Act II part IV: Salamöndruhofið og Blóðuga höllin Diablo II Saga Nindölu Act II part IV: Salamöndruhofið og
Blóðuga höllin.
 
(Ath. Þessi hluti er töluvert lengri en aðrir svo að efað þið eruð
að tékka á þessu í fyrsta skipti mæli ég með al-fyrsta hluta.)
 
Þegar við komum í borgina var allt í panicci. Sólin hafði horfið
og fólk hélt heimurinn væri að enda. Það tók Jehryn þónokkra
stund að róa alla niður. En á meðan þá vorum við Tior að
skoða innihald kistunar. Þetta var  stafur, hnífur og þónokkrir
gullpeningar. Hann Cain var mjög ánægður þegar hann sá
að við höfðum fundið “Kóngastafurinn… Þið eruð mjög
heppinn að finna hann svona fljótt. Því að Drognan segir mér
að Höfuðhluti Horadricstafs, sem að var fangaður af
einhverskonar demonum fyrir löngu… Sé hluti í svartagaldri
sem að blockerar sólina…” Sagði Cain og skoðaði stafinn
með einkennilegu glampi í augum. “Af hverju er þá svona gott
að við fundum hann svona fljótt?” Spurði ég. “Carver mín,
einsog þú hefur eflaust tekið eftir eru fullt af öðrum “hetjum”
hér en þú og Tior. Þær eru allar núna að leita að ástæðu
þessa dularfulla sólmyrkva. Þetta er auðfundnasti
höfuðhlutinn sem er á upptökum þessar bölvunar. Finni hann
einhver á undan ykkur, gæti það kostað ykkur formúu að ná
honum aftur…” Svaraði Cain. “Ó, þú meinar það… Allavega
ætla ég að nýta mér sólarleysið og fara að sofa… Geeiiisp! Ég
er eitthvað svo þreytt núna” Sagði ég. “Góða nótt, Carver. Ég
ætla að tala við Cain um svoldið. Sjáumst á morgun…”
 
Þegar ég vaknaði var komið kvöld. (Erfitt að segja ef ekki væri
fyrir galdraklukkunni sem hékk á veggnum.) Ég typplaði niður
á tánum og þá sátu “hetjurnar” á fullu að tala saman á sinni
daglegu kvöldvöku. Ég settist við borðið, pantaði mjöð og kom
inní mitt samtal: “Það er satt!” Sagði Malak, einn af
Barbarönum tveimur. “Ég og Krastúk vorum að leita að
upptökum þessa sólarleysis og komum að stóru hofi. Með
svona stórum salamöndrum og undarlegum rúnum….”
Krastúk greip fram í “ Það var risastór myrkur geisli sem gaus
upp úr því stanslaust og á sólina… Við ákváðum og fara aftur í
bæinn og leita hjálpar.”  Malak byrjaði aftur að tala:”Svo, hver
vill slátra nokkrum Salamöndrum?”
 
“Þú veist að ég vil það…” Mælti Ushama, Amazon og leiðtogi
hópsins. “Hinsvegar held ég að hér séu ekki okkar
dagsdaglegu demona að ræða. Heldur að þær hafi fengið
kjarkin og manað til að framkvæma einhverja trúarlega athöfn
svo að þeir blokka sólina. Allir vita að Salamöndrur eru
sterkastar í myrkri…” “Ég skal hjálpa!” Sagði Melka. Sorceress
úr Zann Ezu töfra klaninu. “Ég líka!”  sagði Særingarmaðurinn
og Rahma presturinn Khandú(Necromancer) þegar hann lyfti
Gholein bjórnum sínum til þess að skála. Tior sem hafði setið
þarna svoldið lengi, leit á mig spurningar augum en sagði
svo: “Ég líka!”
 
Alltí einu heyrðist út úr einu horninu: “Hmmm… Því fleiri því
betra. Ég skal aðstoða ykkur, en ekki mikið oftar…” Þetta var
hlédrægi Drúídinn(Namó) sem að hafði setið út í þessu úldna
horni lengur en stóllinn sem hann sat á…
 
“En, hvað með þig Carver? Ætlar okkar víðfræga Assasin
líka?” Spurði Ushama og horfði á mig spurjandi augum. Hún
þoldi mig ekki… Ég og Natalyah öfðum einu sinni komið til
Skovos, heimaeyju hennar og drepið Yfirprest ættbálksins
hennar. Það sem hún vissi ekki, var, að hún ætlaði að myrða
allar sálir á eyjunni og gera þær að þrælum sínum.
 
 “Jú, þú spjarar þig varla án mín Ushama mín kæra.” Sagði ég
með kuldalegri röddu. Ég skar aðeins fastar í tré sem ég var
að tálga með nýfegnum hníf(úr kistunni). Með þeim
afleiðingum að ég skar mig…
 
Næsta dag, (Ja, það var náttúrulega enþá myrkur) 6 stundum
fyrir hásólu (hádegi þ.e. klukkan sex að morgni.) Við gegnum
út úr Lut Gholein. Hinn venjulega steikingarhita vantaði, og fór
ég að pæla í því hvort að það væri bara ekkibest að halda því
svona…  En halakörturnar uppí Lut Gholein eru líklega svo
háðar brunkunni sinni að ég gat ekki fengið það af mér að
stöðva þennan leiðangur. Þetta hlýtur að hafa verið rosalega
undarlegt að horfa á okkur. Skrúðganga 8 mjög frábrugðinna
einstaklinga. 2 Barbarianar, 1 Sorceress, 1 Amazon, 1 Rahma
prestur, 1 Drúídi, 1 Paladin og 1 Assasin. Þetta var eins og
miðsumarskrúðganga á miðnætti.
 
Eftir 5 klukkutíma göngu/hlaup komum við á aðfangastað.
Risastórt hof, með vegi og súlum sem risu uppúr sandinum
og  voru til þess að vísa okkur á þennan undarlega stað.
 
Það var einhver undarlegur andi yfir þessum stað… Hér var
kalt, óþægilegt. Eins og að dauðinn væri kominn til þess að
sækja okkur…
 
Um leið oh við stigum inn, kom á móti okkur indæl
mótökusveit brjálaðra salamandra. Þær voru vopnaðar öllum
mögulegum og ómögulegum tegundum vopna: Polearma,
axa, sverða og jafnvel málmbúta! Ég sparkaði hausinn af
þeim fyrsta sem vogaði sér að ráðast á mig. Barbariarnir voru
báðir vopnaðir tveimur vopnum. Eins go Assasinar, hoppandi
yfir óvinina og fjarlægja höfuðið frá búkum ýmissra kvikinda.
Necromancerinn lét nokkrar beinagrindur og einn Blood
golem lemja þá alla í klessu. Það skemmtilega við Blood
Golem er það að ef að ég myndi sparka í rassin á honum,
myndi sá sem bjó það til fá álitlegan marblett á óæðri endann,
m.ö.o. allt sem henti Golemið henti Necromancerinn og svo
öfugt. Mjög óþægilegur eiginleiki…
 
Drúídinn Namó barðist líklega öfgafullast. Meðan Ushama og
Velka voru bara að hlaða boga, plantaði hann með stórri
málm kylfu, álitlegt gat þar sem heilinn var á áður í vesalings
salamöndrunum. Sem áttu sér ekki nokkra von. Ég drap eina
salamöndru með því að fleygja öxinni(sem að við höfðum
fundið í Horadric kistunni.) Í kokið á því og tók síðan upp báða
hnífanna(þ.e. hnífinn af Yetanum í Act I og líka hnífnum sem
hún fann í stafs-kistunni.) og tók hendurnar af honum. Sem að
var mjög mikill gleðiauki í þessum  óendanlega sirkus…
Eftir mjög léttan og mjög stuttan bardaga. Ég náði í exina
mína og elti svo hópinn niður á næstu hæð.
 
Næsta klukkutímann gerðum við ekkert nema að labba um á
þessum ógeðslega stað. Svo að við ákváðum að skipta liði:
Malak og Krastúk, Tior og Ushuma, Khandú og Velka og
Namó og ég…
 
Eftir að ég og Namó vorum búnað labba í u.þ.b. kortér komum
við að hópi Sand katta. “Humm… Hvað ætli Sand kettir séu að
gera hér…?” Mælti Namó “Örugglega að njóta sólarinnar….
Skiptir ekki máli, mig hefur alltaf langað að gera þetta…”
Svaraði ég og spretti fram. “Hvað…!?” spurði Namó. Of seint,
ég hafði hoppað uppí stöng sem var þar útúr veggnum
(Einhverskonar burðarstópli.) sem gaf mér nógan hraða til
þess að hoppa með snúningsskrúfuloftsparki inní miðja
þvöguna.
 
Ábyggilega þónokkrir útlimir hafa fokið burt. En ég skipti mér
ekki af því. Ég stóð þarna, inní miðri þvögu sandkatta, með
katar og sál fulla af kænsku. Er hægt að biðja um meira?
 
Ég byrjaði að höggva, ein kattarkonan hoppaði upp og ætlaði
að lenda oná mér og þannig yfirbuga mig… Hræðileg mistök.
Ein kattarkonan fleygði gas-sprengju í áttina til mín svo að ég
þurfti bara að beygja mig og hoppandi kattarkonan fékk
kafnandi velkomnun þegar að hún lenti. Ég sweep-kickaði
tvær kattarkonur, og í sama mund kom Namó hlaupandi og
slammaði hausnum af einni mjög óheppinni kattakonu… Ég
kataraði magann á einni kisunni. Og sparkaði hina í fótinn,
með þeim afleiðingum að hann brotnaði. Namó var fljótur að
smalla hvert bein í þeim kattarkonum sem að ég var ekki
búnað myrða…
 
Alltíeinu datt ég um eina kisuna, á hlaðinn vegg… “ÁÁÁÁÁÁ!!!” 
veggurinn sem ég hafði dottið valt yfir mig. Svo að í ljós kom
stigagangur, niður á við. “Mér sýnist að “kisurnar” hafi verið á
fullu að hylma yfir aðal stað salamandranna…” Sagði Namó
og hjálpaði mér upp. “Mér er sama… Sækjum hina og klárum
þetta af.”
 
Það tók okkur dálitla stund að finna hina, við þurftum líka að
hjálpa Tiori og Ushumu, með hóp illkvittina risa rottna…
“Hræddur líka við mýs Tior?” “Nei, þær voru bara of stórar…”
 
Við gengum öll niður stigaganginn. Sem leiddi okkur inn í
stóran sal. Í honum miðjum var altari. Þar sem stór
(grænglóandi að sjálfsögðu) Salamandra. Sem var að
framkvæma einhverja athöfn. Á altarinu stóð einhverskonar
nisti, og upp frá því stafaði geisli. Þetta var höfuðhæutinn á
Horadric staf….
 
Alltíeinu sóttu fram einar 200 Salamöndru eðlur. Hópurinn
gerði sig undirbúinn. Ég brýndi mína heittelskuðu katara á
brynju Tiors og hljóp fram í gagnárás.
 
Ég var sú fyrsta sem lenti á Salamöndrunum. Ég skemmdi
algerlega “deit”plön einnar salamöndrunar, uns ég risti
katarnum þvert yfir andlit hans. (Ég heyrði síðar að hann hefði
farið til lýtalæknis, en það er önnur saga…) Tior sótti fram og
rak hverja salamöndruna á fætur annari í gegn, og ruddi sér
leið að altarinu. Ég gat ekki hjálpað honum, of langt í burtu… Í
staðinn hélt ég áfram að lumbra á salamöndrunum með
restinni af hópnum.
 
Tior lamdi prestssalamöndruna í hausinn með skildi sínum
sem að gerði hann svoldið ruglaðann. Ushuma tók eftir
þessu hetjulega dueli og ákvað rétta Tiori hjálpar ör og skaut í
hendina á salamöndrunni. Hún notaði fríu höndina og lamdi
Tior í hausinn með klónum sínum, og hálf rotaði hann. En þar
sem að Tior var nú pally, hélt hann áfram og hoppaði og
hjásparkaði salamöndruna í hausinn. Hann lenti svo á
skottinu á henni og skar það af. Við það missti hún jafnvægið
og datt… Og eftir það, ja…. Þá dó salamandran. Tior hirti
skartið og þá…
 
Ég leit til hliðar… Það skutust geislar upp úr altarinu. Sem
virtust vera gleyptir sólargeislar. Sem sendust yfir hóp
salamandranna. Þær gáfu frá sér skelfilegt vein, eins og ég
hefði verið að lýsa því yfir að manninum hefði verið útrýmt og
þau þurftu að lifa á káli þar sem eftir var ævinar. Og
sólargeislarnir gerðu gat á þakið, og fóru beint aftur á þann
stað sem þeir áttu að vera á.
 
“Lof sé ljósinu…” Muldraði hinn trúaði Tior. Hann stakk
hausnum inná sig í flýti, við vorum öll forvitin að sjá hvort að
þessi ruglingslega ferð hefði nokkuð gefið okkur blessaða
sólina aftur…
 
 
Og… Já! Hún var kominn, í algeru grillstuði og heitari en
nokkru sinni fyrr… Það besta var, Malak hafði gleymt hvar
waypointið var, svo að við þurftum að labba heim…. “Af hverju
gat ég ekki bara sleppt þessu…” muldraði ég uns ég strauk
svitaholurnar sem voru orðar eins og dettifoss…
 
Við komum 3 tímum síðar að Lut Gholein. Jehryn kom að mér
og Tiori, mig langaði helst til þess að fara að sofa, en, nei….
Hann maðurinn með vefjahöttinn þurfti endilega að vera með
svo merkilegt málefni, að það þoldi enga bið: “Jæja, fyrst að
þið hafið fært okkur aftur sólina. Þá held ég að ég geti treyst
ykkur fyrir svolitlu… Eins og þið kannski vitið hleypti ég
“gleðikonum” borgarinnar inn í höllina fyrst þegar vandræðin
byrjuðu. Það var alltílagi þar til að það opnaðist undarleg glufa
inní kjallara hallarinnar, og allskonar púkar og árar komu út.
Þeir slátruðu flestum, aumingja stúlkunum. Og hafa menn
mínir verið að berjast tapandi bardaga alla daga síðan…. Ég
bið ykkur. Ef að þið sjáið ykkur fært að hjálpa….” Ég greip fram
í fyrir honum: “Okí, dókí lagsi, en  við þurfum fyrst að fara í
stafagerðina og hvíla augun svoldið….” “Takk Carver. Ég þarf
að fara núna… Útskýra sólarhvarfið betur. Þið vitið…” Sagði
Jehryn og fór. Ég og Tior löbbuðum inná torg til þess að tala
við Cain um stafinn…
“Aaaah… Ég sé að þið hafið fundið höfuðhlutann… Núna, fyrst
að þið eruð kominn með alla hluta Horadric stafs. Getið þið
núna gert stafinn sjálfan…”  Hann tók fram kubbinn: “Látið
báða hluta ofaní…” Við gerðum það. Biðum í svolitla stund.
Opnuðum, og Voila! “Vá….” Sagði ég með hugfanginni röddu.
Þetta var fínn gripur. Sléttur og fallegur, ég prufaði að
meðhöndla hann, hann var hið fínasta vopn…
 
“Þetta er allt sem að þið þurfið til að opna grafhýsi Tal Rasha.”
Sagði Cain, brosið uppmálað. Ég þakkaði fyrir mig og fór.
Hvað var Tior alltaf að pukra við Cain? Ætli þeir séu að
undirbúa afmælið mitt? Ég nenti ekki að pæla í því. Ég fór inn í
herbergið mitt, dró yfir mig sængina. Og sofnaði….
 
Næsta dag, var ég vakin með morgunverð í rúmið. 11 vetra
þjónustu stúlka stóð yfir mér með sín stóru starandi augu
sem voru að grandskoða mig: “Ert þú sú sem þau kalla The
Carver?” “Jámm…” Sagði ég svoldið ringluð, reis upp og fékk
mér bita af nýbakaða indæla Aranoch brauðinu… “Þú ert…
Venjulegri en ég hélt (fyrir utan hárgreiðsluna…)” “Hvernig
þá?” Svaraði ég og kreysti fram bros… “Þú líkist svoldið
mömmu, væri hún 20 vetrum yngri…” Ég brosti,alvöru brosi
(það var enginn hér svo að ég leyfði mér það. “Þakka þér fyrir
væna mín.” Ég teygði mig í veskið og rétti henni hundrað
kóngs gulldúkata… Bara svona fyrir það að færa mér matinn.
Hún bókstaflega dansaði út úr herberginu og var rosalega
glöð. Hún hefur örugglega sagt takk eða eitthvað en ég var að
einbeita mér of mikið í því mikilvæga málefni að drekka
þennan indælis mjöð sem að hún kom með.
 
Þetta átti eftir að verða annarsamur dagur. Ég fór framúr
rúminu, klæddi mig, og fór niður. Atma stóð og var að tala við
einhverja konu. Ég hafði mælt mér mót með Drognan til að
tala við hann… “Ah! Nindala, fáðu þér sæti…” Ég settist niður
með annan mjöð í hendinni(Ath. Nindala á ekki í drykkjuvanda
þó svo að allt bendi til þess, þar sem Assasinar verða ekki
fullir ;) ) “Hvað var það sem að þú vildir spurja mig að?” spurði
hann, forvitnin falin bakvið langt skeggið “Já, skeggi minn
þannig er það nú að ég þarf á hjálp þinni að halda. (Annan
mjöð takk.)…  Hvað geturðu sagt mér um merkið á grafhýsi Tal
Rasha?”
 
Drognan settist aftur. Hugsaði í smá tíma og svaraði svo: “Já,
merkin… Eins og að þú veist, er  grafhýsi Tal Rasha merkt
sérstöku merki. Ég las einhvern tíma um mikinn mann að
nafni Horazon.” Horazon… Hver einasti Assasin hafði heyrt um
hann, hann hafði gert sér risastóran griðarstað í annari vídd
og voru þrælar hans demonar. Hann var mikill maður og er
sagt að inngangurinn að þessari vídd hafi verið þar: “Hvað
tengist hann því?” Spurði ég “Í griðastað hans er rétta merki
Tal Rasha…” Svaraði Drognan uns ég tók við öðrum miði.
“En… Það er mjög líklegt að Horazon sé látin, þar sem að
skrímslin gætu hafa náð að drepa hann. En þar með er ekki
öll sagan sögð. Gamall vinur minn í Vizerej claninu sem að
hafði barist í Tristram kom hingað fyrir skömmu. Maðurinn var
orðinn brjálaður (eins og flest allir sem börðust þar gott dæmi
er Blood Raven) , en sýndi höll Jehryns mikinn áhuga, Jehryn
gerði þau mistök að láta mannin fá teikningar af höllinni. Einn
daginn hvarf hann bara eftir að farið inní dýpsta kjallara
hallarinnar. Maðurinn hefur ávallt haft mikinn áhuga á
griðarstað Horazons. Og tel ég að hann hafi fundið  inngangin
að honum í kjallara hallarinnar….” Drognan lauk máli sínu og
ég 5. miðnum.
 
Ég kvaddi Drognan og fór út á torg. Ég ætlaði að hitta Tior, Tior
hafði tekist að fá Velku, Ushumu, Khandú og Malak til liðs við
sig. Ég sagði Tior frá því sem að Drognan hafði sagt mér og
við ákváðum að slá tvær flugur í einu höggi… Kaelan, vörður
hallarinnar hleypti okkur inní höllina, þar sem að við mættum
Jehryn. Hann tók sér kyndil í hönd og fór með okkur niður tvær
hæðir… “Ég óska þess að ég gæti farið lengra, en ég þarf að
sinna bænum….” Við kvöddum hann og héldum inn.
 
Ég datt. “Á! Hvað í andskotanum… (Gisp!)” Ég hafði dottið um
tvær dauðar gleðikonur, svo á veggnum hékk dauður vörður.
Ég stóð upp, leit í kringum mig. Það voru lík í hverjum einasta
stað. Huggulegt eða hitt þó heldur. Ég tók upp exina mína og
setti hnífinn í aðra hönd. “Komum!” Sagði Tior með
spariröddinni sinni. Bráðum komumst við að því hvað það
eiginlega var sem að  hafði drepið allt þetta fólk. Hurð var
hrundið upp. Risastórt 3 og hálfs metra hár Mauler (hálfgerð
tröll) stökk fram og lamdi Khandú inní vegginn. “Ó… VÁ!!!
Þessi hefði átt að fara aðeins varlegar í hlaðborðið” Sagði ég
og beygði mig undan risastórri furu sem að þessi hálfrisi hélt
í hendi sinni. Ushuma skaut örvum á hann eins og að hann
væri risastór rjúpa. Og Velka sendi eldbolta af öllum stærðum
og gerðum með þeim skemmtilegu afleiðingum að það
kveiknaði í kylfunni hans. Svo að hann gæti líka grillað okkur!
Hverju öðru er svosem við að búast frá 17 vetra gamallri
Sorceress? Ég ákvað að hoppa uppá þetta tveggja tonna
hálftröll og lenti á höfði þess þannig að það var eins og ég
sæti á háhest. “Tior fleygðu til mín sverðinu þínu!!!” Öskraði ég
og barðist við að það að þetta risastóri kjöthleifur kastaði mér
af baki.
 
Ég greip sverðið á lofti. Snéri því við og. “SLACK!!!!” Ég renndi
því ofaní háls skepnunar og blockeraði öndunarveg þess.
“TUMP!!!” Maulerinn skall á gólfið með miklum tilþrifum og
blóðklessum. Ég rétti Tiori sverðið sitt “Takk fyrir lánið…” Ég
var sú fyrsta til þess að strunsa niður á næstu hæð. (Khandú
var sá síðasti þar sem hann var hálfvankaður greyið >)  )
 
Þar niðri sat hópur eyðimerkur skepna (Dune Beast) og var að
éta nýfallinn hermann. “Ha? Eyðimerkur skepnur? Í kjallara?
Ég hélt að eyðimerkur skepnur ættu heima í eyðimörkinni”
Sagði ég og hljóp fram. “Það eru DuneBeast  í ÖLLUM
kjöllurum, vissirðu það ekki!?”  Sagði Tior háðskulega uns
hann hljóp fram strax á eftir mér. Ég rak Katarinn minn í
gagnaugað á fyrsta Dune Beastinu. Heilinn gusaðist
smekklega út hinu meginn og  blindaði nokkra aðra Dune
Beast. Ég fór á bak einum blinduðum Dune Beast og beindi
honum í áttina að einum vini sínum. “HAPS!” Blindi Dune
Beastin át höfuðið af hinum mjögsvo dauða vini sínum. Þá tók
ég upp hníf (Yeta hnífinn úr Acti I) og stakk honum niður í heila
fáks míns. Tior og allir hinir ævintýra mennirnir kláruðu hina 5.
Við fórum niður á síðustu hæð…
 
Og…. VEI!!! Þar komum við að fimmhundruðogeitthvað
skrímslum. Ég kom auga á undarlega rifu sem leit út eins og
einhverskonar afbrigði af Town portal. Þarna var glufan okkar
kominn. Það komu 3 skrímsli í viðbót út…. Velka, sem hafði
verið að æfa nýjan galdur svoldið lengi ákvað að prufa hvort að
hún væri búnað ná honum áður en skrímslin uppgvötuðu
nærveru okkar. Og… Búmm!!! Það komalltíeinu hörku
snjóstormur sem að frysti vel yfir helming skrímslana. Ég sótti
fram og lamdi alla þessa lífvana snjókalla og sprengdi þá í
fullt af litlum snjókornum… Alltí einu komu skrímslin sem eftir
voru að mér og voru staðráðin í því að aðskilja höfuð mitt frá
sínu upprunalega heimili. Þá mundi ég alltíeinu eitt…
Eiginleikinn sem að Charsi hafði gefið Kötörunum mínum! Ég
frysti fyrsta skrímslið sem að reyndi að snetra mig með
álitlegu bichtslappi í framan. Ég sparkaði hann svo á félaga
sína fyrir aftan, sem að drap þrjá a.m.k. Þá stigu félagar mínir
fram.
 
Eftir eins klukkustundar bardaga vorum við búin að vinna
afgerandi sigur. Ég hreinsaði frostrósirnar af Katarnum
mínum. Tior horfði á portalið, svo á mig. “Dömurnar fyrst…”
Sagði hann, glottandi. “Tior minn, þú gleymir einu, Ég er ekki
dama…” Ég steig í gegn. Það sem að ég sá hinumegin var
rosalegt….
 
——–To be continued——-
 
Úúúúúú…. Spennandi. Jæja, núna er Nindala alveg að fara að
klára Act II Þar sem að síðasti hlutinn er næsti hlutinn…
 
Verði ykkur að góðu og vona ég að þið afsakið hinar
endalausu stafsetningarvillur sem að þið hafið fundið.
Endilega haldiði áfram að senda inn álit ykkar á því hvernig
persóna Nindala er. Það var mjög gott að fá álit Gigga og Max,
þakka ykkur fyrir.
 
Bestu kvejður. HackSlacka
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi