Þar sem að fólk er byrjað að segja frá lífsreynslu sinni hérna þá ætla ég að bæta minni reynslu inn hérna.

Ég hef lent í 3 árekstrum og 2svar í veltu

Ég var farþegi í bíl á ca 110-120 km/h þegar það kemur bíll á móti okkur og sá sem er að keyra er annaðhvort sofandi eða ekki með réttu ráði því að hann rásar inn á okkar helming og er bara útum allan veg, bílstjórinn í okkar bíl flautar og blikkar hinn en hann sýnir engin viðbrögð svo að við neyðumst til að bremsa og keyra útaf til að fá hinn bílinn ekki framan á okkur og við það þá missir hann stjórn á bílnum og hann rennur til og svo beint útaf og það er svona brekka niður og við byrjum að velta þar niður og rúllum 4 hringi útí móa, bílstjórinn kastaðist útum hliðarrúðuna og rúllaði langt frá bílnum handarbrotnaði og fór úr axlarlið, hinn sem var farþegi fram í fékk höfuðhögg og brákaðist á hendi, ég slapp með smánuddsár á hendi og var svo bara stífur eftir beltin daginn eftir.

En svo í hitt skiptið þá var ég að keyra með félaga mínum, við vorum að leika okkur í malarnámu á gömlum ford bronco jeppa, ég var að keyra niður brekku og ætlaði að beygja inná svona stórt plan vinstra megin við brekkuna neðst og bíllinn slidaði að aftan og lenti ofan í dæld og bíllinn kastaðist næstum heilan hring og lenti á bílstjórahliðinni, ég viðbeinsbrotnaði og það þurfti að sauma 5 spor aftan á hausinn hægra megin .

Að lenda í svona grófum slysum er alveg rosaleg reynsla en mér hefur aldrei fundist ég vera jafn mikið á lífi eins og þegar ég er svona nálægt dauðanum!
Mitsubishi Galant Gti Dynamic 4 “91”