Já, paladin er ekki sá eini sem batnar, necromancerinn okkar fær sína plúsa líka, eins og einhver tók fram í greininni hér á undan fær Necromancer þá hæfileika að breyta sér í Vampíru ( http://www.battle.net/diablo2exp/images/other/vamp02.jp g ). Sem er verður meira en spennandi að prófa , en , þetta er ekki skill sem þú hækkar í , þú getur aðeins orðið vampíra með fullt Trang-Oul's Avatar ( http://www.battle.net/diablo2exp/images/other/vamp01.jp g ). Necromancerinn er bara nettur núna. Settið í 1.09 ( allt saman sett ) bíður uppá: 50% Resistance gegn öllu, +3 í alla skills, +100 mana, +200 defense, 0,5 auka healthPoint hverja sec og +15% mana endurhæfingu. Í 1.10 verður eftirfarandi bætt: Mana endurhæfing verður 60%. Hinsvegar það sem bætist við er alveg mikið, þar á meðal: Skaða dregið úr um 25% , eldingar varsla 50%, eitur varsla 40%, +150% auka defense, hleypur/labbar 40% hraðar, +2 summoning skills, 20% lífi stolið í hverju höggi sem vampíra , +3 fire mastery, +10 metor, +13 fire wall og +18 fire ball. Verður meira en athyglisvert að spila þennan char með fullt Trangs sett í 1.10.
Spurning hvort maður takinn upp diskinn og spili þegar þessi patch kemur út ? =)