Saga Nindölu Act II Part I: Radament. DIABLO SAGA NINDÖLU. ACT II PART I: Radament

(Ath. þetta er skáldskapur. Hlutir eru ekki alveg eins og í Actinu
sjálfu )
 
Við vorum nokkra daga á leiðinni. Og lentum í nokkrum
vandræðum. Ekkert alvarlegt, Saber kettir og Cave Leapers…..
Cain og Warriv gerðu ferðina bærilegri, með ýmsum sögum af
sér og fyrri tímum. Þetta voru rosalega lífsreyndir menn… Alltí
einu sá mann í með hettu…. langt í fjarska, og eltandi hann
var…. Maður! Humm… Líklega bara ofsjónir. Ég lagðist niður
og fékk mér blund í steikjandi sólinni.
 
Tveimur dögum síðar komum við til Lut Gholein. Ég hafði
komið hingað einu sinni áður. Ég átti að afgreiða eitthvað
gimp hér í eyðimörkinni og var nokkra daga að trakka hann
niður. Í þeirri ferð rakst ég á Tior (eins og í svo mörgum).
 Þetta var mögnuð sjón…
 Þegar við komum inn var borgin ekki eins full af lífi og síðast.
Mikið vantaði af öllu því fólki sem var hérna venjulega, borgin
var samt fjölmenn. Aðallegaævintýra mönnum, maður gat
varla komið sér fyrir á götunum.
Ég raks í eina Amazon uns ég labbaði að Föru. Paladini sem
ég hafði hitt í minni síðustu heimsókn. Hún var einnig
Járnsmiðurinn í bænum, og mjög færi á því sviði.
Ég kom auga á hana um leið og ég labbaði inná torgið. Þar
stóð hún og var að rökræða við annan paladin: Þetta var Tior.
“Jæja hvað höfum við hér?” Sagði ég háðskulega um leið Tior
snéri sér við. “Nei sko! Nindala!” sagði hann háskulega. Hann
vissi að ég þoldi það ekki.
Ég og Tior vorum gamlir vinir og jafnaldrar. Við hittumst fyrst
fyrir 8 árum þegar hann bjargaði lífi mínu frá brjáluðum
galdramanni uppi í Scosglen. Hann og ég höfðum lifað af
ófáa ferðina.
“Jæja hvernig gengur þér og þessum glansandi riddaravinum
þínum?” Sagði glottandi um leið og hann svaraði “Bara vel, en
segðu mér. Hvernig gengur þér, nærðu skærunum af
höndunum?”  Við hlóum bæði kæfðum hlátri og föðmuðum
hvort annað (munaður sem ég sjaldan leifi mér.)
Við ákváðum að best væri að tala frekar saman á bæjar
kránni.
Hann pantaði malt. Ég sterkan mjöð…
“Ég frétti að þú hefðir afgreitt hana Andy gömlu…” “Jamm….”
sagði ég eins og mér stæði á sama. “Hvað syngur annars í
þér þessa daganna? Tior minn? Ertu að leita að drekum eða
bara að slæpast hérna?” “Nei…. Ég kom til að tala við Föru um
þetta með Baal…..” Mér svelgdist á “Hvað Þá?!?” Náði ég að
velgja út úr mér…
“Eins og þú veist hlekkjuðu Horadrimarnir, Baal hér í
Aranoch…. Talið er að Diablo hafi komið hér til að frelsa hann,
og í leiðinni hefur hann vakið upp mörg skemmtileg skrímsli
hér í eyðimörkinni. Það útskýrir allar þessar… “hetjur” hérna…”
Hann benti á Ötmu. “Það er skrímsli sem sest hefur að í
ræsum borgarinnar. Það hefur dreðið marga borgarbúa, þar á
meðal fjölskyldu hennar. Í gær lofaði ég henni að drepa
skrímslið.” Það settist niður Sorceress við hliðina á okkur….
“…… Allavega.” Hélt Tior áfram. “Ég gæti þegið smá hjálp
þannig að ef að þú vilt…” Ég stóð upp. “Heh! Ertu að biðja mig
um aðstoð Tior minn? Stolti paladininn?” Hann náði ekki að
svara. “Alltílagi…” sagði ég og stóð upp til að panta herbergi….
Ég var þreytt.
 
Ég vaknaði eldsnemma morguns. Klæddi mig í og gekk fram.
Ég náði einum miði og fór út á torg. Þar hitti ég Drognan.
Vizjerei galdramann sem hafði einu sinni aðstoðað mig með
það að ná spilltum reglubróður hans fyrir 2 árum.
“Jæja. Drognan minn.” Sagði ég með minni alþekktu Assasin
háðsku…
 
“Hvað geturðu sagt mér um hann Radament?” Hann sneri sér
við. Greinilega ánægður að sjá mig. En þessi leiðinlegi vani
hans að sýna enginn sviðbrigði lét mér líða eins og hann
hefði bara verið að finna týndan tannbursta. “Nindala! lang
síðan.”
 
Ég og Drognan ákváðum að fá okkur göngutúr og rifja upp
gömul kynni.
“Ég og Fara höfum verið að rannsaka þetta með hann
Radament….” sagði hann. “Við vitum lítið en, það r er næstum
því víst að hann er gömul Horadrim múmía. Ef þú getur talað
við mig síðar þá er ég örugglega með eitthvað meira
bitastætt.”
Ég hataði að bíða. Ég hataði líka leiki. Það eina sem mér
fannst í rauninni gaman á þessum tíma var að sneiða
demona í litla bita með Kötörunum mínum með frostinu á og
hoppa síðan ofan á líkum þeirra.
 
Ég labbaði að höfninni.
Þar sátu börn að reyna að veiða. En, hvað var þetta? Hendi?
Hehe, annaðkvort hefur einhver verið að fikta of mikið með
öxina sína, eða þá að Radament væri að fletta líkams leyfum
af fólki…..
Altí einu labbaði til mín maður. Stór og austrænn í útliti
(austur=kurast) “Þutta gjurist uft þessa duganna.” Sagði hann
“hundum og luppum og hufðum skjolar upp úr ræsunum eða
þá fláð lík.” Ég fékk hroll. Jæja, svo virðist sem hann
Radament sé með kjöt á matseðlinum þessa daganna.þþþ
“Og hver ert þú?” Spurði ég. “Jéf ar Meshíf. Kapteinn á skipenu
hérnuh! Jerhin hefurh banneð mjur að fura þángað tul að þuð
ar orðið örrugt að ullt sé í lugi…”
“Humm og veistu eitthvað um Radament?” spurði ég. “Neij því
muður ekkih mukið. Numu barrah þuð að hunn ur múmía
sum étur fulk…” Hreimurinn leyndi ekki á sér. Hann var sjóari
frá suður Kurast.
 
Ég hitti Tior á barnum rétt fyrir hádegi…. “Jæja glansi minn,
ertu tilbúinn í alvöru hasar?” “Betur en þú og þín skæri…”
Svaraði hann glottandi.
 
 
Við komum niður í Holræsið í gegnum fallhurð, sem var í
miðju borgarinnar. Hann dró upp sverð og skjöld, en ég
Kataranna mína tvo.
Það komu um 38 beinagrindur sem ætluðu sér að ganga frá
okkur á hina ýmsu smekklegu vegu. Því miður tókst það ekki
svo vel. Og voru þeir orðnir að veggjaskrauti áður en þeir gátu
sagt Diablo.
“Heh, þetta var nú bara auðvelt.” Sagði Tior með tennurnar svo
skínandi að þær gætu orðið staðgengill sólarinnar í nokkur ár.
“Svona Hamstrar eru nú bara ekkert. Bíddu þar til þú kemur að
alvöru skrímlum…”
 
Við tókum stigagang niður á næstu hæð. Þar var Radament….
 
Við komum inn í herbergi með a.m.k 500 Beinagrindum. Og
einni stórri múmíu… Þetta var Radament.
“YAAAAAAAAH!!!!!” Öskraði ég uns ég fjarlægði lífið úr þessum
beinagrindum með hinum ýmsu smekklegu aðferðum.
Ég fann adrenalínið flæða um æðar mínar. Ég naut óttans,
blóðsins og dauðans. Ég var The Carver…
 
Ég smallaði eina beinagrind sem kom fyrir aftan mig í
hausinn. Síðann tók ég kindil af veggnum. Ekki það besta, en
Katarar eru ekki ókjósanlegustu vopnin móti beinagrindum
sem eiga það til að festa kataranna á milli rifbeina sinna:
Ég sveiflaði kindlinum í kringum mig. Þrjár beinagrindur hlupu
brennandi að félögum sínum. Alveg rosalega dauðvona. Ég
Dragon Talonaði tvær þeirra og Tior virtist líka ganga vel.
Hann gerði allt með riddara stíl. Í brynjunni sinni glansandi
með sverðið og skjöldinn. Bara hvítan hest og hann hefði
verið klipptur út úr ævintýrasögu.  Hann sparaði heldur ekki
klisjurnar: “Taktu þetta illi fjandi!” Sagði hann rosalega
hetjulega. “Tior minn, prinsessur eru oftast ekki í ræsum”
Fullyrti ég glottandi. “Nei, allavega ekki þú, ef það er það sem
þú ert að meina…”
 
 
 
En altíeinu risu beinagrindurnar upp. Sprellifandi!!!(Eða ja…
þið vitið….) Ég kláraði af þessa sem ég var að basla við og rak
sömu beinagrindina aftur í gegn.
Eftir skamma stund var þetta orðið svoldið svona “Hey? Var ég
ekki að drepa þig rétt áðann?”
 
“Eru þetta nógu erfið skrímsli?” spurði Tior og aðskildi höfuðið
frá búk einnar beinagrindarinnar.
“Humm ég veit ekki…” Sagði ég og fleygði einni dauðri
beinagrind í tvær aðrar. “Veltur á því hversu oft þær lifna við”
Sagði ég glottandi.
 
Alltí einu tók ég eftir því afhverju beinagrindurnar lifnuðu sífellt
við: Radament var að endurlífga þær. Ég sá eina beinagrind
með hálsmen. Ég rikti því af svo að höfuðið féll af viðkomandi
aðilla og sveiflaði því og FONK!!!!
 
Radament var einni hendinni fátækari. Sem gaf mér tíma til að
komast til hans. Ég hljóp eins fljótt og ég gat, en þá kom auga
á svoldið. Þarna var svona rekki sem náði 2 metra upp í loft.
Og á honum hékk… Skinn?????
 
Þetta var stór  líkami, smíðaður úr hinum ýmsu útlimum
fórnalambar Radaments.
“Smekklegt…” sagði ég og hoppaði upp og gaf Radamenti
einn Dragon Tail í sitt virðulega ljóta fés….
Ég og Tior vorum ekki lengi að klára restina. Reyndar fékk
nokkrar skrámur og sár. En ekkert til að hafa áhyggjur yfir… Ég
tók eftir skjali sem Radament hafði misst.
Humm… hvað ætla svona múmía lesi sér til skemmtunar?
Hugsaði ég um leið og Tior opnaði town portal…. Ég tók
skjalið. Og fór aftur upp á yfirborðið.
 
———–To be Continued———-
 
Jæja börnin góð, núna er Nindala komin í eyðimörkina. Þar á
hún eftir að finna ýmsa vini, og líklegast til 5000 sinnum fleiri
óvini…
Vona að ykkur líki þessi þessi steypa, ég ætla að halda áfram
með hana núna, svo við sjáumst síðar….
 
Góðar stundir: HackSlacka
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi