Act II part III: Dökknuð sól og brotinn stafur Diablo II Saga Nindölu Act II Part III: Dökknuð sól og brotinn
stafur.
 
(Ath. Það er þó nokkrir partar eftir af Act II sem þið verðið að
afsaka)
 
Ég og Tior stigum inn í grafhýsið… Loftið var þungt, gamalt… Á
veggnum var myndletur búið að bora sig inní hvern mústein.
Truflandi þögn lék um eyru okkar og ekkert hljóð heyrðist
nema hrot stórrar leðurblakar sem svaf hangandi á hvolfi eins
og þvottur hengdur til þverris. Við vildum ekki vekja hana, hún
var á stærð við hval. “Fullkomið…” Muldraði ég með viðeigandi
glotti, uns við læddumst fram hjá leðurblökunni… Þá vildi svo
skemmtilega til að hinn glansandi vinur minn steig á augljósa
lausa hellu: “Oh, Shit!!!” Eldur gossaði úr öllum áttum, það
munaði hársbreydd á því að ég hefði orðið að djúpsteiktri
rækju: “Mér fannst sólin nú þægilegri!” Öskraði Tior. En
hljóðbylgjurnar frá öskri hans voru kæfðar með þeim
viðeigandi hávaða sem fylgdi öllu þessu eldgosi.
 
Þegar holurnar í veggjunum höfðu fengið nóga útrás og
eldurinn hætti, kom í ljós sú skemmtilega staðreynd að við
höfðum vakið leðurblökuna og félaga hennar…
 
RITSS!! Tior hjó vænginn með listalegu höggi beint á liðinn.
Sem var EKKI sniðug ákvörðun… Tíu trylltar leðurblökur flugu í
áttina að okkur á hraða sem hefði framkallað hvirfilbyl á innan
við hálfri sekúndu. Ég sá mér þann kost bestan að reka
Katarana mína út í loftið og athuga hvað myndi gerast… Tior
lyfti upp skildi sínum og rak sverðið sitt út í loftið líka:
SPLATT!!! Ein leðurblakan var núna smurð yfir skjöldinn hans
Tiors með tilheyrandi blóði… Hinar höfðu beygt sig á síðustu
stundu. Ég tók upp nokkra  blade sentinela… Og viti menn!
Leðurblökurnar snéru sér við til að gera aðra árás, þær voru
að einbeita sér svo mikið að því að vera hættulegar að þær
tóku ekki eftir Blade Sentinelunum….
 
Ég og Tior og fórum niður á næstu hæð í þessu smekklega
húsi. Eftir að leðurblökurnar höfðu málað jarðhæðina
fagurrauða…
 
Önnur hæð var ekki mjög torfarinn. Reyndar var það bara ein
hindrun á þessari hæð, móðursjúk beinagrind sem ráfaði um
eins og hún hefði týnt móður sinni í verslunarleiðangri í Lut
Gholein… Ég og Tior ákváðum að drepa hana ekki heldur fara
bara strax niður á 3. og síðustu kjallarahæð í þessum
huggulegu húsakynnum.
 
Þegar við komum þangað inn. Minnti þetta helst á Zakarum
messu og að við værum tveir djöfladýrkendur sem væru
nýbúnir að lýsa andstyggð á ljósinu. Þetta var stór salur. Og í
honum miðjum var glansandi kista. Ásamt 200 skrímslum af
öllu tagi, samt var meirihlutinn beinagrindur og múmíur
töluvert líkar Radament, sem gerðu það sama og Radament,
lífguðu beinagrindurnar við…
 
Við ákváðum að sóa ekki tímanum heldur sprettum við bæði
inn í miðja þvöguna og  tókum allt í tvennt sem vogaði sér að
reyna að stoppa okkur. Markmiðið með þessu
brjóstumkennanlega áhlaupi var það að drepa múmíurnar
svo að við þurftum að drepa hverja beinagrind ekki oftar en
einu sinni…
 
En þá kom babb í bátinn. Það kom ein grænglóandi (Stuuun!)
múmía sem hafði þann skemmtilega eiginleika að geta lífgað
múmíurnar við… Tior hafði króað sjálfan sig af, útí horni,
hægra meginn. Ég var hinsvegar svona 7 metrum frá grænu
múmíuni. Það var allt sem ég þurfti, ég hoppaði upp á eina
múmíuna, það kom mér í þá hæð sem ég þurfti. Ég hoppaði
af henni, sjö metra áfram, með katarana fyrir framan mig. Því
miður hafði múmían stóra langa kló á hendinni sinni.
 
“SLAKK!!!!” Ég og lenti á grænglóandi múmíunni, hún rak upp
ógeðslegt hátíðniöskur, sem hefði hæglega getað  sprengt
allt gler í Lut Gholein. Ég rak katarinn nokkrum sinnum í
viðbót  inn í fráhrindandi hold múmíunar, bara svona rétt til að
ganga frá henni. Hún hneig niður, dauð. Fyrst þá tók ég eftir
því hvað kló múmíurnar hafði gert við mig. Klóin hafði stungist
í gegnum handlegginn á mér (á sama stað og alltaf sem fór
virkilega í taugarnar á mér.) Þannig að ég gat ekki hreyft hana.
Klóin var u.þ.b. meter á lengd og lenti í miðjum liðnum. Að
reyna að hreyfa hana var eins og að reyna að lifta hval úr
tvíbura sjónun. “AAAAH!” Ég var þarna. Á hnjánum, með 1
metra kló í gegnum mig og var að lemja beinagrindur, sem
lifnuðu við(sumar “venjulegu” múmíurnar voru en á lífi) nánast
um leið maður fjarlægði katarinn úr fráhrindandi andliti þeirra.
Tior var mín eina von, ohh, hann átti eftir að plaga mig lengi
með þessu. “Tior!” Öskraði ég “Viltu ekki bara koma hingað
áður en þeir gera mig að innyflis kássu!?” “Segðu plís…”
Sagði hann glottandi uns hann stiklaði einhvern veginn í
gegnum þvögunna til mín. Hann var búnað drepa allar
múmíurnar nema eina.
 
Þegar við vorum búnað drepa sömu beinagrindurnar í rúman
klukkutíma, ákvað ég loksins að leggja orð í belg: “Tior minn,
okkur miðar ekkert með þessu, eigum við ekki bara drepa
síðustu múmíuna, taka kistuna og drulla okkur svo burt?” “Jú,
þú segir nokkuð!” Hann losaði sköldinn af hendinni, gerði sér
lítið fyrir og fleygði skildinum beint í ófrýnt smettið á síðustu
múmíunni svo að það dreyfðist um alla veggi. Síðan slíðraði
hann sverðið, opnaði Town Portal og tók náði kistunni. Ef að
hann myndi reynda að halda á mér myndi ég enda líf hans á
MJÖG óþægilegan hátt, þótt að við værum vinir, hann vissi það
svo að hann reyndi ekk einu sinni að hjálpa mér á fætur.
Heldur bara rétt tók hann í mig. Ég stóð upp, hljóp í gegnum
portalið, og kastaði blóðugri klónni frá mér.
 
Þegar við komum til Lut Gholein hafði örrugglega vel yfir
helmingur blóðsins óvart yfirgefið líkama minn. Við náðum að
strunsa til Föru.
Það var hálf búið að líða yfir mig, þegar Fara byrjaði að græða
sár mín. “Þú ert heppin að handleggurinn er enþá á!”  Sagði
Fara og lyfti höndunum aðeins lægra til að græða aðeins
meira. Ég glotti: “ T-T-T-Tior… Hvað m-m-með
skö-skö-skjöldinn þinn!? Heh?” “Æ, þetta var bara eitthvað
drasl sem ég keypti á flóamarkaði í Kurast í síðustu
trúboðsferð, skiptir engu…”  Þetta var ástæðan fyrir því að ég
og Tior vorum vinir, þrátt fyrir hetjustælana, var hann alvöru
efni í Assasin. Ég fann blóðið streyma um æðar mínar. Fara
hafði endurnýjað það.
 
Eftir smá hvíld fórum við og kíktum á kistuna sem Tior hafpi
gripið með. Við opnuðum; hún var stútfull af gulli. Þar var líka
exi og skjöldur, ásamt…. Hvað var þetta? Einhverskonar,
kubbur? Þetta hlaut að vera þessi…. “Horadric cube” Við
hrukkum við. Cain stóð fyrir aftan okkur með stafinn sinn og
var að glápa á kubbinn sem við vorum nýbúnað draga upp:
“Horadric kubburinn er miklu miklu verðmætari en þú getur
ýmyndað þér…  Hann getur ekki aðeins soðið saman Horadric
staf, heldur líka myndað aðra hluti úr nokkrum. Eins og til
dæmis 3 gimsteinar af sömu tegund gera einn af hærri
tegund… Þennan kubb máttu ekki selja. Það eru til
óendanlegar formúlur, en ég verð að leyfa þér að uppgvöta
þær…” Ég horði vantrúuð á kubbinn. “Getur þetta…!?”  “En hvor
okkar á þá að geyma hann?” Spurði Tior “Þú mátt geyma
hann svo lengi sem ég má nota hann…” Sagði ég með
einstaklega kærulausum svip… “Ég skal geyma hann, ef að
þið viljið…” Sagði Cain. Við vorum fljót að afhenda hann. Við
þurftum nefnilega að finna næsta hluta og það fljótt. Tior tók
skjöldinn og ég exina. Við fórum úr borginni.
 
 
 
Við vorum búnað labba í hálfa dagsstund. Í þetta skipti tókum
við mjög mikið af vatni með. En það kláraðist á helmingi þess
tíma er vanalegt var. Eftir að hafa gengið í nokkra stund,
komum við að vin. Við Tior hlupum þangað með þeim litla
krafti sem sólin hafði ekki grillað í burtu.
“Aaaah þetta var gott Tior! Tior? Tior!?” Ég leit til hliðar, Tior
hafði dottið ofan í holu. “Það er nú ekki mjög hetjulegt að detta
ofan í holur…” Sagði ég og stóð yfir honum. “Nei, en komdu,
mig grunar að einhver hlutinn sé hér…” Ég hoppaði oní til
hans. Þetta var nokkurskonar völundarhús úr sandi.
 
Þröngir gangar með slímhurðum svo langt sem augað eygði.
Við byrjuðum að mjaka okkur áfram, þegar við vorum búnað
labba í rúman hálftíma, mættum við mýsvarmi, engum
venjulegum býsvarmi! Þetta var Aranoch mýsvarmi! Eina leiðin
til að drepa þá var að nota galdra á þá þar sem hefðbundin
vopn virka ekki á þá. Ég ákvað að nota eldgamla Assasin
morð aðferð, Wake of fire. Á meðan var Tior að reyna að skýla
sér með nýfegnum skildi. Wake of fire var nokkurs konar
byssa sem hægt var að ákalla(summona fyrir þá heimsku :/ )
þegar minnst varði. Hún kveikti í óvinum manns og grillaði
eins smjör. Mýin duttu niður, dauðar. Við Tior héldum áfram
niður á næstu hæð.
 
Eftir að hafa gegnið dálítinn spöl sáum við ógeðslega sjón:
Einn af mercenairunum hans Greiz öskraði uns hann var
vafinn inn í slím af 3 Sand maggots.(Alminnileg þýðing
óskast: s.s. ekki sand lirfa) Við Tior frusum. Ég varð reið, mjög
mjög reið….
 
“YAAAAAAAAAAAH!!!!!!!”  Ég gat ekkert að þessu gert, ég bara
öskraði með öllu því hatri sem ég hafði á þessari illsku. Ég
hoppaði heljarstökk ofan á einn af maggotunum. Síðan hjó ég
tannklærnar af honum svo að hann kvaldist til dauða. Hinn
náði að  bíta í löppina mína. Það notaði ég mér og lyfti hann
upp með löppinni og slammaði henni í sandvegginn. Hún
bara sprakk! Hennar ógeðslegu innyfli dreyfðust út um allt. Ég
var stóð þarna, útötuð í maggot blóði. Og bjó mig undir það að
lyktin myndi draga að fleiri. Tior sagði ekkert, hann skildi þetta.
Hann gáði að púlsinum á mercenairiunum, “Hann er dáinn…”
Sagði hann, grafalvarlegur. “Ég veit…” sagði ég og stundi út í
loftið.
 
Við heyrðum dunk. Við gegnum aðeins nær. Við komum að
sal. Þar var risastór móðurmaggot, “Hvað í!?” Hún var svona
20 metrar að flatarmáli.risastór og feit. Gerði ekkert nema að
verpa eggjum og fjölga þessum ógeðslega kynstofni. Ég
sneri mér að hurðinni, Við heyrðum mikinn hávaða. Við fórum
í bardagastöðu, “Núna fáiði þetta borgað ógeðin ykkar!”  300
brjálaðir maggotar, allir í vígahug. Við klashuðum inn í
voðalegan návígisbardaga.
 
Ég rak Katarana mína upp í hökuna á fyrsta maggotinum sem
hoppaði á mig. Þannig að heilinn slettist á þá fyrir aftan. Sem
gerði þá mjög reiða. Þeir bitu sig áfram og spýttu eitri út í allar
áttir. Tior fékk slettu á sig og átti erfiðara með því að berjast.
Ég  sparkaði heilan úr einum maggot og hoppaði til Tiors til
þess að aðstoða hann.
 
Við börðumst við þennan óþjóðalíð í meira en klukkustund en
samt hættu þeir ekki að koma. Alltíeinu uppgvötaði ég eitt.
Egg! Maggot egg sem klekjast út á minna en mínútu.
Drottningin verpti 100 eggjum á mínútu. Frekar leiðinlegar
aðstæður… Ég tók eftir kistu sem var í einu horninu. Stór, þung
og beitt. Tior hafði jafnað sig á eitrinu svo að ég gat farið og
náð kistunni. Ég stiklaði á hausunum á nokkrum óheppnum
maggotum og náði kistunni, tók hana upp og fleygði…
 
Hún lenti á maganum á risastórri drottningunni. Hún rak upp
einhverskonar angistarpödduskræk. Sem skarst í gegnum
merg og bein. Alltíeinu kom, skemmtilega í ljós. 180.000 Lítrar
af eitruðu maggot blóði. Það gusaðist út í allar áttir, enginn
tími til að hugsa um Tior. Ég sparkaði af öllu afli í veggin svo
að það fossaði sandur yfir mig. Hann veitti ágætt skjól gegn
blóðinu.
 
Örfáum mínútum síðar, eftir að skrækið hafði hætt. Kom ég
uppúr sandhrúgunni. Ég þurfti að bægja 300 kílóum af
maggotum burt, áður en ég gat fyllilega staðið upp. Ég leit yfir
þetta blóðbað, glotti og sagði: “Jæja, ég held að þið þurfið að
fá ykkur nýja drottningu…”  Einu tveir eftirlifandi maggotarnir
horfu furðu lostnir á mig. Eins og til að segja: “Ha….?” Ég
hoppaði ofan á þá í einni svipan. Svo fór ég og gá að því hvort
að Tior hefði verið eins smart og ég grafið sig oní sand.
 
“ *Hóst*… Hjálp, *hóst*!” Tior hafði þá verið eins gáfaður og
ég. Bara valið vondan stað, “Glansi minn, ertu fastur?”  Sagði
ég háðskulega og togaði hann út. Brynjan hans var öll út í
sandi, hann átti eftir að vera nokkrar vikur að hreinsa þetta af.
 
Ég sótti kistuna, og við löbbuðum út. Í von um að finna fleiri
maggota til að drepa. Þegar við komum út þurftum við að taka
Waypoint að Lut Gholein. En um leið og við stigum á
Waypointið, sáum við hræðilega sjón….
 
Sólin, var að hverfa….
 
———-To be continued———
 
Spúkí! Jæja börnin góð þið verðið í alvörunni að afsaka en ég
varð að enda hér :( Það gætu verið svona 1-2 partar eftir. Mér
datt hreinlega of mikið í hug!
En engar áhyggjur, næstu hlutar koma nógu fljótt.
 
Ykkar flippaði ofmargirpartarstafsetningavilluhöfundur.
HackSlacka.

Btw. Mér þætti gaman að vita hvernig þið lýsið Nindölu (i.e.
köld manneskja eða góðhjörtuð, eða bara að vinna sér inn
pening) bara svona til að gá, því að ég er að reyna að draga
upp ákveðna mynd af henni fyrir endann svo að það væri gott
að fá að vita hvernig manneskja ykkur finnst að hún sé. Sé ég
að gera eitthvað vitlaust, ætla ég að bæta úr því…

Góðar stundir. HackSlacka
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi