Í grein þessari mun ég reyna vekja upp umræður og getgátur um mögulega sögu í Warcraft III: Expansion Pack , eins og margir vita hefur þessi viðbót við leikinn ekki verið tilkynnt en það má telja fullvíst að hún mun verða að raunveruleika því hver einasti leikur sem blizzard hefur gefið út síðustu árin hefur verið sæmdur með svona viðbót sem alltaf hefur dýpkað og bætt leikina til muna, Ég nefni sem dæmi Brood War & Diablo II viðbótina.

Þegar ég fór fyrst að velta þessu fyrir mér meðan spilun á Warcraft III Night Elf campaign stóð yfir virtist ekki vera mikill möguleiki á viðbót við söguna, leikurinn endaði jú. Burning Legion voru reknir frá jörðinni og leiðtogi þeirra drepinn en alveg eins og með Starcraft þar sem einginn möguleiki virtist á framhaldi eru góðir möguleikar á framhaldssögu við Warcraft III þegar betur er að gáð.

<b>–</b>

Það skapast mjög svipaðar aðstæður við lok warcraft og við lok starcraft, Burning legion/Undead/zerg missa aðal leiðtoga sinn Archimonde en það má vera að nokkrir djöflar úr röðum þeirra muni halda baráttunni áfrám þau auðvitað ekki jafn öflugir og áður. Undead undir forustu Litch king mun því vera aðal vondi kallin en Litch King mun loksins birtast í líkamlegu formi og þá taka sér bólfestu í Arthas eins og sterklega var gefið í skyn í WC3, og ekki þarf að minnast á hvað Undead verða öflugir þá.

<b>The New Alliance:</b>

Eftir stríðið eru þær hetjur sem eftir eru teljanlegar á fingrum annarar handar, nýjar munu koma inn og ekki ætla ég að spá í hér hverjar þær eru því líkur eru á að þær hafi ekki verið nefndar á nafn enn. Menn, Orkar og Night Elf’s munu halda bandalagi sínu af einhverju leiti en þó ekki án vandræða. Það munu án efa vera vansættir í því og óvæntir atburðir eiga eftir að gerast.

Mér þykir nokk víst að Illidan mun spila stórt hlutverk í W3:Expansion, og þar má telja potþétt að hann mun ekki vera sérstakur vinur Night Elf’s eða bróður síns, Illidan er rúmlega 15000 ára og er búinn að vera í fangelsinu 2/3 af ævi sinni sem verður að teljast nokkuð mikið. Ég verð samt að játa að ég er mjög óviss með hlut Illidan’s hann fékk tækifæri til að drepa bróður sinn en hann lét reka sig burt og rispaði nokkur tré á útgöngu sinni á eftirminnilegan hátt. Illidan gæti verið með Undead, Leifum Burning Legion eða bara sleppt því að láta sjá sig í expansion packinum.

Það má telja menn í nokkuð djúpum .. við enda leiksins. Lorderon hefur fallið, mestu hetjur þeirra hafa verið drepnar af Undead. Aðeins þeir sem eltu Orcs til Kalimdor þar á meðal Jaina Proudmore lifa , Þó má ekki útiloka þann möguleika að einhverjir hafi komist af í Lorderon. Jaina mun leiða humans.

Eftir dauða Mannoroth eru orkarnir loks frjálsir á sál ekki síður en líkama, Thrall mun náttúrulega halda áfrám leiðtogahlutverki sínu og Cairne mun örruglega spila eitthvað hlutverk, Stórt eða lítið.

<b>–</b>

Að lokum vil ég velta upp þeirri pælingu í hvaða röð campaignarnir munu spilast en eins og í Brood War held ég að þeir munu umturnarst í uppröðun.

<b>1</b>.Orc <b>2</b>.Night Elf <b>3</b>.Undead <b>4</b>.Human

<b>–</b>

Endilega komið með ykkar egin hugmyndir um hvernig þessi expansion pack sem ekki einusinni hefur litið dagsins ljós mun spilast.

Kv. Æva