Birt með fyrirvara um stafsetningar og staðreyndavillur

Hérna ætla ég aðeins að fjalla um sögu DII eins og ég þekki hana frá því rétt áður en LOD kom út.

Ég byrjaði að spila Diablo II fyrir alvöru rétt áður en LOD kom út, fyrir það hafði ég aðeins spilað í Single Player og var kominn með leið. Þessvegna, þegar ég heyrði um það að það ætti að koma aukapakki af þessum mjög svo skemmtilega leik gladdi það mig mikið.

Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir voru Sojs, OfurDupeaðir hringar í gamla D2 sem voru orðnir að einskonar gjaldmiðli. Ef þú áttir nóg af sojs gastu/geturu (oftast) keypt hvað sem þig langar í.

Snemma í Júní að mig minnir, 2001 kom Diablo 2: Lord of Destruction til Íslands. Ég skundaði út í búð, tók eintak úr hilluni í BT og fór heim að installa. Þetta var vægast sagt góð upplifun. Eitt nýtt “act” og hundruðir nýrra hluta voru komin. Allt í einu sá maður helmingi meira í 800x600 upplaun og allt varð bara skemmtilegra!

Þeir sem skoðuðu www.battle.net og bara battle.net notendur almennt sáu strax að það var komin ný kynslóð af hlutum. Gömlu góðu hlutirnir, s.s. Wormskull, Iceblink, Frostburns voru orðin verðlaus. Í staðin fyrir þau komu hlutir sem virtust of góðir til að vera sannir. Það má nefna Vampire Gaze, Arkaines Valor og Shaftstop. Í enda Júní 2001 voru þessu nýju hlutir, sem eru kanski ekkert rosalega mikils virði í dag að gera allt vitlaust!

Hver man ekki eftir þessu á trade channel:
MY 6 PERF SKULLS FOR 1 SOJ /w *xxxxxx

Það var á þessum tíma sem Diablo II var bestur að mínu leiti. Þá voru hacks/dupes í lágmarki og ekki var neitt um Meph/PindleBots né Maphacks. Dupes voru í einskonar “all-time-low” og það var bara virkilega gaman að spila.

Fjórum mánuðum eftir að LOD kom út hætti ég að spila, ástandið á þeim tíma var fáránlegt, 1.09 hafði komið út fyrir stuttu og innihélt flesta, ef ekki alla þá galla sem maður gat ýmindað sér.
Brátt, vegna Duping fóru Windforce sem áður höfðu selst á 40 Sojs að seljast á 20, brátt fór verðið niður í 10 og loks 2! Þetta var vont, en það átti eftir að versna.

Það sem er hér að neðan er aðeins það sem ég hef lesið mér um en ekki upplifað af alvöru. Ástandið versnaði enn, Blizzard hélt auðvitað áfram að eyða dupes en ekkert gekk. Nýjar leiðir eða “loopholes” komu fram í hverri viku og virtist sem ekkert væri verið að gera. Brátt komu svokölluð “Bugged” eða “hacked” items sem voru hlutir, búnir til á OPEN Battle.net og svo færðir yfir á Realms. Einnig komu fram “sameinaðir” hlutir sem lýstu sér þannig að þú gast (getur enn) fengið hring sem gerir það sama og vopn, eða hanska sem gera það sama og brynja!

“Sameinaðir” og “hackaðir” sem ég hef rekist á eru:
Occulus hringar
White Ring & Gloves
Wizardspike hanskar
Wizardspike hringar
Goldwrap hanskar
90vita/90str/90dex HEX small charm
+390 Str Gloves
Fullt af “bugged” hlutum, s.s. 30% Damage reduce String of Ears
og margt fleyra…

Það er rúmlega eitt og hálft ár síðan 1.09 Patchið kom út fyrir Diablo II. Einungis hafa komið út 1.09a,b,c og d síðan þá, b,c og d hafa öll verið nánast gagnslaus í baráttunni gegn svindlum.

1.10
Ástæðan fyrir því að ég er að byrja aftur er sú að það lýtur út fyrir að 1.10 fái loksins að sjá dagsins ljós eftir alla þessa bið.
Í þessu er Blizzard búið að lofa yfir hundrað nýjum hlutum, Nýju Ladder kerfi og aðrar, ekki jafn stórar breytingar sem tekur varla að telja upp hér. Þeir hafa líka lofað því að eftir 1.10 eigum við ekki að þurfa að horfa á fólk sem notar hacked eða bugged items.

Tilgangurinn með þessari grein er sá að fá fólk til að byrja aftur að spila D2, án hacks, dupes og bugs verður leikurinn aftur jafn skemmtilegur og hann var. Vonandi tekst Blizzard ætlunarverk sitt með því að ná að eyða öllum svindlunum úr leiknum!




Takk Fyri