar, og berjast þar við uppvakning sem Stjórnar auðninni fyrir utan Virkið.” “En passsið ykkur því ég hef tapað mörgum skyttum á þessum stað.”
“Hvar er þessi staður svo sem.” Spyr Pyro. “Hann lítur út fyrir að vera í auðninni fyrir utan búðirnar.” Svara Akara “Hann einkennist af flaggi stendur hér.” “Er það alt og sumt.” “Það lítur út fyrir það.” “En hvar er þessi Aliza átti hún ekki að koma með okkur.”Spyr Kinky. “Nei ekki fyrr en við höfum sannað okkur.” Segir Hokki þá. “Jæja leggjum þá af stað.”
(Copy úr sögu Pyros, hluta 1)

En svona væri ágæt uppsetning.

“Þið þurfið að fara á stað sem nefnist hellir ilskurnar, og berjast þar við uppvakning sem Stjórnar auðninni fyrir utan Virkið.”
“En passsið ykkur því ég hef tapað mörgum skyttum á þessum stað.”
“Hvar er þessi staður svo sem.” Spyr Pyro.
“Hann lítur út fyrir að vera í auðninni fyrir utan búðirnar.” Svarar Akara
“Hann einkennist af flaggi stendur hér.”
“Er það alt og sumt.”
“Það lítur út fyrir það.”
“En hvar er þessi Aliza átti hún ekki að koma með okkur.”Spyr Kinky.
“Nei ekki fyrr en við höfum sannað okkur.” Segir Hokki þá.
“Jæja leggjum þá af stað.”

Í þessu c/p frá Pyro, þá nennti ég ekki að laga stafsetningar villur, og endilega passið það að það komi fram hver er að segja hvað, getur verið svolítið ruglandi eins og þarna.
Alveg sama um þessar afsakanir hjá ykkur,
”Forritið fór í fokk“
”Þetta kemur svona inn úr word" laga það samt!
Ég veit að þetta gæti orðið lengra í útliti, með því að dragast svona niður en samt

3.

Stafsetning, nuff said… ENDILEGA farið vel yfir allt áður en þið sendið þetta inn. Alveg niðurdrepandi að lesa texta með stafsetningu á við 6 ára krakka.


Látið mig endilega vita ef það vantar eitthvað meira þarna sem ég ætti að reyna gefa tips um, gangi ykkur vel strákar mínir.

Fury.
(\_/)