Þeir segja að það sé stjarna á himnum fyrir hvert einasta kjánaprik þessa megin baks Trag'Oul.
Það má vera og ef svo er, er ein þeirra tileinkuð föður mínum.
Í langan tíma var faðir minn Krossfari, heilagur riddari Zakarúmsku kirkjunnar. Á ferðum sínum hafði hann séð margt, en að eigin sögn hafði hann ekkert séð.
Það var á ferðum sínum sem að hann; Wuhl Bonte, hitti móður mína, bölvuð sé minning hennar. Hann þekkti hvorki uppruna hennar né nafn. Hún tók Zakarúmskt nafn er hún giftist föður mínum. Nokkrum árum seinna eignaðist hún mig.
Ég; Jhamez Bonte, fæddist í lok árs. Ég veit ekki hvenær, enginn sagði mér. Hvar ég fæddist veit ég ekki frekar en aldur minn. En ég man þó óljóst eftir að hafa alist upp í bæ nálægt Ureh. Mikið var um Krossfara er sestir voru í helgan stein, og börn þeirra. Ég var eitt þessara barna, en féll þó aldrei almennilega inn í hópinn. Í fyrsta lagi var útlit mitt gjörólíkt hinum börnunum. Hin voru sólbrún og sælleg, en húðin mín hafði ekki dökknað frá fæðingu, sama gilti um hárið. Hin börnin vildu öll feta í fótspor Krossfara-foreldra sinna, ég vildi það líka, en mér tókst aldrei vel upp. Móðir mín sagði það þó í lagi, og huggaði mig.

En einn dag, þegar sólin var ekki komin upp (sem var svo sannarlega undarlegt, þar sem stundaglasið í stofunni sýndi hádegi), kom maður að húsinu okkar. Hann var klæddur í svarta og hvíta tötra, og var svipaður mér í útliti, og spurði eftir húsmóðurinni. Ég vakti móður mína, og lét hana vita af þessum manni. Móðir mín virtist ekki hið minnsta undrandi, það var meira eins og hún hefði átt von á manninum. Ég sá hana ekki aftur í mjög langan tíma.
Það var að ári liðnu sem að ég sá hana aftur. Hún var þá klædd í sömu tötrana og maðurinn sem að kom fyrir ári klæddist. Hún sagðist ætla að hitta faðir minn, og ekki í neinum fallegum tón. Hún gekk inn í svefnherbergi föður míns. Það var óhugnalegur glampi í augum hennar er hún, með sveiflu handar, virðist soga allan mátt úr föður mínum, þar til að hann hætti að anda. Þessi kona, sem ég kallaði eitt sinn móður mína, sýndi ógeðfellt bros. Blóð lak úr munnvikum hennar er hún horfði á þennan líflausa líkama, sem fyrir nokkrum sekúndum var Wuhl Bonte. Ég gat ekki fengið mig til að trúa þessu.
“Afhverju gerðirðu þetta, mamma? Afhverju?”
Þessi kona, sem ég þekkti varla lengur svarði mér í ísköldum tón, sem ég mun aldrei gleyma: “Þú hefur engann tilgang, auma, dauðlega barn. Sá sem ekkert veit, ekkert skilur. Faðir þinn er bara peð, og svo ert þú.” Við þessi orð gekk hún út. Ég gat ekki trúað þessu upp á hana. Hún hafði verið elskuleg húsmóðir þangað til að þessi maður kom.
Ég man ekki mikið meira frá þessum degi, nema nokkrar óskýrar minningar um hníf, blóð, og nagandi tilhugsun um að hafa drepið móður mína. Þó man ég að einhver þoka, sem virðist koma um munn líks móður minnar, komst í snertingu við mig. Ég man eftir hlaupum. Miklum hlaupum. Meira man ég ekki af mér frá þessum tíma. Einhvern veginn komst ég til Kurast, þar sem ég hlýt að hafa tekið skip til Westmarch, því að ekki veit ég hvernig ég komst þangað öðruvísi. Þar tók vinalegur prestur Rathma mig í fóstur, og ég eyddi flestum mínum ævidögum þar, að læra um leiðir Trag'Oul, Rathma,og það sem hinir óupplýstu myndu kalla í dag:

Leið særingamannanna.

En alltaf passaði ég mig á að koma ekki nálægt galdrastöfum, hausaskjöldum, og svoleiðis óhugnaði. Einn daginn, þegar ég var orðinn fullorðinn, tók ég í mig kjark til að spyrja Ungoth, yfirprestinn, hvort að aðrar reglur særingamanna væru til og hvernig þær virkuðu.
Ungoth hikaði. “Það eru tvær reglur særingamanna.”sagði hann. “Önnur þeirra er sú sem þú horfir á, og hefur búið við nær allt þitt líf. Hin…” Ungoth gerði þögn á máli sínu. “Hin…eru menn er eru kallaðir djöfladýrkendur af þeim vel á geðheilsu. Þessir menn/konur hafa orðið svo spilltar af djöfullegum öflum, að þeir gera hvað sem er fyrir fullkomið vald. Ólíkt okkur, sem trúum á hið fullkomna jafnvægi, trúa hinir á að allt afl snúist til þeirra. Þetta fólk getur þurkkar líf út með sveiflu handar´. Þetta er hættulegt fólk, Jhamez. Viz-Jaq'Taar eru sífellt á höttunum eftir þeim. Þú hefur náðargáfuna frá einum af ”hinum“.

Ég var í losti. Ég, djöfladýrkandi? Ungoth virðist geta lesið hugsanir mínar. ”En engar áhyggjur, þú getur beitt þessu valdi í nafni Rathma, þú ert ekki einn af hinum, frekar en þú vilt.“ ég andaði léttar. Ég gerði mér fulla grein fyrir hvaðan ég hafði þetta afl; Það lék enginn vafi á að eitthvað gerðist daginn sem báðir foreldrar mínir enduðu líf sitt. Einhver kraftur móður minnar hafði víst færst inn í mig. ég vissi ekki hvort það var gott eða slæmt, því að þótt að mér fyndist þetta bölvanlegt, hefði Ungoth örugglega ekki tekið mig í klaustrið hefði ég ekki borið merki náðargáfunnar.

Reiðin sauð í mér. Ég sór við Trag'Oul, að ég skyldi komast að hvað gerðist daginn sem maðurinn dularfulli kom, hvað sem það kostaði! Einnig ætlaði ég að sleppa því algjörlega að notast við stafi og hausaskildi, að mínu mati var það spillandi.
Ég skyldi bera sverð (eða exi, kylfu, o.s.frv) og skjöld, (en þó ekki neinn höfuðskjaldanna) í minningu föður míns. Stuttu seinna heyðri ég eitthvað um spilltar ”Rouge" (afsakið gat ekki þýtt og var ekki í orðabók) í Khanduras.

Ég fann á mér að leit mín að sannleik skyldi byrja þar.