1991 Subaru Legacy project Já þetta er minn heittelskaði 1991 Subaru Legacy GX 2.2. Ég keypti hann án kúplingu en gangfæran fyrir 70.000 kr. Hann er að kafna úr ryði eins og flestir bílar sem hafa ekið á íslenskum vegum í átján ár…

Ég er búinn að eiga hann í ár og er búinn að gera heilan helling fyrir hann. Í augnablikinu er ég að ráðast á ryðið og klára að heimasprauta hann í ljósbláum lit. Ég er búinn með ryðlausu panelana, þ.e.a.s. húdd, skottlok og fram- og afturstuðara. Planið fyrir sumarið er að klára að sprauta hann, skipta út sem flestu í vélinni, orðinn mikið keyrður og lúinn, lækka hann aðeins og skipta um allt bremsukerfið. Einnig mun ég koma til með að gera smá útlitsbreytingar inní honum, fá mér shortshifter og nýtt stýri og svona… Síðan var pæling með að fá mér WRX eða jafnvel STI túrbínu í hann, en það fer algjörlega eftir því hversu miklum peningum maður nær að sanka að sér í sumar.

Ég eeeeeeeelska þennan bíl af öllu mínu hjarta, gjörsamlega búinn að falla fyrir honum þar sem ég er mikill Subaru maður. Ég ætla að hlúa að honum eins lengi og hann lifir og reyna að gera hann eins góðan og flottan og veskið leyfir.

Fleiri myndir: http://s306.photobucket.com/albums/nn246/niflhel/

Ég sendi kannski aftur inn mynd af honum eftir allt stússeríið í sumar. Hvernig líst ykkur á? Apeshit afþökkuð.