Hérna er 3 partur vona að ykkur líki betur við hann en hina 2.

Act1 Part 3 af 6

Þegar þau komu aftur í virkið komu Akara og Kashya á móti þeim. Þær sáu að Hokki var meiddur og flýttu sér að binda um sárið. “Hvað gerðist eiginlega”. Spurði Kashya áhyggjufull. “Við drápum Blóðhrafninn.” “Er það eru sálir kirkjugarðarins frjálsar.” “Já og Hokki fékk örina í sig við að reyna að ná athygli hennar sem tókst og var það eiginlega honum að þakka að við sigruðum hana.”

Örin var í gegnum annað lærið á Hokka og var frekar erfitt að ná henni úr. “Það lítur út fyrir að Blóðhrafninn hafi útbúið örvar sínar þannig að ekki væri möguleika að ná þeim úr.” Sagði Akara á meðan hún hreinsaði sárið. En þá kom Kinky auga á annað verulega slæmt. Holdið í kringum sárið var farið að rotna. “Eitur örvar”. Stundi Hokki upp. “það er ekki líklegt að ég hafi þetta af en lofið mér því að sigra þetta stríð.” Sagði Hokki í mikilli kvöl. “Ekkert kjaftæði”. Hrópaði Pyro. “Þú deyrð ekki neitt, ekki núna.”
“Ég veit um mann sem gæti hjálpað ykkur en það eru ekki miklir möguleikar á að þið náið að bjarga honum. “Hver er það hver!!!”. Sagði Pyro æstur. “Deckard Cain, hann átti heima í þorpinu Tristram en þegar Diablo tók yfir það ákvað hann að fangelsa Cain.” Sagði Akara leyndardómsfull. “Svo það eina sem við þurfum að gera er að ráðast inn í eitthvert þorp, bjarga kalli og koma aftur.” “Ekkert mál.” Sagði Galíka áköf. “Ég er hrædd um að það sé ekki svo einfalt.” Sagði Akara rólega.
“Fyrst þurfið þið að fara inní myrkuskóga og finna þar skjal.” “Þetta er mjög mikilvægt skjal því það er lykillin af Tristram.” Sagði Akara rólega. “Farið inní Myrku skóga og finnið þar stórt gamalt tré, við rætur þess mun þetta skjal liggja.” Akara og Kashya fóru nú burt en þau hin fóru að sofa. Hokka var komi fyrir í sjúkratjaldi Aöru þar sem reynt var að stoppa eitrunina.

Daginn eftir Vaknið Pyro snemma og vakti alla hina. “Altílagi við erum að fara núna þemun fyrr getum við komist til Tristram. Þau fóru að vegahliðinu og sögðu eitt af öðru, “myrku skógar”. Hokki sem varð eftir spurði Aköru hvort hann gæti ekki hjálpað eitthvað en Akara svaraði honum að það væri ekkert sem hann gæti gert með fótinn svona.

“Vó” sagði Pyro þegar hann birtist inn í skógi sem var fullur af dauðum skyttum. Þær höfðu verið hengdar uppí tré, limleistar eða einfaldlega rifnar í sundur. “Altilægi ef Hokki á að eiga eikura lífsmöguleika skulum við drífa okkur.” Sagði Tyson með hryllingi. En um leið og hann sleppti orðinu komu sex skyttur að þeim. “Gætu þið sagt okkur hvar Tré Infussar er”. Sagði Kinky. En þegar þessar skyttur komu nær sáu þau hversu daufar þær voru, og þegar þær spenntu bogana í átt að þeim þá bjuggust þau til að verja sig. Sex örvar komu þjótandi í átt að þeim Pyro skyldi sér bak við skjöldinn, og gerði svo strax gagnárás. Kinky Gaf þeim örvadrífu á fullu en engar af þessum örvum hittu. En þá Kallaði Galíka. “Komið upp að mér.” Og þegar allir voru komnir upp að henni þá byrjuðu augun á henni að skjóta litlum eldingum, svo komu þrjár öflugar eldingar um hana og svo höggbylgja úr eldingunum þrem sem hentu þessum skyttum langt frá þeim og tvær þeirra dóu. “jæja þá er komið að mér” sagði Pyro með eftirvæntingu og skaut þrem orkuboltum útúr höndum sínum. Allir með tölu hittu þeir en ekkert gerðist.
“Hvað er í gangi” spurði Tyson áhyggjufullur. “Þær eru ekki Dauðar Þær eru djöflar, fyrrverandi skyttur sem hafa fallið fyrir áhrifum Diablos. Eg get ekki drepið þær með þessari orku.” Sagði Pyro Hissa. “Jæja eftir hverju erum við þá að bíða grípið til vopna.” Kallaði Kinky. Pyro hljóp að einni skyttunni og hjó til hennar en hún barði til hans svo að hann kastaðist langt aftur á bak og sverð hans þaut eitthvert í burtu.
“Vá þær eru öflugar.” Tyson tók núna upp staf sinn og lagði bölvun á þær allar svo að núna gerðu allar þeirra árásir á þau gerðu einnig árás á þær sjálfar. Pyro rankar nú úr rotinu og sér að Félagar hans eru að ná að drepa þær. Kinky skýtur 3 örvum í einu og þær áttu ekki séns allar örvarnar hittu í síðuna, og þá notaði Tyson Tækifærið og Barði eina þeirra í hausinn með sprotanum af öllu afli. Það mátti heyra höfuðkúpuna molna í sundur.
Galíka stökk fram og Þrykkti stafnum í bringu annarar skyttunnar. Þá spennti Kinky bogann og skaut ör á milli augnanna á þeirri síðustu. Pyro stóð nú upp og dró sverðið uppúr moldinni. En þá heyrði hann eitthvað fyrir aftan sig og snéri sér við Her af eitthverum dyrum sem voru hálfir menn og hálfir geitur gerðu árás á hann. Pyro Setti fyrir sig skjöldinn og gerði árás á þá. Hinir heyrðu sverðsglimrið fyrir aftan sig og komu honum til hjálpar, en Pyro leit útfyrir að búa yfir svakalegum krafti því hausar limir og blóð þaut útum allt. Hann hjó á fullu og notaði skjöldinn til að koma í veg fyrir að þeir næðu að stinga spjótum sínum í hann. Á meðan átökunum stóð Fylgdust hinir með og sáu þá það sem Gaf honum þennan rosalega kraft. Eldur logaði um fætur Pyro og við hvert högg Varð hann skærari.
“Vá hvað er þetta” sagði Galíka undrandi. “þetta er máttur sem honum var sendur frá himnum líklega og brennur á meðan hann er að vernda okkur.” Sagði Kinky alvarleg. “Hann heldur að við séum í hættu, en svo er ekki.” Pyro hafði náð það miklum krafti að sverð hans logaði og hvert högg hans drap. Svo þegar hver einasti þessara djöfla voru dauðir slokknaði eldurinn og Pyro féll frekar máttlaus niður. “Við skulum hvíla okkur hérna,” Sagði Tyson og Kveikti eld og tók upp smá mat sem hann var með við beltið og skipti honum jafnt.

Klukkutíma seinna lögðu þau aftur á stað og núna voru þau við öllu búin ef fleiri spilltar skyttur létu sjá sig. Einn og einn púki lét sjá sig á leiðinni en hann þeir voru drepnir með einni ör í hausinn. Eða kröftugu sverðshöggi. Sólin var að setjast og myrkrið myndi skella á innan stundar. Við verðum að komast að Trénu fyrir myrkur hver veit hvað leynist í myrkrinu.

En svo var ekki myrkrið skall á en þau voru en þá ekki komin að Trénu. “Hvað var þetta.” Spurði Galíka. “Hvað,” Spurði Tyson. “mér heyrðist ég heyra eitthvað.” Það var einns og hver einasti skuggi hreyfðist og stjörnurnar voru svo gott sem svartar, og tunglsljósið skein dauft í gegnum skóginn. Og þá byrjaði að rigna.
Þau héldu áfram í gegnum rigninguna rennandi blaut. Lítill púki stökk niðurúr einu trénu, og Kinky skaut hann strax. “Þetta var síðasta örin mín sagði kinky með uppgjöf og dró upp tvö stutt sverð.

Regnið dundi á brynjum þeirra og vopnum en þá leit Pyro upp eitthvað hafði farið alveg fyrir tunglssljósið. Hann varð svo feginn þegar hann sá það sem hann sá og andvarpaði. Hin litu upp og andvörpuðu líka. Risastórt tré gnæfði yfir þeim Tré Infussar. Þau hlupu upp að því og við rætur þess alveg eins og Akara hafði sagt, var skjalið. En þá heyrðu þau ógurlegt öskur. Þau snéru sér við og sáu 5 risastórar loðnar skepnur sem minntu á yettia. Ein þeirra skar sig úr hópnum hún var glansandi. Galíka Var fljót og gaf þeim risastóra rafhöggbylgju sem hefði átt að kasta þeim tugi metra aftur ábak en þeir aðeins færðust.
Kinky kastaði öðru sverði sínu beint í miðjan yettiinn en hann rétt kipptist. Pyro og Tyson gerðu nú árás af fullum krafti. Pyro stakk sverði sínu af fullum krafti í einn þeirra aftur og aftur þangað til hann datt niður dauður. Tyson barði þá á alla vegu og stoppaði ekki fyrr en sproti hans brotnaði. Þá lagði hann bölvunn á allan flokkinn svo að hann varð frekar ringlaður. Galíka notaði tækifærið og Barði stafnum að öllu afli í höfuð eins yettiinns og rotaðist hann við það. Pyro stökk þá á hann og klauf í sundur á honum hausinn. Kinky stakk á fullu og náði að stúta einum en sverðsbroddurinn festist inní harðri beinagrind yettisinns og varð hún því að höggva núna þar sem broddurinn var farinn. Það gekk ekki jafn vel en það gekk.
Pyro sá að þessi glansandi var að reyna að komast að Tyson sem gat enga vörn sér veitt þar sem sproti hans var brotinn. Pyro hjó þá í yettiinn og Elding laust í hann í leiðinni en það var ekki nóg því hann lét eins og ekkert væri og gerði kláran fyrir högg í höfuð Tysons. Þá kviknaði eldur við fætur Pyro og það verulega skær. Hann högg nú Yettiinn verulega fast og það nægði hann snéri sér við og kýldi Pyro virkilega fast í magann. Pyro skaust útí tré og skyrpti útúr sér blóði. Hann sá að félagar hans áttu í nægu baxli með hina tvo svo þeir gátu engan veginn hjálpað honum. Yettiinn nálgaðist hann og bjó sig undir annað högg en Pyro stakk sverðinu og frysti hann með hjálp galdurs. Hann stóð upp og notaði síðustu kraftana til þess að höggva í yettiinn af öllu afli svo að hann molnaði niður. Þessum bardaga var lokið. Pyro var frekar særður miðað við hina. Tyson kom til hans, “Þú bjargaðir lífi mínu þessi yetti hefði mölvað í mér hvert bein ef þú hefðir ekki komið.” Sagði Tyson og hjálpaði honum upp. “Komum okkur heim.” Stundi Galíka upp. “Ekki alveg strax” sagði Pyro og stanglaðist að trénu.”Gleimum ekki því sem við komum hingað til að sækja” Sagði Pyro og tók upp Skjalið. Galíka dró nú upp annað skjal úr jörðinni og opnaði það, og þau birtust heima í virkinu.
Pyro hljóp með skjalið til Aköru á meðan Kinky fór og keipti örvar, Tyson sprota en Galíka fór og heilsaði uppá Hokka. Sárið var orðið mikið verra og það leit út fyrir að það hætti ekki að blæða úr því.
“Það er mjög mikilvægt að þú munir þetta sem ég segi þér”. Sagði Akara við Pyro. “Ég skrifa númer við hvern staf og er það röðin sem þú átt að snerta steinana.” “Hvað gerist þegar ég snerti steinana.” “Þá opnast hlið inní Tristram.” Sagði Akara rólega. “Þegar þú ert kominn inn í Trsistram skaltu líta þér að frelsa Cain svo hann geti reynt að bjarga Hokka.” “En núna skulu þið öll fara og hvíla ykkur, hver veit hvaða illska býr innan veggja Tristram.” Sagði Akara dularfull. Pyro hlýddi henni en fór fyrst og heilsaði Hokka, fór svo í rúmmið ásamt hinum.
Morguninn eftir lögðu þau af stað í gegnum vegpuntinn. Þau birtust í Stein gryfjunni en sá staður bar nafnið útaf hinum sex steinvörðum. Þau gengu í tvo klukkutíma með einum og einum púka sem stökk á þau ekkert alvarlegt. Tvær spilltar skyttur gerðu veika ár´s á þau en Galíka sendi þeim sitt hvorn eldboltann í magann. Þau komu loksins að steinvörðunum en við þær beið her af litlum púkum. “Svona!” “þetta getur ekki verið svona auðvelt, bara slátra nokkrum púkum”. Sagði Tyson hneykslaður. “Því einfaldar, því betra sagði”. Kinky og skaut ör í þann fremsta. Pyro var samála henni og barði annan niður Galíka sendi þeim rafmagns bylgju og brátt var bara einn eftir. Hann var blá-glóandi. Pyro hafði séð þetta áður. “Sterki yettiinn hann glóði svona líka.” Umlaði Pyro og hjó í hann eldingar fóru um jörðina allt í kringum þau og ein þeirra hitti Kinky. Hún var náttúru lega ekki ánægð með þetta og skaut örfum á fullu í hann en þemun fleiri örvar sem hittu hann þemum fleiri eldingar fóru um jörðina. “Þið kunnið að dansa er það ekki.” “Passið að fá ekki eldingar í ykkur, Kinky gefðu honum örvadrífu.” Kallaði Pyro, og þetta virkaði. Hann féll niður dauður. Pyro flýtti sér að snerta steinana í réttri röð.
Það laust niður eldingum í steinana og stjarna innan hrings myndaðist. Svo varð allt svart og hlið opnaðist. Pyro tók eitt skref áfram en snéri sér svo við. “Þið komið beint á eftir mér.” Svo labbaði hann inn en sömu sekúndu og hann birtist í Tristram Hvarf Hliðið.
Það sem blasti við honum var hryllingur allt fullt af líkum útum allt. Dauðinn sveif yfir öllu, brunnin húsin lýstu því svosem sem gerst hafði. Diablo hafði tekið yfir þetta þorp endur fyrir löngu öllum hafði verið slátrað og Hús brennd. Hann steig ofaná eitthvað.
Þetta var mynd á henni voru tveir menn einn var sterkbyggður en hinn var eldri maður. Undir stóð “Griswold smiðurinn og Cain vitringurinn”. Pyro gekk inní þorpið og sá Cain hangandi í búri inní miðju þorpinu og fullt af djöflum að gæta hans. Pyro gerði áhlaup og fimm hausar skutust upp.
Pyro hjó og lagði eins og brjálaður væri og þegar eiginlega allir þessir litlu djöflar voru dauðir heyrði Pyro ógurlegt öskur hann snéri sér við og sá Griswold í djöfla líki.
Pyro hljóp að honum með sverðið reitt til höggs og Bamm!!! Sverði beint í bringuna á honum. En Griswold greip um sverðið og mölvaði það. Pyro setti nú fyrir sig skjöldinn en Griswold barði hann í mola líka.
Á meðan í Virkinu.
Kinky, Galíka og Tyson komu til baka og sögðu Aköru hvað gerst hafði þau voru þreytt og svöng. Akara hafði þá fundið upp leið til að komast til Tristram. “Hún tók eitrað blóð úr Hokka og blandaði við nokkrar aðrar jurtir og önnur efni. Hún helti því svo a´jörðina og upp kom hlið. Kinky, Galíka og Tyson hópuðust í kring. “Reinið að fara í gegn þetta hlið mun leiða ykkur inn í Tristram.” Sagði Akar örugg með sig.
Þau reyndu nú að komast í gegn en fóru bara í gegnum. “Þetta virkar ekki það hlýtur að vera sá sem ég tók blóðið úr.” Sagði Akara og leit til Hokka.
Hokki staulaðist til þeirra og tók upp axir sínar. “Ef þetta er það sem eg þarf að gera til að bjarga Pyro þá verð ég að gera það.” Sagði Hokki alvarlegur og gekk í gegnum hliðið. Enginn hinna sagði neitt þau vissu að það var of seint að bjarga lífi Hokka og ef það tækist myndi hann tapa báðum fótleggjunum.
Hokki birtist inní Tristram og sá Griswold Vera að berja líftúruna úr Pyro sem gat enga björg sér veitt. “PYRO !!! þraukaðu.” Kallaði Hokki og hljóp að honum. Hann stökk og sveiflaði öxunum í kringum sig svo að Griswold tapaði annari hendinni og öðrum fætinum.
Griswold sem var ekki ánægður greip um Hokka og byrjaði að berja hann til og frá. Pyro Gat ekkert gert hann var svo gott sem máttlaus. Griswold var að leika sér með Hokka eins og brúðu. En Hokki náði að losa aðra höndina og þarmeð náði hann að kasta annarri exi sinni til Pyro.
Það var farið að glitta í eld við Fætur Pyro og gaf það honum nægan kraft til að standa upp og komst svo að Griswold sem Þrykkti Hokk útí Húsvegg sem brotnaði niður eins og hvert bein í líkama Hokka. Eldurinn í kringum Pyro hafði aldrei verið jafn skær og með einu illa kröftugu höggi með exinni hjó hann hausinn af Griswold.
Pyro Hljóp núna til Hokka en hann lá í blóði sínu. Pyro þurkaði blóðið framan úr honum og reyndi að drösla honum á fætur. “Ekki mínum hluta er lokið það er komið að ykkur.” Stundi Hokki upp.” “Nei ekki láta svona ég kem þér heim.” “Nei ég vill að þú farir og bjargir Cain og Komir ykkur héðan.” “En taktu við þessu” Sagði Hokki og Tók hálsmen af sér og rétti Pyro.
“Þiggðu þetta, þetta er Hálsmen Villimannanna.” “Það mun gefa þér kraft á við Villi mann.” Stundi Hokki uppúr sér. Svo fann Pyro hvernig líkami hans varð allur máttlaus.
Hokki var Dáinn.
Pyro Fór núna og skar Cain niður nánast máttlaus af sorg. “Ég sá hvað gerðist.” Sagði Cain samúðarfullur. “Það var ekkert sem þú gast gert. En Pyro þagði hann var kominn með nýtt markmið í lífinu.
Hann ætlaði að Hefna Dauða Hokka Hvað sem það þíddi.