Þar sem ansi margir virðast vera með hin og þessi vandmál langar mig aðeins að stikla á stóru og nefna nokkur atriði sem hafa verið að angra menn og hugsanlega koma með lausnir.

1. Finna íslensku BF2 serveranna.

Eins og ansi margir hafa rekist á þá virkar hvorki All Seeing Eye né Gamespy á BF2 Demo-ið, einnig er server glugginn í leiknum meingallaður enda oft að flétta í gegnum yfir 2500 servera í dag. Bestur finnst mér I'm serverinn sem stendur.

Best finnst mér að leita að þeim 4 serverum sem ég veit um með því að slá inn í server boxið.

89th fyrir 89th serverinn.
ice fyrir ice serverinn.
Opinn fyrir i'm serverinn (leitin virkar ekki á kommuna á milli i og m.
currahee fyrir þann ágæta server sem mér skilst að sé uppi.

2. Menn sem eru að fá black screen og ekkert gerist í leiknum þegar honum er startað

Það getur stafað af allavega tvennu í fyrsta lagi er sá einstaklingur með ekki nógu nýlegt skjákort til að spila leikinn (ATI9500+/GF FX5200+) Gömul GF4 og niður virka EKKI. Ég mæli með GF 6600GT í verkið ef menn eru í budget hugleiðingum.

Einnig getur það verið að skjárinn er ekki að þola upplausnina sem leikurinn er að reyna starta sér í. T.D er ekki hægt að nota 1280x1024 sem er mjög algeng native upplausn í 17 og 19“ flötum skjám. Næst því er 1280x960 en ekki margir flatir skjáir þola þá upplausn. Flestir þola þá 1024x768 og ættu menn að reyna stilla skjáinn í þá upplausn áður en þeir starta leiknum.

Einnig getur mz (riðin) verið eitthvað sem skjárinn þolir ekki. Ég skal koma með betri lausn á þessu neðar í smá tweak section.

3. Flýta starti á leiknum (ekki maploadi)

Ég veit ekki með ykkur en ég þoli ekki að það skuli þurfa að taka 30 sek að horfa á EA Games logo og Dice osfv í starti á leiknum. Ef þið finnið Movies möppuna í leiknum (..\Battlefield 2 Demo\mods\bf2\Movies) rename-ið möppina í t.d. MoviesOut. Og leikurinn er mun fljótari að startast upp í menu. ATH! menu verður grátt fyrir aftan en hverjum er ekki sama.

4. Virkja refresh rates og stilla upplausn manually (hjálpar hugsanlega með hinn fræga black screen).

Þetta eins og lausn nr3. að losna við bíómyndirnar uppi er gamalt BF42 trick.

Byrjið á því að leita uppi skránna (..\Battlefield 2 Demo\mods\bf2\Settings\videodefault.con) og opnið með notepad. Þar sjáið þið línu sem stendur renderer.allowAllRefreshRates 0 breytið 0 í 1 eða renderer.allowAllRefreshRates 1. Þegar þið farið svo aftur í video settings sjáið þið nú hz fyrir aftan upplausnina. Veljið þau hz sem henta best fyrir sjáinn þinn (ef túpa allavega 75hz í 1024x768). Því miður virkar ekki lockfps skipuninn í demoinu að svo virðist en hún virkaði vel í BF42. Til að laga svarta skjáinn prufið að stilla í C:\Documents and Settings\admin\My Documents\Battlefield 2 Demo\Profiles\Default\video upplausn sem skjárinn þolir eins og VideoSettings.setResolution 1024x768@60Hz (ef flatur) og VideoSettings.setResolution 1024x768@75Hz ef túpa.

Eflaust eiga fleiri ”brögð" eftir að koma í ljós og menn mega endilega pósta hér ef þeir t.d. kunna að breyta um nick (ingame).
Kveðja Kristján - ice.Alfa