Baal er bróðir Diablo og Mephisto. Hann deyr ekki í Diablo 2 en mun væntanlega deyja í viðbótinni. Ég hef ekkert slæmt um hann að segja en ég held að ég hafi heyrt nafn hans einhvern tíma áður. Biblían hefur sitthvað að segja um þetta. Munið þið þegar Gyðingarnir voru flestir hættir að trúa á Guð og farnir að trúa á einhvern annan guð. Og Guð fékk þá aftur á sitt band með eldingu sem lenti í kálfi. Spámenn hins guðsins voru drepnir og Gyðingarnir litu í eigin barm og skömmuðust sín.
Ég man ekki betur en að hinn guðinn hafi einmitt heitið BAAL. Er þetta rétt hjá mér eða er minnið að svíkja mig?
Gleymum ekki smáfuglunum..