Jæja, nú eru þrír dagar í að FT komi út og langar mig að koma af stað umræðu um nýjar “strategíur” sem að verða mögulegar með þessari viðbót.

Byrjum með Humans:
Blood Mage verður kynntur til sögunnar og held ég að hann og Archmage séu deadly blanda.
Mér sýnist humans vera orðnir langsterkasta racið varðandi air units, og þótti mér þeir hafa yfirburði fyrir. En nú er komin dragonhawk Rider til liðs við þá. Allt sem þá vantaði í air vs air combat er komið og vel það. Með Aerial Shackles geta DR gert óvirka jafnstóra sveit af t.d. chimera eða frostwhirms.
Einnig held ég að Steam tanks verði meira notaðir fyrst að þeir eru komnir með massivt anty air apparat.
Ég veit ekki allveg hvernig/hvort spell breaker virkar vel.

Orc:
Þeir fá Shadow Hunter, sem er mjög öflug hetja með healing wave (orc vantar healing í byrjun leiks) og hex (sem virkar á hetjur!!)
Ég held að Troll Berserker verði ansi öflugur, með helmingi minna cooldown en Headhunter, en sama damage (ath headhunter gerir massa damage, á miðað við að kosta bara 135 kall og 2 í mat). Ef menn eru að rusha þá held ég að Berserker geti verið ansi góð hugmynd.
Orc fá BatRider sem gerir siege damage og ég hugsa að það geti verið leiðinlegt að fá svoleiðis sveit í heimsókn þegar herinn manns er einhverstaðar allt annarstaðar á mappinu. Þeir geta rústað nokkrum byggingum áður en maður nær á staðinn.
Spirit Walker er með svalari unitum sem bætast við. Hversu erfitt er að drepa sveit af touronum, þó svo að þeir spretti ekki upp aftur frá dauðum!! Svo getur hann spirit linkað 4 tourona saman sem hafa þá samtals 5200 hitpoints!!!!! (ath infernal hefur 1500, og er vel illdrepanlegt). Svo verður hann bara ethernal og þá getur bara magical damace skaðað þá. Úff mar.. gott unit!

Night elves:
Hetjan þeirra er Warden. Með Blink og Fan og Knives getur hann gert slatta damage og komist undan. Ætti að vera auðvelt að levelast hratt upp með honum.
Ef ég er að spila night elves og er að nota birni þá hef ég alltaf amk einn í druid form til þess að kasta rejuvination, svo að ég held það taki því ekki að fá nýja upgraidið Enchanted Bears til að geta gert roar í bjarnarham.
Mountain Giant er hitpoint tunna sem er rosalega hentugur. Með Hardened Skin og Resistant Skin verður næsta ómögulegt að drepa þennan skratta. Og svo gerir Taunt það að verkum að allir ráðast á hann og enginn á damage dealing unitana (eins og archer eða driad) sem að óáreittir tæta niður her andstæðingsins. Svo getur risinn tekið sér kylfu í hönd og gert siege damage (þegar maður er farinn að lumbra á húsum, eru oftast öll óvina unit dauð, svo að það verður enginn fyrir risanum að ná sér í kylfu).

Undead:
Hetja þeirra er Cript Lord. Með impale (splash damage) og Spiked Carapace (sem skilar til baka 35% af skaða og gefur 7!! í auka armour, sem er vibba mikið) verður hann nokkuð öflug hetja sem getur tekið við og látið af hendi slatta af skaða.
Necromanserar geta nú gert sceletar mage sem eru vel betri en venjulegar sceletons, því þeir eru ranged, og þó að þeir geri minni skaða hafa þeir styttra cooldown.
Ég veit ekki nóg um Destroier til að fjalla um þá hér. En ég veit að þeir sem hafa spilað betuna eru að fíla hann í botn.

Jæja, nú er bara að kaupa leikinn fyrsta júlí og prufa þetta alltsaman.
ps afsakið slettur, allt of mikil vinna að vera að þíða hvert orð.. eins og til dæmis “ranged” hmmm…
Takk fyri