Gleymt lykilorð
Nýskráning
Bílar

Bílar

8.430 eru með Bílar sem áhugamál
56.694 stig
585 greinar
12.031 þræðir
56 tilkynningar
11 pistlar
3.596 myndir
920 kannanir
111.284 álit
Meira

Ofurhugar

Mal3 Mal3 2.052 stig
KITT KITT 1.632 stig
Aiwa Aiwa 1.088 stig
JoeyThunder JoeyThunder 866 stig
stakka stakka 622 stig
JHG JHG 498 stig
flat6 flat6 466 stig

Stjórnendur

Citroen GT (9 álit)

Citroen GT Líka kallaður GT by Citroen.

Hingaðtil hafa frakkar mikið verið að framleiða fjölskildubíla og sport týpur af þeim bílum en síðastliðin ár hefur mikið komið af Consept myndum af bílum frá Peugeot, Renault og Citroen. Meðal annars myndir af þessum bíl.

Þessi bíll er hannaður af Takumi Yamamoto sem er í hönnunar liði fyrir Citroen, bíllinn átti upphaflega að vera gerfibíll í Gran Turismo 5(fictional car), en eftir nokkur samtöl á milli Citroen og Polyphony Digital var ákveðið að búa til bílinn í alvöru.
Bíllinn átti að seljast til almennings sem limited edition bíll, en Citroen hættu framleiðslu á bílnum eftir aðeins 6 bíla vegna of hárra framleiðslu kostnaðar.

Bíllinn er knúinn af V8 vél frá Ford sem skilar 780 hö.
Bíllinn er rétt rúm 1400 kg.
Það er þvímiður ekki mikið meira vitað af þessum bíl hvað hann er fljótur upp og þess háttar, en eitt er víst, bara það að þeir náðu að hanna þenna bíl og setja á götuna er breakthrough hvað hönnun varðar.

Smá Video til að heira hljóðið í þessu skrímsli!
http://www.youtube.com/watch?v=jOfBMRKLCCA

hill islenski dmc delorean (17 álit)

hill islenski dmc delorean tja fyrirsögnin segir allt

Eclipse (5 álit)

Eclipse Var að dunda mér í Gimp ( frí eftirlýking af Photoshop )
með það sem mig langar að gera við hann í sumar
*Lækkunargormar
*Aðrar felgur
*Surta net í stuðara og framljós + afturljós
*Tvær vinyl rákir eftir bílnum
*Einkanúmer og bolta framplötuna á hliðina á stuðaranum

Orginal myndin

skítköst afþökkuð !

BMW 850 CSI (18 álit)

BMW 850 CSI Vél: 5.6 lítra, V12, 396hö
Þyngd: 1,7 tonn
Top speed: um 300km/h
0-100km/h: 5.5sek
Rear Wheel Steering (AHK)

Porche 918 Spyder (7 álit)

Porche 918 Spyder frekar sexý.

jee (10 álit)

jee núna er ég að keyra um á svona kagga xD .. það var frekar erfitt að byrja að keyra hann fannst mér, eða ekki beint erfitt bara ég náði alltaf að skella honum svakalega þegar ég fór yfir hraðahindranir.. =) annars er bara mjög awesome að keyra hann núna, en það getur verið böl að leggja honum og ég tala ekki um niðrí miðbæ, því hann er svo svakalega langur ;D ma kræsler =D

Porsche (9 álit)

Porsche þarf að segja meira? :D

McLaren F1 (5 álit)

McLaren F1
Þessi bíll er ein sú mesta snilld sem framleidd hefur verið.

Árið 1998 setti hann met sem hraðasti “fjölda”framleiddi bíllinn, upp á 390 kílómetra hraða. Einungis hafa 3 fjöldaframleiddir bílar náð hærri endahraða.

Bíllinn hóf framleiðslu árið 1992 og voru rúmlega 100 bílar framleiddir, og þar af var gerð raceútgáfa af þessum bíl til að keppa í sólarhrings kappakstrinum á LeMans brautinni í Frakklandi. Eftir að hafa googlað LeMans keppnir sem McLaren F1 tók þátt í þá vann hann þó nokkra sigra.

Þessi skutla er búin 6,1 lítra V12 bensínmótor frá BMW sem er með þeim flottari mótorum frá því kompaní.

Bíll þessi var smíðaður í Bretlandi og átti að vera hugsaður fyrir snobbarana í golfklúbbum landsins. Má því geta þess að bílstjórasætið er fyrir miðju bílsins til að fá sem best handling.

Ekki eru farangursgeymslur til að hrópa húrra fyrir, en kommon, þetta er supercar. Fyrir snobbarana var komið fyrir hólfi á hliðinni til að geta lagt frá sér golfsettið og þar sem mótorinn er afturí er því svona aumingjaskott ef svo má að orði komast í “húddinu”.

Eftir að hafa hugsað um það í mjög langan tíma (tek ekki fram hve langan, en hann er búinn að vera langur) þá hef ég komist að því, að ef ég fengi nokkurntímann að velja mér bíl til að prófa og leika mér á í einhverri af þeim brautum sem þessir bílaþættir eiga, myndi ég ekki hika við að velja mér McLaren F1.


Ég leyfi svo eldgömlu Top Gear myndbandi að fylgja þar sem Tiff Needell fer yfir þennann frábæra bíl, löngu áður en hann hóf að framleiða Fifth Gear.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=t7Azl-drqMk

Nýji minn (6 álit)

Nýji minn Seldi Eclipseinn og fékk mér þennann í staðinn :P

00' Subaru Impreza GT

það sem komið er
3“ púst ( er að bíða eftir 3” downpipe )
Opin sía
önnur bína blása 12psi eða 0.8bar
Boost Mælir
stillanlegt bensínflæði ( uppá að hann koki ekki )
læst forester afturdrif
legacy gírkassi ( meira upptak en styttri endahraði )
WRX körfustólar
einhverjar græjur 2x 12“ keilur og 6x9” hátlarar á hillu virkar fínt
17" gylltar Lenzo felgur

kem með betri mynd seinna og update ;)

Annar draumur :P (13 álit)

Annar draumur :P peugeot 205 gti bílarnir voru bæði til í 1.6 og 1.9 útgáfum, þessir bílar eru þektir fyrir að vera með þeim vinsælustu “hot hatch” bílum frá því 1980 og eru það en í dag.
Þeir eru örlítið erfiðari í beigjum en nútíma bílar, aðalega útaf því að þessir bílar eru einganveginn með neina “driver assist” tölvu búnaða og eiga til með að oversteera í erfiðum beigjum, en ef hann er í höndum á góðum bílstjóra er hann frábær á þröngum og erfiðum brautum, eða eins og Geremy Clarksson sagði “Í erfiðum brautum stingur hann af bíla eins og Lambourgini Diablo og Ferrari bílana”.
Hann er einnig þektur fyrir að hrella Porche bílana fyrir að höndla svona vel, en Porche hafa mikið lagt í að ná bílunum í gegnum beigur eins hratt og möfulega er!
Munurinn á 1.6 bílunum og 1.9 var aðalega nokkrir partar í innspítingunni, olíukælir og stærri sinlítrar (1.9), síðan var 1.9 með leður að innan og á 15 tommu felgum en 1.6 var með 14 tommu, 1.9 var með diska bremsur allan hringinn en 1.6 var bara með diska að framan.
1.6 var mjög þekkt fyrir að vera mjög fljót upp og aggresív en 1.9 var frekar latari og torkaði meira, en ekki miskilja mig þar því að 1.6 var bara með hestafla tölu frá 105 upp í 115 (fór eftir árgerð), á meðan 1.9 var með allt frá 122 hö upp í 128 hö.
þó svo að þetta séu frekar lágar hestafla tölur þá eru frakkar þektir fyrir að láta vélarnar sínar vinna mjög vel, eða fáránlega vel og síðan er þingin á þeim ekki nema 880 kg á meðan margir bílar í dag eru að nálgas 1 og 1/2 tonn.
Mig hefur alltaf dauð langað í 1.9 bílinn síðan ég átti 1.4 favorit sem mér til mikillar undrunar tók mmc eclips, ég helld að gaurinn í eclipsinum hafi líka verið hissa :P
Ef þú trúir ekki hversu brjálaður þessi bíll er mæli ég með að þú talir við einhvern sem á svona bíl og byðjir um að fá að sita í bílnum með honum, hann á ekki eftir að leifa þér að keira hann ;)
þakka þér fyrir lestur, afsaka stafsetningu og gangi þér vel :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok