Act 3 part 2: Myrkir draumar og dularfulla stelpan Saga Nindölu Diablo II Act III part II: Myrkir draumar og
dularfulla stelpan


Ég var að hlaupa… Inní dimmum frumskógi, kolniða myrkur í
kringum mig, á hælum mér heyri ég hræðileg hljóð. Ég má
ekki stoppa, veit ekki af hverju… Bara verð að halda áfram að
hlaupa… Alltíeinu sé ég blettatíg, stóran blettatíg… Ég kem að
stóru hofi.
Hef engan tíma að missa, ég hleyp inn. Dett….. Ojj, ég lenti oní
klístruðum rauðum vökva, ég lít upp, þetta er Tior! Aðeins
þekkjanlegur á tönnunum og innsiglinu á skildinum, það
blæðir úr öllum götum þess sem virðist vera beinagrind hans!
Ég má ekki stansa og syrgja…. Má ekki gráta…. Lít upp, þetta
er stór salur, það hangir eitthvað niður úr loftinu… Lík Violu,
Velku, Khandú og Malaks… Og sjómennana sem að féllu um
borð á skipi Meshifs, og hvað var þetta… Nei! Ekki gráta
Nindala…. Cain, Natalya….

“Við biðum eftir þér Nindala…”

“AAAAH!!!!!!” Ég datt niður á bryggjuna, í yfirliði…

“Carver…” “Carver!!!” “CARVER!!!!”
Ég vaknaði við það að Natalya var að hrista mig….
“Hvað…? Er búið að hætta að selja mjöð? Hvað er svona
mikilvægt? Hvar er ég? afhverju er ég svona blaut?”
Svaraði ég hálfvönkuð
“Tior!!! Hvað gerðirðu eiginlega!?!?” Skammaði Natalya Tior
“Einhvern veginn grunar mig að þetta sé eitthvað meira en
það að ég klappaði á öxlina hennar og spurði hvort við ættum
ekki að drífa okkur….”Sagði hann frekar kaldhæðnislegri
röddu.
“Það leið yfir þig og þú dast á bryggjuna og rúllaðir oní
vatnið…” Sagði Natalya og skeytti engu um athugasemd Tiors
“Ugh…. Já…”
Ég reis á fætur og barðist við alveg ótrúlega sterka löngun til
þess að fara að sofa…

“Það er alltílagi með mig!”
Sagði ég og reyndi að standa alminnilega á þessum
gúmmíprikum sem eiga að heita fætur…
“Ertu viss?” Spurði Natalya
“Nei, ég er að búast við því að bráðna niður á hverri stundu…”
Sagði ég, og setti upp mitt alræmda glott…
Við hlógum báðar…

Ég og Tior fórum og pöntuðum herbergi á gisthúsinu á
bryggjunni: Drukknaða kolkrabbanum…

Ég vaknaði skelfingu lostinn, alveg í svitabaði. Ég vissi að ég
hefði dreymt annan svona draum… “Hæ! Carver…” Sagði lítil,
flissandi rödd við rúmið mitt. Ég reis upp: “Nei! Þú, hvað ert þú
að gera hér?” Þetta var stelpan sem að hafði vakið mig líka í
Lut Gholein: “Tíhíhíhíhíhí…..” Hún hljóp fram… Ég hoppaði
uppúr rúminu og leit fram á gang… Þar var enginn….
“Undarlegt…” Sagði ég og fór að klæða mig í…

Ég staulaðist niður, þar sem að Tior var að snæða
morgunverð.
“Tvöfaldan mjöð takk! Ekkert þynntan með vatni!”Sagði ég við
Barþjónin og labbaði að borðinu hans Tiors….
“Er allt í lagi Nindala?” spurði hann.
“Ekki kalla mig það! Og já… Afhverju?” Hreytti ég útúr mér.
“Bara… Þú ert eitthvað svo föl og augun þín eru hálf líflaus…”
Ég hálf kinkaði kolli og leit út… Einhvernveginn leið mér mjög
undarlega, blanda af hvíða, pirringi og ótta, ég vissi samt ekki
af hverju, vonandi myndi ég ekki fá svona velti-bryggju
hugljómun aftur, það er mjög taugatrekkjandi. Natalya kom
inn og settist hjá okkur…
“Daginn Nindala… Er eitthvað á dagskrá í dag?”
“Ekki kalla mig þa…”
“Ég átti því miður engan mjöð, bara Kehjistan bjór. Matvæli eru
eins og þú kannski veist af skornum skammti…” Sagði
barþjónninn og rétti mér fulla krús af Kehjistan bjór.
“ÞÚ verður af skornum skammti ef ég fæ ekki mjöð
bráðlega…” umlaði ég oní bjórinn. Rosalega var ég pirruð í
dag…
“Ég var hugsa um að hefja leit okkar af Mephisto í dag, þar
sem að við megum engann tíma missa.” Sagði Tior og
borgaði þjóninum, með virðulegu innifölldu þjórfé, alltaf sami
riddarinn.
“Ég held að við ættum að gera það, Katararnir mínir eru líka
orðir óvenjulega þurrir… Kemurðu með Natalya?” Sagði ég oní
bjórinn.
“Kannski, ég þarf nefnilega að gá að svolitlu.”

Við ræddum saman í smástund og stigum svo upp frá
matarborðinu…
Tior fór að kaupa skjöld hjá járnsmiðnum Hratli og Natalya að
tala eitthvað við Alkor, potion*bruggara staðarins. Á meðan ég
fór til þess að tala við Ormus, snarvitlausa skartgripsýningu
og Skatsimi prest….
“Velkomin Launmorðingi, því til fyrrum Kurast hefur þú nú
komið…” Sagði hann. Ekki vottur af neinum svipbrigðum á
andliti hans…
“Við Ormus ertu núna að tala, og gætu erindi þín verið margt.
Þú kannski ert komin til hans fyrir viðskipti, eða einhvern
fróðleik. Og miklar hetjur eins og þú munu kannski heyra
eitthvað af því sem að Ormus hefur að segja… Það er ef að
þær vilt hlusta….”
“Eh… Góðan daginn Ormus, ég er The Carver og mig langar
að vita allt sem þú veist um hina Æðri…”
“Unga Carver… Mikið er það sem Ormus getur þér sagt um
hin Æðri myrkra öfl, spurningin er samt sú: Er Carver tilbúinn
að hlusta…?” Svaraði Ormus
“Ég drap Duriel og Andariel, ég sauð saman Horadric staf,
bjargaði Lut Gholein og Rougunum…. og þú heldur að ég sé
ekki tilbúin? Til heyra sögu…?” Fullyrti ég frekar óhress með
þetta einkennilega álit Ormusar…
“Ormus sagði það aldrei… Ormus sagði að hlusta. Ormus
heldur að þú sért ekki en tilbúinn til þess að hlusta… Þó
nálægt því þú sért… Koma skaltu til Ormusar aftur, þegar
tilbúin þú ert…” svaraði Ormus.

“Ég hef aldrei þolað fólk, sem talar um sig í þriðju persónu…..”
Umlaði ég um leið og ég labbaði inná aðal torgið, á staðinn
þar sem að Cain hafði komið sér fyrir með kistur okkar Tiors…
“Carver! Ég frétti að það hefði liðið yfir þig…”
Sagði Cain sem að virtist ekkert taka því mjög alvarlega, þó
heyra mátti vott um áhyggju í rödd hans:
“Já, æ, þú veist hvað fúkkalykt fer illa í mig…”Sagði ég og leit á
fúið tré skýli…
“Hmmm…”
Hann virtist ekki alveg vera að trúa þeirri stafhæfingu.
“Hvað veistu um gátuskratgripaskrínið sem að stendur fyrir
framan píramídan?” Spurði ég og lagaði þetta stutta hár sem
staðsett var á höfði mínu…
“Ertu að meina Ormus? (Hehehe) láttu hann ekki fara í
taugarnar á þér, hann er forn Skatsimi prestur sem að talar í
gátum. Hann er mjög gamall og veit sitthvað…” Svaraði Cain
“Skatsimi prestur?” spurði ég.
“Er Ormus Skatsimi prestur?”
“Já, og einn af þeim öflugustu, hann er maðurinn sem að setti
á galdurinn með aðstoð Hratlis járnsmiðs sem að umlykur
þetta svæði, og hindrar það að púkar komist hingað inn….”
Sagði Cain

“Ég held að við ættum að fara að slátra nokkrum djöflum
Carver, áður en þeir verða svo margir að við þurfum synda í
gegnum þá…”
Sagði Tior, sem að hafði komið með Natalyu og tilbúinn í
slaginn
“Já, ég held að við ættum að fara að fækka aðeins í dýraríkinu,
síðan er ég ekki búnað fá að komast í alminnilegan baradaga
síðan í Lut Gholein… Ætlar þú með Natalya?”
Svaraði ég og dró fram Katarana
“Nei ekki núna, ég þarf að sinna svolitlu…”
“Alltílagi, við komum tl baka með eitthvað af innyflum svo þú
getur stofnað kjötsölu…”
Sagði ég og glotti.

Við löbbuðum út úr bryggjunni… En hvað var þetta? Nei! Þetta
gat ekki verið! Þetta var….

DIABLO!!!

———To be continued——-

Mig sem langaði svo mikið að vera spilari mánaðarins í
desember =(

HackSlacka
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi