Jejj hér er kominn 4 hluti. eg sendi hann inn með fyrir vara um stafsetningarvillur. Ég biðst einnig velvirðingar á því að eg sameinaði 4 og 5 hluta því þeir voru of stuttir. svo vona eg að geta sent inn síðasta hluta í Act1 fyrir jól og lofa eg þar góðum kafla þar sem kept verður við anderiel.


Act1 Part 4 of 6

Þegar þeir Cain komu aftur í virkið sátu félagar Pyro í kringum eldinn og átu Grillaðan kjúkling. Þegar þau sáu Pyro og Cain ruku þau upp og til þeirra. “það var mikið”, “loksins” “blessaður Cain “, “hvar er Hokki!”
Spurningarnar flæddu úr öllum áttum til þeirra Cains og Pyro og Cain gerði sitt besta til að svara þeim, en Pyro ýtti öllum frá sér og fór þungum skrefum að eldinum og settist þar niður. “Hvað er að honum”. Spurði Tyson áhyggju fullur.
Cain sagði þeim nú hvað gerst hafði allt frá því þegar Griswold var nánast búinn að drepa Pyro, að partinum þar sem Hokki dó. Þar stoppaði hann og leit til Pyro. “Hokki lifði þetta ekki af hann lést við að bjarga lífi félaga síns.” Sagði Cain álútur. “ég samhryggist ykkur öllum.” Það var grafar þögn í búðunum. Meira að segja hænurnar sem yfirleitt görguðu útum allt þögðu.
Þá fór að rigna.
Regnið dundi á brynju Kinky þegar hún labbaði til Pyro. “Cain sagði okkur hvað gerðist.” “Það var ekkert sem þú gast gert.” Sagði Kinky Samúðarfull. Pyro þagði og labbaði að svefn tjaldinu sem var orðið renn blautt. Hann fór úr brynjunni, lagði frá sér sverðið og lagðist í ragt hengirúmmið. Hann hugsaði, “Ég verð að klára þetta, má ekki brotna saman núna.” Útfrá þessum hugsunum sofnaði hann. Félagar hans sátu langt fram eftir kvöldi við eldinn og töluðu við Cain. Hann sagði þeim frá Stað eikurstaðar í óbyggðunum sem kallaðist Gleymdi Turninn. Sá staður átti að geyma rosalega fjarsjóði sem gætu nægt þeim fyrir nýjum Brynjum og vopnum. “Hvað er að vopnunum okkar” Sagði Kinky og tók fram Bogann sinn og spennti, Strengurinn slitnaði eins og þunnur silkiþráður. Kinky horfði vandræðaleg í kringum sig og sagði svo. “Hvar sagðir þú að þessi turn væri.” Cain var skemmt hann var að komast í kynni við venjulegt fólk ífyrsta skipti í rúm 2 ár. Hann er eikurstaðar í miðjum Svörtumýrum. “Mýri ég kann illa við það orð.” Sagði Tyson og tók stórann bita af kjúklingi. “Er ekkert hættulegt að fara út í mýrina”. Sagði Kinky áhugasöm, eða allavega hún lét líta út fyrir það.
Um nóttina vaknaði Pyro við Hrikalega martröð. Hann hafði dreymt lokabardagann við Diablo. Hann stóð aleinn, á móti þessum risastóra djöfli. Þá sá hann uppvakning nálgast sig og þegar Pyro horfði í augun á honum, sá hann að þetta var Hokki!!

Pyro labbaði út og hitti þar sölumanninn Cheed. Hann sat fyrir framan vagninn sinn og horfði upp í himininn með pípu í munnvikinu. “Þær eru fallegar.” “Hverjar.” Sagði Pyro og leit í kringum sig. Það var enginn annar á svæðinu. “Nú stjörnurnar auðvitað.” “Já þær” Sagði Pyro áhugalaus en leit samt upp. Stjörnurnar glóðu virkilega fallegar og Pyro gat ekki annað en hugsað jákvætt. Það varði þó ekki nema um stund því Cheed þurfti endilega að mynnast á Hokka.
“Ég frétti af því sem gerðist fyrir félaga þinn Hokka.” Pyro náði að slíta sig frá stjörnunum sem höfðu náð að róa hann heilmikið og svaraði. “Já það er víst það sem Cain segir bregst ekki.” “Ég samhryggist.” Sagði Cheed samúðarfullur. Pyro var búinn að fá nóg af svona vorkunnar tónum og fór aftur í rúmmið.
Daginn eftir Vaknaði Kinky fyrst og fór og keypti sér nýjan boga þar sem strengurinn í gamla hafði slitnað. Hún beið svo eftir að hin myndu vakna og þá ætluðu þau yfir í svörtu mýri.

Þegar allir voru vaknaðir var komin sól yfir virkinu eitthvað af börnum voru úti að leika sér og fólk talaði saman glaðlega það var eins og þungri hulu væri lyft af Virkinu, þar sem að Tristram var sigrað var langt í að djöflar gætu komið að Virkiunu svo að það var talið fullkomlega hættulaust að fara útfyrir virkisveggina. “Hvað segi þið, eigum við að ná okkur í þennan fjársjóð sem talað er um að sé í gleymda turninum.” Sagði Kinky eftirvæntingar full. “Já býst við því, við þurfum sannarlega á peningunum að halda.” Sagði Tyson. “Þá er það ákveðið, við leggjum af stað eftir nákvæmlega einn klukkutíma.”

Klukkutíma seinna lögðu þau af stað í leit að turninum. Lítill hópur púka réðst á þau en Galíka eyddi þeim með lítilli ís-höggbylgju. “Það er ekki mikið eftir af djöflum hérna nálægt virkinu.” Sagði Kinky og leit í kringum sig. “Nei en af hverju notuðum við ekki vegpunktinn til að komast sem næst?” spurði Tyson. “Því að Svartamýri er í aðra átt.” Svaraði Pyro frekar óþolinmóður. “Svo held ég að okkur veiti ekkert af því að labba smávegis.” Sagði Pyro ákveðinn. Í rauninni var hann bara að reyna að komast hjá því að fara framhjá steinunum sem leiddu að Tristram, en þangað vildi hann aldrei aftur fara.
Þau héldu nú ferð sinni áfram og eftir því sem lengra dró fjölgaði djöflunum. “Ó nei” Stundi Galíka upp “Hvað?” spurði Kinky og leit í áttina sem Galíka benti… Yettar. Pyro sá þetta líka og Kallaði á alla að fara í bardagastöðu þegar hann sá að yettarnir snéru í átt til þeirra. Það glitti í eld í augum Pyros. Hann ætlaði að setja allt hatrið sem hann átti til í að murka lífið úr þessum skepnum.

Mynd af Hokka laust í huga Pyro þegar hann Hjó í fyrsta yettinn og klauf hann yettinn í sundur í miðju eldurinn í augum Pyro var orðinn verulega skær og þegar Hann fékk verulega sterkt högg aftan á skallann hefði hann getað drepið einhvern með augnaráðnu einu. Pyro þaut í áttina að yettanum sem hafði barið hann í hausinn og hjó af honum hausinn.
Á meðan áttu Kinky, Galíka og Tyson í stökustu vandræðum með tvo sem reyndu að komast að þeim. Einn þeim var með tvær örvar í bringunni og hinn var hálf frosinn. Tyson lagði nú öfluga bölvun yfir allt svæðið. Yettarnir urðu nú frekar ringlaðir og byrjuðu að lemja hvorn annan í hausinn.
Þetta var frekar fáránleg sjón þeir féllu þó á endanum niður rotaðir og þá notaði Kinky tækifærið og setti ör í hjartað þeirra.

Þegar þau komu að mýrinni blasti ófögur sjón allt var fullt af beinagrindum sem höfðu líklega verið hermenn Virkisins hér áður fyrr. Það var ekki jafn mikið að djöfla beinagrindum en samt slatti. “Það er enginn smá fnykur hérna.” Sagði Galíka með viðbjóði og greip fyrir nefið. “Jamm pottþétt Diablo hefur farið hér um.” Svaraði Pyro. “Við skulum hvíla okkur hér og fá okkur að borða.” Sagði Kinky og tók upp brauð sem Akara hafði bakað fyrir þau. “Umm þetta er ekki svo slæmt” Sagði Tyson og tróð í sig. “Já hreint ekki slæmt” svaraði Kinky og reif í sig stórann bita. Pyro sat þögull og borðaði brauðið sitt rólega. Hann hafði breyst mikið eftir dauða Hokka, hann var orðinn lokaðri og sona lokaðri.

Þegar þau höfðu klárað brauðið sitt lögðu þau aftur á stað í gegnum mýrina. Þau káluðu nokkrum djöflum á leiðinni og þegar þau voru búin að ganga í svona þrá tíma blasti við þeim risastórar rústir af… Gleymda Turninum.

Þegar þau komu inní turni kom á móti þeim versti fnykur sem til er, brunnin og rotin lík. Þau fóru niður stiga sem virtist ekkert sérlega traustur og þó. Þegar niður var komið blasti við þeim stór salur fullur af djöflum og öðrum dýrum sem virtust ekki nógu vinaleg. Djöflarnir gerðu allir árás á þau í einu en vörn félaganna var sterk og þau náðu að brjóta sig í gegnum þessa hrúgu af óvinum. Þau lokuðu hurðinni á eftir sér og hlupu niður á næstu hæð. Þar var andstæðan ekki næstum jafn sterk. Svo sex hæðum neðar komu þau í sal sem var alveg tómur. En það voru fjórar hurðir á honum. Þau ákváðu að fara innum þá fyrstu og þar var fullt herbergi af peningum og vopnum Pyro fann nýtt sverð sem var lengra og beittara en það gamla. Galíka fann lengri og sterkbyggðari staf. Tyson og Kinky fundu brynju og svo var fullt fullt af peningum.

Þau fóru inní næsta herbergi en þar tóku á móti þeim þrír litlir djöflar. Þeir féllu allir með ör í ennið. Inní þessu herbergi var önnur hurð en hún var opin. Þegar þau komu upp að henni kviknaði eldur sem fyllti uppí hurðaropið. Pyro stökk fyrstur í gegn og þegar hin heyrðu sverðsglymrið stukku þau á eftir.
Þau komu að Pyro þar sem verið var að berja hann í klessu. Já þarna voru átta fyrrverandi skyttur sem vopnaðar voru kylfum. Ein þeirra var svona græn glansandi og barði hún af öllu afli hnéskel Pyro svo hún mölbrotnaði. Annað högg beint í hina skelina og hún klofnaði í sundur.
“Hjálp”, var það síðasta sem Tyson, Kinky og Galíka heyrðu áður en ap Pyro hneig niður. Öll sem eitt gerðu þau árás til að bjarga Pyro frá bráðum dauða og þegar bara þessi glansandi var eftir Pyro kastaði máttlaus sverðinu í mjöðmina á henni og í gegn, en það var ekki nóg. Hún gekk að honum og bjó sig undir loka höggið en banvæn ör beint í hnakka hennar drap hana. “Með ástarkveðju frá Kinky.” Sagði Kinky og sendi dauðri skyttunni fingurkoss, glotti svo við og fór með heilsumixtúru til Pyro. “Drekktu þetta og þá verður í lagi með þig.” Pyro drakk þetta en fann svo stingandi verk í báðum hnjánum og öðrum sködduðum líkamshlutum. Þrem mínútum síðar stóð hann upp tók upp skjal með hliðsþulunni og opnaði það.
Þegar þau birtust í virkinu kom Charsi hlaupandi á móti þeim. Charsi sem var málmsmiðurinn í Virkinu leit út fyrir að vera með eitthvað mikilvægt að segja.

“Ég er með verkefni handa ykkur” Sagði hún og sagði þeim frá hamri sem hún hafði gleymt þegar hún flýði klaustrið.

Þessi Hamar getur gert öll vopn eða brynjur sterkari eða öflugri.
“Svo það sem við þurfum að gera er að sækja þennan hamar og þá getur gert vopnin okkar sterkari.” Sagði Kinky með efasemd. “Já það er það eina, nema það er vörður sem ver hann.” “Auðvitað það getur aldrei neitt verið einfalt”, sagði Kinky með uppgjöf. Smith hann er öflugur háttsettur púki svo passið ykkur á honum.” Sagði Charsi. “Svo hvað segi þið.” “Ég segi kílum á það.” Sagði Tyson og lyfti sprota sínu upp. “jamm ég líka”. Sagði Galíka og setti staf sinn með Sprota Tysons. “hvað með ykkur. “Altílagi” Svaraði Kinky og setti ör við sprotann og stafinn. “Hvað með þig Pyro.” Hvað og sleppa kvöldmat ég held nú síður.” Svaraði Pyro með hroka. “við getum tekið með okkur eitthvað af þessu yndislega brauði. Pyro setti sverð sitt hjá hinum vopnunum og glotti. “ánægð.” “Þetta er hættulegt og ekki á mína ábyrgð það var nákvæmlega svona púki sem drap Hokka. Þetta var í fyrsta skipti frá dauða Hokka sem hann nefndi hann á nafn.

“Altílagi leggjum þá í hann.” Sagði Tyson með eftirvæntingu. “við getum notað hliðið sem liggur inní turninn það er styttra.” Sagði Galíka og lagði af staða að hliðinu, hin fylgdu á eftir. Þegar þau voru komu aftur inní turninn sáu þau að þar sem lík skyttunnar hafði verið var nú bara stó kista full af gull peningum þau tæmdu kistuna og lögðu í hann. Þau komu að salnum þar sem þau höfðu skilið eftir þúsund lítilla djöfla og opnuðu salurinn var tómur. Það leit útfyrir að þegar skyttan dó höfðu allir djöflar í turninum sem var meira hola þar sem hann var á þúsund hæðum niður á við, dáið. “jæja þetta var auðvelt”. Sagði Kinky og brosti útí annað.

Þegar þau komu útúr turninum virtist fnykurinn í mýrinni bara eins og ferskt loft miðaðvið fnykinn sem var inní turninum. Þau löbbuðu eftir stíg sem leiddi inná hálendið.
Á hálendinu tóku þau eftir því að djöflarnir voru árásarfengnari og öflugari, það þurfti til dæmis tvær örvar í stað einnar til að stúta sumum þessara minnstu. Litlar skringilegar leðurblökur sveimuðu í loftinu og drápu alla þá fugla sem reyndu að fljúga yfir svæðið. Það fór hrollur um Pyro. “Eitthvað hefur farið hér nílega m og það miður gott.” “Já eitthvað stórt!”. Svaraði Tyson og það vottaði fyrir áhyggju tón í röddini.

Þau lentu í nokkrum minniháttar bardögum á leiðinni en ekkert stórkosslegt. Þegar þau voru búin að ganga í tvo tíma á hálendinu kpmu þau að risastóru klaustri. “þetta hlýtur að vera klaustrið sem Charsi var að tala um.” Sagði Kinky og labbaði inn. Hin fylgdu á eftir, en þegar inn var komið var allt fullt af djöflum skyttum og eittkverum broddgöltum sem þau mundu eftir úr helli ylskunnar.
Þau gerðu árás. Galíka átti í vandræðum með að skjóta ískúlum á alla þessa litlu broddgelti svo þeir næðu ekki að skjóta broddunum á þau. Pyro hjó og lagði í beinagrindur og skyttur í gríð og erg en það virtist vera endalaust af þessu. Tyson átti fullt í fang með að leggja bölvun á allt klabbið og Kinky var að verða búin með örvarnar. Þá fékk Pyro högg í magann frá eitthverum risa stórum djöfli. “Gat þetta verið Griswold hann leit alveg eins út.” “Nei það gat ekki verið Griswold var dauður.” Hugsaði Pyro þá rann upp fyrir honum hræðilegur sannleikurinn. Smith …………..

Smith stóð þarna með hamarinn hennar Charsi í hendinni og barði af öllu afli á bringuna á Pyro svo hann Skaust tíu metra aftur fyrir sig. Brynjan var illa beygluð svo Pyro henti henni af sér, og gerði áhlaup á Smith en hann var ekki þar sem hann var fyrir tveim sekúndum. Hann var nú að berja félaga hans. “Vá hvað hann fer hratt” Stundi Pyro upp orðlaus. Það glitti í eld við fætur hans. Hann reið sverðið til höggs og barði því að öllu afli í höfuð Smiths. Sverðið hitti í höfuðkúpuna en hún mölvaðist ekki, en sverð Pyro gerði það.
Kinky sá þetta og fleygði til hans öðru af styttri sverðum sínum. Pyro tók það upp og hjó til Smits. Hann rétt hitti þar sem Smith var virkilega snöggur að komast undan höggi, en það nægði Pyro sneyddi húðina af öðru lærinu á Smith. “AAARRRGGG” “ÉG MUN GERA VOPN ÚR BEINUM YKKAR” Öskraði Smith þegar hann barði Kinky frá sér eins og flugi og gekk til Pyro. Pyro stóð beinn og tilbúinn til varnar þegar Smith barði til hans, En Pyro náði að komast unndan höggi og skar í leiðinni Höfuðið af hamrinum svo Smith hélt einungis á stuttu priki. Nú öskraði Smith ógurlega. Og barði í allt og alla, mölvaði nokkra veggi sem nálægt voru. Hljóp svo með hausinn á undan í átt að Kinky. Pyro sá þetta og hljóp af stað eldurinn var nú eins skær og sólin hann rétt náði að stökkva í vek fyrir Smit og stinga Sverðinu í gegnum munn skepnunnar, og þarmeð bjarga Kinky.

“Takk.” “Þú bjargaðir mér.” Sagði Kinky agndofa. “Já ég má ekki við að missa fleiri vini” sagði Pyro tók upp húsin af hamrinum. “Komum okkur nú héðan.” Galíka opnaði hlið og þau gengu í gegnum það og birtust samstundis í Virkinu.


_________________________________________ ________________________________


Hérna eg var að spá í að skipta um ritstíl og nota aðalpersónu semsagt Pyro í staðin fyrir að nota altaf margar aðalpersónur ég vill samt fyrst fá viðbrögð frá lesendum ;)