Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Dragon Ball í íslenku sjónvarpi (65 álit)

í Anime og manga fyrir 18 árum, 1 mánuði
Halló Manga-aðdáendur. Mig langar að kynna fyrir ykkur Dragon Ball. Sum ykkar kannast kannski við það en það eru semsagt snilldarþættir um dreng sem heitir Son Goku sem er ógeðslega sterkur og alltaf að berja vonda kalla og dragon balls sem eru sjö talsins og ef maður nær að safna þeim öllum þá birtist drekinn Shenlong og veitir þér eina ósk. Það er heilmikil spenna og hasar, grín og perraskapur í þáttunum sem allir skilja. Ég er virkilega sjúk í Dragon Ball, vildi óska þess að ég ætti heima...

Auglýst eftir manni (1 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ég auglýsi eftir ungu ljóðskáldi Hann er 26 ára og gengur undir dulnefninu Cruxton Ég sá hann seinast í Hagkaup en þorði ekki að heilsa Þar á undan sá ég hann í Elliðarárdalnum að prófa nýju myndavélina sína Um daginn var ég við húsið hans og allt rifjaðist upp fyrir mér Allar góðu minningarnar strákur sem virkilega bar virðingu fyrir mér og hafði trú á mér Þegar ég var með honum fannst mér ég ekki einskis virði en tilfinningar hans til mín voru svo yfirþyrmandi sterkar hann gerði sér of...

Andstæður (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
græn ský fljóta á rauðum himni gul blóm vaxa á fjólubláu engi svartir og hvítir kettlingar blunda saman í körfu appelsínur keyptar í bláu neti þess vegna er ég… rétt verður að röngu heimska verður að gáfum hatur breytist í ást sæla breytist í sársauka þess vegna er ég…

hamingja (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
hamingja ó hamingja endalaus hamingja allt virðist ganga upp heimurinn bíður eftir mér ætlar að taka við mér opnum örmum yndislegasta og stærsta faðmlag sem hugsast getur öll þessi vinna sem hefur kostað mig svita og tár áhætta ei meir borgaði sig eftir allt saman þetta á ég skilið enginn getur nokkurn tímann tekið þetta frá mér því að styrkur minn eykst með degi hverjum og ég er ósigrandi ég treysti aðeins á sjálfa mig húrra fyrir mér!

vona að þið nennið að lesa þetta (20 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Jæja, þá er komið að því! Samantekt á öllum mínum pælingum um tilgang lífsins og guð og sjáfstraustið og allt það. Sko, tilgangur lífsins er að verða hamingjusamari og það gerum við með því að setja okkur markmið og um leið og við náum einhverju markmiði þá verðum við hamingjusamari, ánægð með okkur, meira sjálfstraust og manni finnst allt vera bara æðislegt. Í sambandi við markmiðin sem maður setur sér þá fara þau eftir því í hvernig samfélagi maður býr í og ímynd samfélagsins um...

þori ekki að elska (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég þori ekki að elska hrædd um að verða særð sárum sem gróa hægt gráta margar nætur alveg eyðilögð hvaða vit er í því? Til hvers að vera ástfangin ef sú ást er ekki endurgoldin ég hef alltof oft lent í því og ég hef fengið nóg. Kippist til er ég heyrir hans nafn vona að ég rekist á hann en þrái það mest að hann hringi í mig eða sendi sms svo verður ekkert af þessarri sjúklegu þrá og ég brotna alveg niður. Ég vona samt að einn daginn komi hinn eini sanni inn í líf mitt sem virkilega er þess...

Það dýrmætasta í lífinu!!! (34 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það er sjálfstraust! og það er einnig tilgangur lífsins að safna sjálfstrausti. Eftir miklar vangaveltur þá hef ég komist að þessarri niðurstöðu. Getið þið nefnt mér eitthvað sem er dýrmætara en sjálfstraustið eftir að þið hafið lesið þetta? Sjálfstraustið heldur ykkur gangandi. Án sjálfstraust eruð þið eins og ég orða það ,,dauð“! kannski ekki líkamlega en andlega. Svoleiðis fólk fremur mjög oft sjálfsvíg. Fólk sem íhugar sjálfsvíg er líka fólk með lítið sjálfstraust. Fólk með lítið...

ástin (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
þú verður yfir þig ástfanginn þú þráir hana meira en allt annað þá ertu spilafíkill því að þessi ást, þessi þrá er í raun fjárhættuspil þegar þú reynir við hana ertu að leggja undir en í stað peninga leggur þú undir sjálfstraust!

söngvakeppni framhaldsskóla (7 álit)

í Skóli fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Eflaust kannast allir við hina árlegu söngvakeppni framhaldsskóla. Reglur gilda í þessarri keppni að öll lög verða að vera sungin á íslensku. Flestallir þáttakendur syngja lög sem eru upprunalega á ensku og þeir þurfa að hafa mjög mikið fyrir því að semja íslenskan texta við lögin fyrir keppnina. Það skiptir ótrúlega miklu máli að textinn sé flottur, það sé vit í honum og að hann passi almennilega inn í lagið, annars er lagið bara ónýtt og enginn möguleiki á sigri. En er þetta ekki...

strákapartí (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég með vini mínum fór vorum með ekkert slór heim til vinar hans og stigum trylltan dans Við spjölluðum saman og það var heilmikið gaman þeir fóru í slag á því kunnu þeir lag Sætir voru þeir einn þeirra hét Geir þeir vildu bara kyssa og mig ekki missa Ég vildi fara en þeir bönnuðu mér bara ég lét af mér renna en þeir drekka nenna Svo varð allt hljótt eftir þessa löngu nótt þeir voru farnir að hrjóta og ég vildi þá skjóta Ég læddist út og fór ekki vaknaði Þór þeir sváfu allir eins og steinar...

,,skil ekki" (1 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég sat inní eldhúsi og var að drekka kaffi þegar ég heyrði í rigningunni. Ég stóð upp, horfði út um gluggann, brosti, lagði frá mér kaffibollann og hljóp út. Ég hljóp út á tún. Það var ískalt úti og hellirigndi, ég var illa klædd og var farin að skjálfa út af kuldanum en það gerði ekkert til því að ég var svo hamingjusöm. Ég horfði upp til himins og sneri mér í hringi, skælbrosandi. Ef einhver hefði séð mig hefði viðkomandi haldið að ég væri skrýtin en ég var það ekki, ég elska bara að vera...

hvað gerist þegar maður er dáinn? (14 álit)

í Dulspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég verð að segja ykkur frá ýkt furðulegum draumi sem hefur fengið mig mjög mikið til að hugsa. Enginn veit hvað gerist þegar maður deyr. Engum tekst að komast að því fyrr enn maður er dáinn og ekki getur dáinn maður sagt lifandi hvernig það var að deyja. Allavana er það mikill leyndardómur sem ég var næstum búin að komast að á meðan ég var sofandi. Mig dreymdi að ég var inni í svefnhefbergi hjá mömmu, það var nótt og það var dimmt, ég man ekki hvað ég var að gera þarna, kannski að leita að...

kaldur morgunn (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ískallt vil ekki sleppa hlýrri sænginni en staulast samt á fætur orðin sein hef engan tíma fyrir morgunmat fer strax út að skafa brrr, brrr fingurnir frosnir og kalt inni í bílnum tekur langan tíma að hitna finn ekki fyrir tánum svo biluðu rúðuþurrkurnar og ég sá ekki neitt Mig langar til útlanda þar sem er hlýtt og ég get orðið brún án þess að borga í ljósabekk iljað mér í sólinni og horft á fáklædda stráka ekki þarf að skafa af bílum og ekki verður mér kalt á tánum

Bróðir (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Maður fer inn á bar og pantar sér þrjá bjóra. Barþjónninn lætur hann fá bjórana. Maðurinn klárar þá og pantar sér aðra þrjá, þá sagði barþjónninn: “Ég veit að þú vilt hafa þá kalda. Þú þarft ekki að panta þrjá í einu. Ég get alltaf strax látið þig fá einn ískaldan.” Þá sagði maðurinn: “Þú skilur ekki. Ég á tvo bræður, einn í Ástralíu og einn í Bandaríkjunum. Við lofuðum hverjum öðrum að á hverju Laugardagskvöldi myndum við enn hittast og fá okkur bjór. Semsagt við erum núna að drekka saman.”...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok