Sælir Warcraft3 spilarar, hér með tilkynni ég með ánægju að skráning í fyrsta tímabil af vonandi mörgum hjá Warcraft 3 deild Thursinns er hafin.

Thursinn er fyrir þá sem ekki vita stærsta netleikja deild landsins og er að hefja aftur göngu sína eftir dágott hlé. Við verðum með deildir fyrir Quake3, CounterStrike, Battlefield 1942, Action Quake og að sjálfsögðu Warcraft 3.

Enginn annar en b3nni mun vera deildar admin en hann hefur mikla reynslu frá slíku enda verið WC3 p1mp á bæði Skjálfta og Smell.

Skráning fer fram <a href="http://thursinn.hugi.is“>hér</a> en áður en þið hlaupið af stað og skráið ykkur þá skuluð þið lesa það sem stendur hér fyrir neðan, þar sem að það mun flýta fyrir skráningu.

Skráning gæti í fyrstu litið út fyrir að vera flókin en eftir að þið hafið lesið þetta vel í gegn mun þetta vera jafn ljóst og hárið á sænskri ofurskutlu.

Fyrst skulu allir sem hugsanlega vilja taka þátt í Warcraft 3 deildinni eða einhverri annarri deild skrá sig sem einstakling gegnum Nýskráningar kerfið.(Ofarlega hægra megin)

Þegar því er lokið skal fyrirliði clans skrá það í kerfið með því að fara í ”Klön“ og þaðan í ”Nýtt Klan“. Þegar því er lokið þarf sá hinn sami að fara í ”Klön“ aftur og velja klanið í ”drop-down“ listanum sem kemur á eftir ”WC3:“. Nú er hann orðinn fyrirliði clansins og ræður hverjir komast í það og hverjir ekki. Liðsfélagi/ar hans þurfa síðan að skrá sig inn einsog hann(í einstaklings nýskráningu) og velja síðan clanið undir ”WC3:“ listanum, s.s gera það sama og clan fyrirliðinn nema sleppa skráningu clans.

Þegar þarna er komið er einungis búið að skrá einstaklingana í clanið, og clanið í kerfið - wc3 hluta þess. Núna þarf að skrá lið frá claninu í keppnina - það er gert með því að fara í ”Skráningar“ og undir Warcraft 3 skal fara í ”Skrá lið“. Clön geta sent frá sér eins mörg lið og þau vilja, og því væri sniðugt ef að menn myndu taka sig saman og búa til stór clön í staðinn fyrir að stofna sér clan í kringum hvert 2on2 par - en það má að sjálfsögðu gera það þannig.

Þegar búið er að gera þetta allt, s.s skrá báða aðila í kerfið, skrá clanið í kerfið og síðan skrá lið til keppni og velja menn í það(gert á sama stað og liðsskráning, eða undir ”Lið“) þá er skráningu loksins lokið.

Hinsvegar mun skráning í næsta tímabil vera mun auðveldari þar sem að þá þarf einungis að skrá lið að nýju, en clan og einstaklingsskráningar haldast.

Ef einstaklingar skipta um clön þá viljum við biðja þá um að skrá sig EKKI uppá nýtt heldur einfaldlega velja annað clan úr drop down listanum - flóknara er það ekki.

Einsog ég segi þá er skráningin á <a href=”http://thursinn.hugi.is">http://thursinn.hugi.i s</a> og mun b3nni pósta innan tíðar á síðuna reglum og öðru slíku.

ATH: Hægt er að spila í Warcraft 3 og öllum öðrum deildum Þursinns, þar með talið Counter-Strike - Einn leikdagur í viku verður líklega tileinkaður Warcraft3 (hugsanlega mun WC3 deila degi með annari deild, en þá verður það á mismunandi tímum kvölds þannig að spilarar geta keppt í báðum)