Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

atj
atj Notandi frá fornöld 50 ára karlmaður
106 stig
Árni Þór - Mjölnir/SBG

Re: Mjölnir @ Egilstaðir

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Snilld Arnar Jón… Vonandi gengur þetta vel..

Re: Alvöru!!!

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Hér er linkur á albúmið þaðan sem myndin er tekin http://www.flickr.com/photos/mjolnir_mma/sets/72157594479531186/detail/

Re: Sterkur orðrómur um að UFC sé búið að kaupa PRIDE! (frá traustum heimildum)

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Vá, allir bestu fighterarnir í einni og sömu deildinni… þetta er unreal!

Re: hello BJJ

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ef þú ert bara stirður í hálsinum þá er það mjög eðlilegt. Vorum við ekki að æfa clinch, head positioning, snap-down og thai clinch.. mjög eðlilegt að vera með harðsperrur í hálsinum eftir það.

Re: Capoeira - á Íslandi

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Sammála Bjarna.. build it and they will come :) Gætir prufað að auglýsa eftir einstaklingum hér á huga sem væru til í að fikta við þetta með þér…

Re: Nýr Mjölnistrailer!!!

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Nei ekki eyða neinu.. bara gaman að hafa þetta uppi :)

Re: Nýr Mjölnistrailer!!!

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Engin leiðindi.. En ég fæ á tilfinninguna að þú skiljir ekki alveg á hverju gagnrýnin grundvallast. Gagnrýnin snýr fyrst og fremst að kötum/poomse og skrefabardögum og þannig dauðum æfingaaðferðum. Það er ekkert svoleiðis í BJJ frekar en boxi eða júdó svo dæmi séu tekin, svo ég sé ekki hvar það hefði átt að fitta inn í fantasíuna? Við erum að benda á muninn á að æfa lifandi og ekki lifandi… Ef það er ekki að komast til skila í vídeóinu og menn halda að þetta sé bara “grín” eða “diss” þá erum...

Re: Nýr Mjölnistrailer!!!

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Æi Haraldur, þú veist að enginn okkar hefur verið að segja að BJJ sé lausnin á öllu, þaðan af síður að BJJ virki á móti fleiri en einum mótherja. Ekki vera að kasta þessu fram, það er enginn að fara að reyna að verja þá fullyrðingu… Engin bardgaaíþrótt getur státað af því að búa þig undir að verjast fleiri en einum mótherja. En ef ég ætti að veðja á einhverja íþrótt í því samhengi þá væri það vissulega einhver standup íþróttin.. come on, enga strámenn hér, við erum alveg sammála um þetta....

Re: Capoeira - á Íslandi

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Það var strákur að æfa hjá okkur í Mjölni sem hafði verið að æfa capoera.. svei mér ef hann hafði ekki verið í Brasilíu að prófa þetta. Nú er stolið úr mér hvað hann heitir, en ég held hann hafi sagt að enginn sé að kenna þetta hér í augnablikinu. sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Re: Pumping Iron, SiFi og Dojang Dreki

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
respect.. skiptir ekki máli hvað þið eruð margir eða hvað.. þið eruð allavega að gera eitthvað :) held það sé alveg nauðsynlegt að þeir sem eru að stunda þetta eða hafa áhuga að stunda þetta sýni sig og sjái aðra. Held það græði allir bara á því. Hlakka til að mæta til ykka

Re: Opna MMA æfingin í Mjölni!!!!!

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Sæll Shizzel, Það er bæði 18 og 19, eftir því hvaða tímar það eru. Kíktu á stundatöfluna á síðunni hjá okkur.. Fólk þarf ekki að vera feimið við að kíkja í heimsókn á eina æfingu, þó að þið séuð ekkert að hugsa um að byrja að æfa hjá félaginu. Við erum alltaf ánægðir að fá gesti.. :) Eins ef ykkur langar að sparra talið þá við Jón Viðar um hvenær er hentugast að mæta, ykkur verður tekið fagnandi..

Re: Kominn heim

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Til hamingju með árangurinn!!

Re: JiuJitsu @ EGS - Kynningarnámskeið

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ætli Arnar Jón sé ekki að fíflast bara.. mér sýnist það nú :)

Re: Skondin pæling hvað varðar BJJ

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Sorry með blótið? Nenni ekki að ræða við svona fólk..

Re: Skondin pæling hvað varðar BJJ

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
bjj er enginn sjáfsvörn … þú liggur á jörðinni og þá kemur eitthver vinur hans sem þú ert með og sparkar í hausninn á þér …. maður lendir aldrei í einvígi einsog í bíómyndunum … það eru alltaf fleiri gaurar með í hóp Segjum að þú lendir á jörðinni og ert undir, hvernig ætlarðu að sleppa? Gera hringspark? góð sjálfsvörn er að æfa standup, clinch og ground. BJJ kemur inn á ground hlutann, aðrar íþróttir koma inn á standup og clinch. (box, wrestling, júdó) Þessi þráður er að benda á það að ef...

Re: Árangur Árna

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Fyndið.. fréttin frá í fyrra er copy paste af Mjölnissíðunni :) Sem er hið besta mál…

Re: Reiðipóstur!

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Hefurðu enga hugmynd um hvernig frjáls félagasamtök reka sig? Heldurðu að Mjölnir sé fyrirtæki? Mjölnir er félag. ALLT starf er unnið í sjálfboðavinnu, þjálfun, þrif, halda út heimasíðu, panta inn vörur, selja vörur, halda mót og seminar. Kostnaðurinn er líka heilmikill þegar kemur að rekstri á svona félagi og þá hrökkva ekki endilega æfingagjöldin til. ALLIR sem gefa vinnu sína til félagsins borga einnig æfingagjöld. Ég sé ekkert að því að það sé hagnaður af sölunni. Fer allt í að styrkja...

Re: Reiðipóstur!

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Kíktu á greinasafnið og finndu Aliveness greinina. Þar er þetta tekið fyrir. Bendi líka á Street vs. Sport greinarnar á heimasíðu SBG: http://www.straightblastgym.com/street.htm hvað varðar: Er þetta alhliða yfirlýsing, jafnvel staðreynd, á Íslandi í dag, að það er bara Mjölnir (sem virkar) og allt hvað annað sem dautt er (og virkar ekki)…??? Þessu hefur enginn frá Mjölni haldið fram. Hlakka til að sjá þig á æfingu þegar þú ert næst á landinu :)

Re: Reiðipóstur!

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Flott. Kalla fólk fávita. Það ætti að halda uppi málefnalegum umræðum. Það er alveg greinilegt að það eru Mjölnis menn sem eru að fara með þetta spjall í vaskinn.

Re: Reiðipóstur!

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Ég var að tala um rangar skoðanir. Dæmið sem þú nefnir fellur ekki undir það. Ef einhverjum þykir TKD gefandi og skemmtileg íþrótt skal ég vera síðasti maður til að deila um það við hann. Það væri fáránlegt. Hinsvegar er sú skoðun bardagalist A henti betur í sjálfsvörn en bardagalist B skoðun sem er annaðhvort rétt eða röng og má hiklaust gagnrýna án þess að menn þurfi að vera eitthvað viðkvæmir fyrir því. Athugaðu að í þeirri umræðu er ekkert verið að dæma um hvort íþrótt A eða B séu...

Re: Reiðipóstur!

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Það er engum greiði gerður að skoðanir hans séu virtar séu þær rangar. Ef spjallborð eins og þessi eru ekki til að ræða skoðanir þá veit ég ekki til hvers þau eru.

Re: Reiðipóstur!

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Það er voða erfit að svara svona pósti Pokemon. Þú hendir fram ótal fullyrðingum um Mjölni og byggir þar með einhvern strámann sem við eigum að verja. Það að margir úr Mjölni kjósi að tjá sig hér undir nafni og auglýsa félagið sitt í undirskriftinni hjá sér gerir Mjölnismenn kannski sjáanlegri hér á spjallinu. En það er enginn úr Mjölni moderator hér á spjallinu. Mæli með að þú takir á þeim málefnum sem koma upp þegar þau koma upp og fjallir um í sér þráðum í staðinn fyrir að dömpa þessu...

Re: pöntun

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
ekki gleyma vask, tollum og flutningsgjaldi þegar þú pantar á netinu. þá ferðu að nálgast verðið hjá Mjölni. Við erum ekki að selja þessa hanska til að græða, þetta er þjónusta við félagsmenn og er alls ekki dýrt þegar þú telur inn alla kostnaðarliði.

Re: mma á íslandi lítið að æfa

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
stakur mánuður = 7000 kr. 4 mán = 6000 kr. pr. mánuður 1 ár = 5000 kr. pr. mánuður Finnst þér raunhæft að biðja um eitthvað ódýrara en 5000 krónur á mánuði? Það þarf jú að borga leigu, rafmagn, hita og svo erum við að fjárfesta í búnaði (dýnur, boxpokar, lóð, osfv). Það er allt unnið í sjálfboðavinnu svo við spörum pening allsstaðar þar sem við getum. Þetta er a.m.k ódýrara fyrir þig heldur en að fara til útlanda að æfa. Ef þú hefur hvort eð er ekki efni á að æfa vertu þá ekki að þessu tuði.

Re: mma á íslandi lítið að æfa

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Sammála Phuk. Þú getur vel fengið fínan grunn hérna heima. Ef þú ert ekki ánægður með kennsluna í pumping Iron, þá geturðu alveg farið í eitthvert af hnefaleikafélögunum og æft þar um skeið. Þú þarft ekki að gera allt í einu, það er allt í lagi að einbeita sér að einhverju einu í nokkra mánuði í senn, til að byggja grunn. Ef þig langar í bjj kennslu þá er það vissulega í Mjölni og ég skil hreinlega ekki hvað þú ert að meina með fáum tímum, það er bjj/grappling kennsla 5 sinnum í viku. Verðið...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok