Act III part I: Endurfundir Diablo: Saga Nindölu Act III Part I: Endurfundir.

Ég og Tior stóðum fremst í bátnum. Þetta var frekar
óhugnarlegur staður, eins og draugabær að hætti Kurastbúa.
Þetta var í rauninni höfninn. Tior hoppaði fyrir borð og niður á
höfnina. Meshif lét akkerið síga, ég hoppaði líka fyrir borð.
Meshif var orðlaus… Hann kvaddi okkur ekki einu sinni, mjög
óeðlilegt af “heiðursmanni” eins og honum. Ég leit aðeins yfir
staðinn, þetta virtist alls ekki vera Kurast, svo sýndist að
Mephisto hafi spillt aðeins meira en nokkrum munkum uppí
Zakarum…

Ég og Tior bundum bátinn fastan við höfnina, öryggis
ráðstöfun… Ég var enþá að reyna að rifja upp drauminn sem
ég hafði dreymt í nótt, ég dæsti. Ég man bara það að ég sá
mikið af blóði…. Minnti mig á drauminn sem ég fékk, nóttina
sem ég bjargaði Cain. Ég hafði oft fengið svona drauma
áður… Að meðaltali einu sinni á ári…

“Ég held að þessi hnútur eigi ekki eftir að tolla lengi…” Sagði
kvenrödd rödd bak við mig.
“Hvað veist þú um þa….. Natalya!”
Þetta var Natalya, bardaga félagi minn og besta vinkona. Ég
stóð á fætur;
“hvað ert þú að gera hér?”
“Æ, ég er nú bara í erindagerðum reglunar núna. Annars þá
hef ég heyrt af dáðum þínum, að drepa tvo óæðri. Það á ekki
að vera hægt….” Svaraði hún með smá glampa í augum.
“Nei… Og var það næstum ekki…”
sagði ég og tók upp tusku til að fægja katarana mína.

Ég og Natalya vorum gamlar vinkonur, við höfðum þekkst
alveg aftur í fyrsta daga okkar í klaustrinu. Hún hafði verið
yfirgefin frá foreldrum sínum og skilin eftir á þrepum
klaustursins þriggja mánaða. Samkvæmt höfuð reglu okkar,
Ikylu. Ég var sex ára þegar ég kom til klaustursins. Ég man
ekki hvernig eða hvaðan, en Ikyla sagði að ég hefði komið inn
um aðaldyrnar um miðja nótt, æst, það hafi tekið heila 3 daga
að róa mig niður…. Ég fékk aldrei alminnilega að vita alla
söguna, ég veit ekki afhverju, ég hafði aldrei heldur neitt verið
að stressa mig á því.
Natalya var valin sem sérstakur förunautur minn, sem að var
óvenjulegt. Vegna þess að aðeins fimm önnur börn fengu þau
forréttindi: Orjana, Kwena, Latna, Zana of Makana.
Ég fékk aldrei alminnilega skýringu á þessu. En Ikyla sagði að
það væri til þess að halda okkur á réttri braut, þar sem að við
vorum orðnar svo gamlar þegar við komum.
Allavega þá fórum við Natalya saman í allar ferðir og leystum
öll verkefni saman. Þar til dag einn, fyrir 2 árum þótt að Ikyla
hefði verið á móti því höfðum við sögðum skilið við hvor aðra
og ekki hist síðan… Þá byrjaði ég að vera var við það að óvinir
mínir beindu alltaf vopnum sínum á ákveðinn punkt á
handleggnum á mér…

“Natalya!”
Tior kom labbandi með sitt ofurskæra bros, svo að það lá við
að ég blindaðist….
“Nei, Tior! Þú sagðir mér ekki að þú hefðir komið með fylgifisk
Nindala….” sagði Natalya.
Natalya og Tior höfðu alltaf verið doldið veik fyrir hvor öðrum.
“Pff!” Ég gretti mig bara á meðan Natalya og Tior voru að
faðmast.
“Allavega þá verðum við að fá gistingu, þar sem að það er
alveg að fara fram fyrir háttatíma….”
Sagði ég í afsökunartón og labbaði í burtu.

Ég labbaði yfir hálf niðurnídda bryggju… Ég snarstöðvaðist.
Draumurinn, hafði rifjast upp fyrir mér…

——-To be continued——–

Þessi hluti er frekar stuttur, semað þið verðið að afsaka.
Munið svo að kjósa mig spilara mánaðarins :-Þ

Ykkar einlagi enskslettshöfundur: HackSlacka
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi