Mig langar aðeins að hjálpa þeim sem eru nýbyrjaðir í TFT og þeim sem eru að spila Human.

Build:
4 peasants í námu og einn að gera barracks.
fyrsti worker gerir altar, annar farm og þeir fara svo allir þrír í að vinna lumber. þriðji og fjórði fara í gull. þegar barracksið er u.þ.b. 70% ready þá tek ég einn úr námu og geri annann farm með honum,hann fer svo í lumber.
Þegar seinni farminn er rdy þá geri ég 1 peasant og farm svo annann peasant um leið og það er nóg gull.(þarf ekki að gera peasant´ana strax en það gefur kost á að techa fyrr og að fara í rifles fyrr).
Barracks: None stop framleiðsla á footmans,best að gera 4-5 til að byrja með

Upp úr þessu getur maður gert hvað sem er, maður er kominn með hetju og 3-4 footmans þegar “seerrushið” kemur(það sem Orcar gera alltaf) og þá er bara að vera skynsamur og microa vel. Þetta er fínn grunnur svo er það bara háð hverjum og einum leik hvað er best að gera.

Ég hef spilað við allt að lvl 23 Human og hef prufað flest build sem ég hef lesið eða séð hjá human og þetta stendur uppúr. Getur vel verið að einhver notið þetta en ég hef ekki séð það enþá allavega.

Hetjur: Archmage og Bloodmage er óhugnarleg blanda Archmageinn er betri til að byrja ef maður ættlar að creepa. BM ef maður vill klára leiki á 5-8 min manadrainið gerir hetjur naktar og heldur stöðugri framleiðslu á flamestrike. Mountain King og Paladin eru fínar hetjur og það fer bara eftir hverjum og einum hvað menn vilja nota. MK fínn til að drepa hetjur og Paladininn helst lengur á lífi og er gott support unit.

Unit: kem kannski með eitthvað af viti seinna hérna en það er enginn einleið hjá Human hérna sem er að fara að vinna leiki þetta fer allt eftir því hvað andstæðingarnir gera og allie´inn þinn fer í. En..á móti…
UD. Footmans á móti fiends og defend svo sorc og mortar. Villt klára UD fyrr en seinna acolyt eru veikasti hlekkurinn á UD notaðu það.
Orc. Footmans og rifles svo sorc og spell breakers (SB owna orc svo eina sem þeir geta er að fara í taurens eða cats hvorutveggja eitthvað sem á að vera auðvelt að tækla) Þú villt ekki fara inní orca base fyrr en þú ert 97% viss um að þú getir klárað Það. og ekki í early game, burrow eru bara of öflug.
NE. Rifles,mortar,og einsfljót og hægt er að fá knights. Tanks geta unnið leiki á móti NE en þú villt bíða á móti þeim klára leikinn á 12-18 mins. Hunts eru sterkir í byrjun og flestir skipta of seint í mountaingiants(eða bears), þú tekur ekki hunts early game með human.Nema duel NE sem fara í fast hunts þá er málið að herorusha og heinsa wispa í báðum baseunum, eftir það þá er leikurinn auðveldur.
HU.Hafa blöndu af foot og rifles lesa hvað hann gerir. SB,mortar og presta á móti casters, ekki fara í sorc ef hann tekur SB og ef það gerist skaltu drepa þá eins hratt og þú getur og þá þér nokkra SB með þá verður etta bara spurning um mana svo þú villt hafa archmageinn með þér og brilliance aura.

ATh. Í öllum leikjum á maður 4-5 footmans eftir byrjunina og maður á alltaf að fara í knights fyrr en seinna. Air Sucks allt í lagi að gera flying machines sem anti air en ef þú ert tekinn með air þá áttiru að vera búinn að klára leikinn fyrir löngu það á enginn að geta unnið leik með air units, rifles eru fínt anti air unit. OG muna að uppfæra skaða og armor, armor á foot og skaða á rifles best til að byrja með.

Þetta er svona smá brot af því sem menn þurfa að vita til að verða góðir og best er að hafa 2-3 build á hreinu ekki treysta bara á eitt.

Afsakið stafsetninguna hún er slæm ég veit það.Nenni ekki að fara yfir þetta.
Og svo vil ég sjá meira af svona greinum!!!! Ef við Islendingar ættlum að geta eitthvað í war3 þá megum við ekki allir vera að finna upp hjólið. Við verðum að miðla því sem við höfum.


Kveðja Ljomi.