Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

plone
plone Notandi frá fornöld 142 stig

Re: Tími til að gera upp árið?

í Danstónlist fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Raftónlistarplötu ársins að mínu mati áttu án efa öðlingarnir í isan (Lucky Cat). Annað frá Morr Music var líka mjög gott, t.d. Manual - 19 ára Dani sem kom á óvart. Íslensk raftónlist er líka í blóma og þá er ég aðallega að tala um mínimaliskt krútt-raf (fylgist ekki mikið með annarri tegund raftónlistar). múm gáfu reyndar ekki út breiðskífu en hins vegar komu tvær fínar remix-plötur með þeim út auk tónlistarinnar úr Bláa hnettinum (snilld!). Ef ég á að nefna fleiri skemmtilegar rafplötur...

Re: Britney Spears ætti að vera sálfræðingur.

í Músík almennt fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég hélt að sálfræðingar ættu að m.a. forða fólki frá sjálfsmorðshugleiðingum…Britney greyið hvetur frekar til þeirra með satanísku markaðspoppi. Síðan eru þær að kvart yfir því að vera notaðar…no shit Sherlock! Þær fara inní þennan bransa til að vera eign einhverra stórfyrirtækja og eru notaðar eftir því. Ykkur var nær fyrir að gefa ykkur á vald mammons, segi ég nú bara.

Re: hvað er rock plata ársins ?

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Alltílagi Friðfinnur, ég skil hvað þú meinar…. Ég ber enga virðingu fyrir þessari tónlist en ég virði hins vegar skoðanir annarra á henni. Ég hef nefnilega enga sönnun fyrir því að ég hafi rétt fyrir mér þegar kemur að tónlist. Síðan tekur maður kannski full strangt til orða stundum en það er bara hluti af því að vera nafnlaus hálfviti á svona síðu (ég er annars hið besta skinn og vill engum illt)

Re: hvað er rock plata ársins ?

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Friðfinnur minn, lærðu að lesa. Ef þú kynnir það þá hefðir þú skilið að ég er ekki að snobba fyrir einu eða neinu. Ég hlusta á það sem ég vil og sleppi hinu. Linkin Park t.d. - ég veit ekki einu sinni hvort þeir eru vinsælir eða hjá hverjum, ég heyrði bara í þeim og fannst þeir leiðinlegir…that's it. Engin tónlistarstefna er annarri æðri, þetta er bara spurning um smekk, ekki hvað AÐRIR hlusta á.

Re: hvað er rock plata ársins ?

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Pixie: Muse fór í hundana…hafði eitthvað til brunns að bera en klúðraði því að mínu mati. Vinur minn hlustar á svipaða tónlist og ég (aðallega lo-fi og smá tilraunarokk þó hann sé ekki jafn öfgakenndur og ég í þeim efnum). Þau lög sem ég hef heyrt með Muse eru bara nákvæmlega eins og önnur lög. Tónlist þarf samt ekki alltaf að vera frumleg til að hún sé góð - flest tónlist tekur brot og brot héðan og þaðan. Hún má samt ekki vera eftiröpun….Það þarf að hafa smá tilfinningu og einlægni til að...

Re: Uppáhalds lag með Radiohead

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
'Fitter Happier' finnst mér langbest…það þarf ansi mikla snillinga til að gefa tölvurödd svona mannlegan blæ. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég heyri þetta lag og þeir hefðu átt að gefa það út á smáskífu (bara til að fokka enn meira í fólki)

Re: hvað er rock plata ársins ?

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þó að Jim hafir verið að skjóta á mig (af engri sjáanlegri ástæðu þó) verð ég að vera sammála honum. Maður á ekki að hætta að fíla eitthvað þó svo að einhverjir chockóar og aðrir skaðvaldar hlusti á hana. Ef maður er sáttur við sinn tónlistarsmekk þá á maður ekki að breyta honum fyrir einn né neinn. Ég hunsa bara yfirleitt álit annarra og hætti t.d. ekki að fíla Sigur Rós eftir að diskurinn var kominn inn á hvert heimili landsins. Alveg sama með hljómsveitir eins og Muse og SOAD. Mér finnst...

Re: hvað er rock plata ársins ?

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þó að Jim hafir verið að skjóta á mig (af engri sjáanlegri ástæðu þó) verð ég að vera sammála honum. Maður á ekki að hætta að fíla eitthvað þó svo að einhverjir chockóar og aðrir skaðvaldir hlusti á hana. Ef maður er sáttur við sinn tónlistarsmekk þá á maður ekki að breyta honum fyrir einn né neinn. Ég hunsa bara yfirleitt álit annarra og hætti t.d. ekki að fíla Sigur Rós eftir að diskurinn var kominn inn á hvert heimili landsins. Alveg sama með hljómsveitir eins og Muse og SOAD. Mér finnst...

Re: hvað er rock plata ársins ?

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jibbí, Album Leaf! Algjör snilldarplata…. Annars á næsta ár eftir að verða brillíant í mínum augum (ég er náttúrulega svo skrítinn samt þannig að það eru ábyggilega ekki allir sammála). Hér eru nokkrar hljómsveitiri sem gefa út plötur á næsta ári: Elliott Smith, Do Make Say Think, Fly Pan Am, Dianogah, Calexico, Boards of Canada, múm og…(aaargh!) Godspeed. Með ósk um farsælt komandi ár.

Re: hvað er rock plata ársins ?

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hvað ertu að meina? Ástæðan fyrir því að ég fíla ekki Muse og SOAD er að mér finnst þær leiðinlegar…alveg óháð hvort þær séu vinsælar eður ei….þetta hefur ekkert með það að vera svalur eða ekki, maður fílar bara það sem maður fílar, hvort sem manni líkar betur eða verr. Það eru ábyggilega einhverjir sem hata eitthvað bara af því að það er ekki underground en ég er ekki svoleiðis. Ef mér líkar ekki við eitthvað þá er það af því að mér finnst það leiðinlegt. Ég fíla meira að segja nokkur bönd...

Re: hvað er rock plata ársins ?

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
New Year er snilld! Fugazi er líka mjög fín og ekki má gleyma rokkhundunm í Shellac eða þá Shipping News. Tvær bestu plötur ársins að mínu mati eru hins vegar Album Leaf og American Analog Set en þær eru nú kannski ekki beint rokk. Að lokum verð ég að segja að mér finnst Strokes heldur ofmetin sveit. Bara nokkrir myndarlegir heróin-gaurar að gera eitthvað sem hefur verið gert hundrað sinnum áður. En við erum kannski ekki að tala um frumleika…Strokes eru samt alveg fínir en mér finnst platan...

Re: hvað er rock plata ársins ?

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
ég verð nú að segja að mér finnst Muse alveg óttalega geld hljómsveit. Var spennandi fyrir um þremur árum en síðan fór allt í hundanna….. enginn frumleiki á þeim bænum. Vinur minn sá þá á tónleikum og bjóst við góðum tónleikum en endaði á því að ganga út. Þetta er eiginlega sorglegt því ég held að þessi hljómsveit gæti orðið ágæt ef nennti að vinna heimavinnuna sína sjálf í staðinn fyrir að apa hana upp eftir öðrum

Re: Muhaha !

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
God's pee…. we're taking over the country. all right? that's it…I've taken a contract on the head of the CIA. he's dead in six months unless he quits. this is it…I don't trust nobody. I'd kill you all as soon as look at you. I've got a hammer…where's my hammer. John Train 1976 (hafði ekkert annað að segja….)

Re: hvað er rock plata ársins ?

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Linkin Park? Creed? SOAD? …mér líður eins og ég hafi labbað inní ferminga-partí. Vonandi vaxið þið upp úr þessu sullumbulli. Þó hún sé ekki efst á árslistanum mínum þá er What Comes Before með Billy Mahonie algjör snilld. Hún er samt líklega aðeins of tormelt til að falla að smekk ykkar (ég er ekki að gera lítið úr honum…allavega ekki viljandi) - enginn söngur en fullt af feedbacki og látum. Annars mæli ég bara með Fantomas fyrir þunga-rokkarana. Fíla hana reyndar ekkert sérstaklega sjálfur...

Re: Sigur Rós

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég vil ekki kalla þetta síðrokk en gerði það (í mótsögn við sjálfan mig - það er rétt) svo að lesendur skildu hvað ég væri að meina. Já, það er vandlifað í þessum heimi þegar maður veit ekki hvað maður á að kalla uppáhaldstónlistina sína….eiginlega ekki samt, I couldn't care less.

Re: Bestu kvenrokkarar heims

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Japancake….þú af öllum mönnum hefðir nú átt að muna eftir Kazu í Blonde Redhead….japönsk gella í mini-pilsi að spila á bassa -það gerist nú ekki flottara en það. Reyndar eru dömurnar í Ida, þær Liz og Karla ekkert alltof fríðar ef út í það er farið en samt rokkarar og með mikla útgeislun (eða eitthvað svoleiðis). Liz og Daniel (líka í Ida eignuðust líka fyrsta barnið sitt í sumar - til hamingju með það) Ekki heldur gleyma Leoncie (ha ha!). Hún tekur allar aðrar poppsöngkonur í nefið…og hana...

Re: Sigur Rós

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nei, alls ekki síðrokk. Í fyrsta lagi er þetta hugtak alveg fáranlegt þar sem rokkið þyrfti að vera dautt til að eitthvað gæti kallast síð-rokk….og rokkið er ekki dautt! Nær væri að kalla síð-rokkið frí-rokk því það er jú það sem það er. Rokk án allra hamla og tilraunastarfseminni er gefinn laus taumurinn (sjá t.d. frí-djass). Mér finnst Sigur Rós persónulega ekki falla undir hina “almennu” skilgreiningu á póst-rokki þar sem það var nú eiginlega bara fundið upp af pirruðum trommu- og...

Re: Creed - Weathered = Meistaraverk

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ef þið spáið í það þá eru Creed lögin merkilega lík Celine Dion….svaka rembingur og allt á að vera svo dramatískt. Ég sá einu sinni myndband með þeim og var margar vikur að ná mér…líklega eitt það asnalegasta sem ég hef séð, loftsteinar og læti….síðan var lagið náttúrulega hörmung. Creed=metnaðarleysi. Meira hef ég ekki að segja…og hana nú!

Re: Bestu og verstu söngvarar

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hvernig getur Páll Rósinkrans gert þig stoltan. Maðurinn getur ekki einu sinni samið sín eigin lög heldur tekur hann lög annarra og bætir í raun engu við þau þegar öllu er á botninn hvolft. Síðan notar hann þessa satanísku markaðsfræði til að græða fullt af peningum og gefur meira að segja Jóni Ólafssyni smá með sér…. Ég krefst þess að Páll Rósinkrans verði grýttur því hann er móðgun við alla rokkara. Annars er þessi vefur nú þannig. Flest það sem er kallað rokk er í raun bara...

Re: Bestu og verstu söngvarar

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það er nú ekkert slæmt að vera smámæltur, hlustaðu t.d. á Isaac Brock í Modest Mouse (sérstaklega á Sad Sappy Sucker)…yndislega smámæltur, nefmæltur og ég veit ekki hvað. Samt er hann algjör ofurtöffari. Það er nú eitthvað annað en himpigimpið hann Fred Durst

Re: Sigur Rós

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ambient-rokk eða epískt sveim-rokk. Þessar lýsingar, og þó sérstaklega sú síðarnefnda, eru þó allt of hástemmdar og því er einfaldlega bara best að segja að Sigur Rós sé Sigur Rós….annað skiptir í raun ekki máli. Það er bara til tvenns konar tónlist; góð og slæm. Síðan geta fræðimennirnir (aðallega hjá The Wire og Pitchforkmedia) fundið einhver lýsingarorð um hana. Hvala-tónlist….nei, ég segi nú bara svona. Hættum þessu bulli og hlustum bara á GÓÐA tónlist.

Re: Besta rokkhljómsveit allra tíma á Íslandi

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Sigur Rós, múm og Apparat eru án efa bestu böndin á Íslandi í dag en þær spila nú kannski ekki beint rokk (allavega ekki múm og Apparat). Þess vegna segi ég bara Sofandi, Úlpa, Kuai og Náttfari. Lúna er efnileg og ég bind vonir við þau í framtíðinni. Maus eru líka og hafa alltaf verið snillingar, jafnvel þó margir fíli þá ekki…svo er það Graveslime, sem er líklega eitt hreinræktaðasta rokkbandið - alvöru rokk og ról þó að þeir séu kannski ekki þeir bestu….ennþá. Ef við erum að tala um bestu...

Re: Audiogalaxy um 2001

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég held að þetta lýsi Strokes og White Stripes afar vel. Persónlega finnst mér þær alltof hæpaðar en þannig er nú breska pressan þegar hún kemmst á flug. Hljómsveitirnar eru allavega miklu betri en þetta Alien Ant Farm…guði sé lof.

Re: plötur árið 2001

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Dísus kræst! Það eru nú takmörk fyrir öllu…er þessi System of a Down plata sú eina sem þú heyrðir á árinu og er hún svona svakalega góð? ég heyrði eitt lag af henni og mér fannst það svo lélegt að ég fór bara að hlæja. ég er samt ekki búinn að heyra restina og veit því ekkert um sjálfa plötuna…mun þó væntanlega ekki gerae breytingu þar á þar sem þetta er ekki minn tebolli (og hræðilega útvötnuð formúla að mínu mati)

Re: Bestu og verstu söngvarar

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Kapítalismi er af hinu illa en kannski var það klaufalega orðað hjá mér að nota hann í tónlistarsamhengi. Metnaðarleysi er eitthvað sem er mjög algengt og þó að einhverjir haldi að þeir séu rosalega góðir þarf það ekki að vera. Í þessu samhengi vil ég benda á Creed…mér finnst þeir bara vera eins og Celine Dion með rafmagnsgíturum….svona slepjuleg dramatík í gangi. Ætla samt ekki að móðga neinn og óska hvorki meðlimum né aðdáendum Creed neins ills.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok