Eins og flestir vita er núna Nationscup í wc3 í fullu gangi, og eitt af sterkustu liðunum í keppninni eru Team-Germany.
Þeir eru með gríðarsterkt lið og leikmenn eins og T.d. Dos.ping og Twinsen og svoleiðis gutta, svo þeir eru engin lömb í þessu.

Í 4v4 eru þeir með rosalega öfluga rush Taqtix™ sem felst í því að 3 eru orc með Farseer og grunts en einn með Hmn og Archmage með footmen og seinna Priests. Þeir semsagt rusha með grunts footmen heroes og svo 6 stykki summoned úlfar og einn-2 water elementals. Enn sem komið er hefur engum tekist að lifa þetta rush af, því skömmu eftir að fyrstu menn falla fyrir því eru komnir priests með inner-fire og þvílíkur massi af grunts og 3x chain lightning sem ownar pleisið all-harkalega
Ef fólk vill sjá þetta að vera er hægt að nálgast demos á www.clanbase.com undir nationscups > war3

Mín pæling er, hvað er hægt að gera til að verjast þessu rushi þeirra? Ef að t.d. Ísland ætti að keppa við þá, vitandi að þeir gera þetta pott-þétt, hvað gætum við gert?

Ég vona að fólk pæli soldið í þessu og komi með einhverjar raunhæfar hugmyndir (margir möguleikar í 4v4!) og ég ætla ríða á vaðið með nokkrum af mínum hugmyndum.

—————————————– ———————-

1.
Frost M4dness.

Við gætum verið 4x Undead og farið í 4x lich með crypt fiends. Þá er hver spilari með hero + 1 crypt hér um bil þegar rushið kemur og crypt fiend númer 2 líklegast ekki löngu síðar. Pælingin er að 4 frostnova á 1. lvl drepa einn Farseer eða archmage örugglega. Verst að þó svo að maður nái kannski 2 farseers svona þá eru ennþá 6 grunts 5 footmen og úlfarnir eftir, svo þetta er vafasamt.

2.
Deathcoil + crypt fiends

Næsta pæling er aftur 4x undead (mér dettur mest í hug með ud, vegna þess að ég er sjálfur ud-only spilari) með deathknight og crypt fiends. Death knights myndu þá fyrst taka death-coil og annaðhvort slátra óvina hetjum eða heala crypt fiends með þeim.

Þetta á séns í að verjast þessu rushi, ef vel er spilað (fiends settir fyrir aftan base, jafnvel einn spirit tower gerður, og þá komast grunts síður að þeim) og eftir lvl 2 á dk myndu spilarar velja Death-pact. Dk með deathpact er alveg rosalegur meat-shield fyrir crypt fiends og dk getur coilað óvina hetjur eða healað cryptana.

Sem seinna hero (ef leikurinn fer svo langt, og þó svo að 8 hetjur leveli afar hægt) væri gott að taka 4x lich, þar sem dl hefur ekki uppá margt að bjóða í 4v4 nema sleep, þarsem engir melee units eru nema dk til að græða á aura og carrion gerir hverfandi lítið á grunt-massa. En lich er með frostarmor, sem er extra boost fyrir deathknightana okkar, en það gefur þeim +3 armor á 1. lvl og slowar niður þá melee kalla sem berja deathknightana, þetta virkar náttla líka vel með fiends ef að þeir ráðast á þá í stað dk.

Ef við lítum á samanburð á inner fire og frost armor, þá gefur innerfire alltaf +5 armor, en frost armor gefur +5 á lvl 2 og +7 á lvl 3, auk þess sem frost armor slowar niður óvina units. Frost armor er líka autocast og með 4 lich virkar það eins og mass-casters með frost armor þar sem hann kostar einungis 30 mana.

Level 2+ lich er svo auk þess með annaðhvort darkritual og fleiri armors, eða það sem betra er, frost nova. 4x frost nova +4 deathcoil. Ef einhver hérna getur nefnt eitthvað hero undir lvl6 sem lifir svoleiðis meðferð af, þá rétti sá hinn sami upp hönd! (við erum að tala um ef til vill lvl2 coil og lvl 1 nova sem gera 4x200 + 4x150 dmg sem gera 1400 damage, heroes fá víst eitthvað smá resistance og minna damage, en fyrr má nú vera að einhver lifi þetta af!)


3.
Water Elementals

Ef allir spilararnir eru human og taka archmage sem hero, þá eru komnir á bilinu 4-8 water elementals, en þeir eru öflugri heldur en úlfarnir og gætu verið jafn margir, og archmageinn með kannski 3-4 footmen (sami fjöldi og hmn í Team-ger er með þegar þeir rusha). Þá erum við með segjum 6 elementals, 16 footmen og 4 archmage. Seinna meir geta allir nema einn tekið blizzard sem 2. skill og seinasti með brilliance aura, þá höfum við 3 blizzard líka, sem geta spreadast yfir allan óvina herinn.

Einn myndi svo líka techa í casters, svipað og team-ger humaninn gerir og fara í priests og þá er þetta inner-fire footies á móti inner-fire grunts. Nema blizzardið er okkar megin og chain lightning þeirra megin.

4.
Ósigrandi Demonhunterinn

Þetta er ef til vill meira til gamans, og á kannski lítinn séns á að vinna gegn þessu rushi.
Segjum að einn sé Ne og taki archers og DH, einn sé undead og taki Dreadlord og ghouls. Einn er hmn og tekur paladin og footmen og einn annar er undead og tekur ghouls og lich.

Segjum svo að Demonhunterinn hafi paladin til að heala sig, frostarmor á sér og svo vampiric aura.

Ef maður lifir svo þetta rush af og techar aðeins áfram og levelar heroes, segjum að allar heroes séu lvl 3, þá erum við með eftirfarandi á DH: +5 armor sem slowar enemy melee, betra healing á ódrepandi healer (paladin) og lvl2 vampiric, 30%dmg fer í health (og þetta health er seint að fara með svona mikið armor og slowaða attackers).

Segjum líka að human sé með master-class priests og að undead hafi initiate-class Necros. Moonwells eru byggjanlegir hvar sem er á kortinu, svo að í okkar base getur alltaf verið moonwell til staðar.

Skoðum Tölfræðina á lvl 3 DH þá, stats eru frá www.battle.net/war3

DHinn okkar er 38 average dmg per hit, það gefur honum 11 í líf fyrir hvert högg útaf vampiric aura. 6 í base armor, svo +5 inner fire, +5 frostarmor. Það gefur honum 16 í armor. 18 ef maður kaupir scroll of protection og 19 ef paladin tók devotion aura.
Hit points eru áfram 675 ef ekkert hefur boostað það.

Í ofaná lag yrði DHinn með unholy frenzy, sem gefur honum hraðari árásir, evasion sem lætur gaura missa marks á honum og immolation, sem steikir frosnu gruntana.

Og nú spyr ég, hvað myndi þessi DH EKKI owna?

———————————————- —-

Jæja, komiði endilega með ykkar hugmyndi, vonandi geta verið soldið líflegar samræður og skoðanaskipti í kringum þetta. Endilega komið líka með þá galla sem þið sjáið á mínum plönum.

HuBeRt-IceC