Rétt skal taka fram að þetta er aðeins hugmynd að Diablo III, fengin lánuð af www.diabloII.net. Þið sem haldið að hann komi aldrei út, verið ekkert að senda álit ykkar. Þetta er gert til gamans.

Maps og Waypoints:
Waypointin voru frábær nýjung úr Diablo I og munu halda stöðu sinni í Diablo III, nema þau vega meira og eru hluti af leiknum og questunum. Frekar en að vera staðbundnar dyr í bæina, hafa þau meira hernaðarlegt gildi í þessari baráttu við illu öflin. Spilarar mættu eiga von á að þau yrðu varin af djöflum á hinni hliðinni, ef þeir ætla að ráðast inn á óvinasvæðið.
Eitt sem Diablo II hefði mátt gera betur, voru fleiri aktívir NPCs líkt og barbarnir sem börðust við hlið manns í Bloody Foothills. T.d. í act II átti maður von á að verið væri að berjast hatramma baráttu um Palace Cellar, en bardaginn var þegar búinn. Djöflarnir höfðu unnið og biðu þolinmóðir eftir að maður kæmi og drap þá. Hefði fámennur flokkur palace guards barist með manni, væri þessi staður eitthvað annað en staður sem maður flýtir sér í gegn um til að komast niður á Arcane Sanctuary.

Öðruvísi Quest:
Leikurinn byrjar þannig að spilari er staddur í borginni Caverat umlukin varnarmúrum og þar ríkir hættulegt ástand. Djöflar hafa náð Waypoint í næsta nágrenni og streyma nú inn í borgina. Helmingur borgarinnar er undir þeirra stjórn og þar á meðal Waypointið sjálft. Borgin þarf sjálfboðaliða til að ná þessum hluta borgarinnar aftur. Þetta quest verður svipað og Den of Evil í Diablo II og þurfa spilarar að þurrka út allar ófreskjur til að ná aftur Waypointinu. Þegar því hefur verið lokið, mun borgin verða eðlileg aftur og spilarar eiga möguleika á að fylgja árásinni eftir með því að ná yfirráðum á Waypointinu á hinni hliðinni.
Annað ðruvísi quest er þegar spilari þarf að standast árás á nærliggjandi strönd. Árásin stendur af djöflum í borð herskipa. Hérna fær spilari hjálp frá NPC á stórum catapultum og öðrum sem verja þröngu leiðina frá ströndinni upp á klettana. Djöflarnir koma á 30 bátum, hver með 10 djöfla og koma þeir í tveimur bylgjum. Seinni bylgjan mun innihalda sterkari og hæfari skrímsli með hjálp fljúgandi púka. Questið samanstendur af öllu kortinu og djöflar birtast þegar spilari kemur inn á kortið. Skrímslin munu ekki líkjast neinu úr Diablo I eða II, þar sem þau standa kyrr þar til spilarinn kemur nógu nálægt. Hér mun hver árásarbylgja sækja fram og ná mikilvægum punktum í leið sinni upp á klettana. Spilarar munu hlaupa á milli þessara punkta, frekar en að taka á móti þeim á ströndinni, þar sem catapultin heyja stórskotaárás. Í lokin munu spilarar fá stig fyrir hve margir NPCs lifa, svo mikil áhersla verður lögð á að vernda þá.

…(meira seinna)

Jericho