Nú í vikunni keppir taqtix fyrir Íslands hönd í <a href="http://www.cpleurope.com“>CPL</a> keppni sem fram fer í Kaupmannahöfn 13.-16. nóvember. Á Stjörnuskjálfta urðu þeir taqtix og myrkvi hlutskarpastir í WC3: Frozen Throne 2v2 keppninni, en þar sem keppt er í 1v1 á CPL, urðu þeir að keppa innbyrðis um sætið.

Viðureignin fór fram í Revolution (nýr Lanstaður í Hafnarfirði), og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir að veita flotta lanumgjörð um leikinn. Skemmst er frá því að segja að taqtix fór með sigur af hólmi 3-1 (best of 5), og fer því til Kaupmannahafnar í boði Simnet, og etur kappi við marga þá bestu í Evrópu við toppaðstæður, á LANi, og á frábærum keppnisvélum. Hvorugur ætti þó að þurfa að vera sneyptur, þar sem hvor um sig fékk að auki <a href=”http://www.alcateldsl.com/pdf/datasheet570.pdf“ >Alcatel speedtouch 570 (pdf)</a> ADSL beini með þráðlausu neti (AP) fyrir sigurinn í 2v2 keppninni.

Fylgist endilega með coverage frá mótinu, og óskum taqtix góðs gengis í Danmörku. :)


<a href=”http://www.cpleurope.com/event/overview/11/">Up plýsingar um CPL mótið í Kaupmannahöfn</a