Mio:
Það er enginn tilgangur með þessu lífi.
Það er okkar að finna tilgang, ef við kjósum svo.
Við erum bara einfaldlega stödd hér, en vitum ekki hvernig eða hversvegna. Pældu í því. ;)
Hvað er hamingja?
Ég “veit” ekki svarið. Kannski er hamingja bara hugmynd, orðað hugtak, draugur í kerfi huga okkar, einskonar útópía. Hver veit.
Veltum þessu eilítið fyrir okkur.
Hvort er hamingjan tilfinningin sem við höfum þegar við teljumst hamingjusöm; eða það sem veldur hamingjunni?
Felst “hamingjan” í afleiðingunni eða orsökinni?
Mínar hugmyndir:
Hamingja er í mínum huga SÁTT.
Þannig hamingja einkennist ekki af sælutilfinningu. Það að vanta ekki neitt, er mun meira lýsandi fyrir það sem ég á við. Einkenni þessarar sáttar er mun fremur eitthvað sem við getum kallað “ró”.
Þessi lýsing kann etv að hljóma þannig að ég telji hamingju felast í því að sitja kyrr og vilja ekkert og gera ekkert. Það er ekki það sem ég á við, þó etv sé það í raun fullkomnun alls þess sem ég er að segja. En þessháttar niðurstaða er einfaldlega lifandi dauði; en etv er það einmitt málið að dauði er niðurstan. En ég er ekki sáttur við það. Kannski er það eina kreddan í lífi mínu, að dauði sé aldrei lausn. No matter what!!
Það sem ég á við er líf í ró. Líf án vöntunar. Enhverntíma í forneskju hefði þetta verið ómögulegt, þar sem vöntun er einkennandi fyrir lífshlaup manna áður. Eins og lífsleiði er etv einkennandi fyrir líf nútímamannsins sem vantar í raun ekki neitt. ;)
Við erum lífverur sem mótast af lögmálum náttúrunnar. Það er ekkert skrítið að við höfum vilja til lífs. Þar sem náttúruvalið hefur einfaldlega afgreitt þá sem skortir lífsvilja fyrir löngu. En það, að vilja lifa, er langt frá því að vera e-ð lögmál. Það má kannski líkja þessu við leik sem hefur verið spilaður í milljónir ára, en genin sem sitja enn við spilaborðið hljóta að hafa viljann til þess að taka þátt í leiknum. Hin genin eru löngu hætt. ;)
Við verðum líklega bara að sætta okkur við tilveru okkar og að við séum lifandi. ;) Það er það sem við erum, þe við erum ekki án þess að lifa. Hamingja þarfnast lífs, þannig er dauði ekki hamingja.
OK ss líf með ró.
Í því að lifa felst væntanlega að taka þátt í tilveru okkar á e-n hátt.
Af þessari þátttöku sprettur markmið og tilgangur.
Við getum ekki tekið ákvörðun um að fara yfir götu án þess að hafa sett okkur tímabundið markmið. En markmiðið getur haft margskonar tilgang. Gildi þess td að fara yfir götu ræðst væntanlega af tilgangi þess. En gildið veltur væntanlega á þeim sem dæmir það. Gildi eru ss bundin við sjónarhorn.
Við getum farið yfir götu af annsi ólíkum ástæðum, og þal ólíkum gildum. Kannski er maður með frethólk á hælum okkar og við þurfum að komast yfir götu í flótta okkar. Eða kannski er bara skuggsælara hinumegin við götuna, og sólin er okkur lifandi að steikja, og því förum við yfir götuna.
Þetta kemur að annari spurningu: “Hvervegna fór kjúklingurinn yrir götuna?” :))
OK ss til að lifa, taka þátt, er tilgangur mikilvægur. En til þess að vera hamingjusamur og á lífi, er ró mikilvæg. Það sem ég hef því í huga er samþætting þess að lifa og búa yfir ró.
Þegar ró felst í því að vera sáttur og finna ekki til skorts á neinu, er tilgangi kannski ofaukið. En einmitt sökum þess að við erum lifandi þufum við tilgang til að lifa sem þátttakendur.
En lykillinn í meiningu minni um samþættingu þessara þátta, er að velja sér tilgang og helga lífi sínu svo þessum tilgangi. Við sköpum okkur ss “gerfiþörf” þe tilganginn, sem við styttum okkur stundir við að ná og uppfylla, en skortir ekkert utan þessa tilgangs. Ss það eina sem okkur vantar er að ná næsta markmiði í átt að tilgangi lífs okkar, en ekkert utan þess. En lífsnauðsynjar eru auðvitað nauðsynlegar til að geta náð takmarkinu, þannig að það fellur undir þetta.
Hvaða tilgang hver og einn velur sér er svo bara hvers og eins. En aðalatriðið er að láta svo ekkert dreyfa athygli sinni frá því, með því að fá okkur til að vanta e-ð sem okkur vantar ekki, þe að vanta e-ð sem þjónar ekki tilgangi lífs okkar, tilganginum sem við höfum valið okkur.
Nálgun tilgangs lífs okkar með ró, er ss hamingjusamt líf í mínum huga. (En þó ekki fullkomlega.)
Til þess að ná að lifa á þennan hátt þarf að einfalda lífið. Við verðum að temja okkur að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum. Til að geta lifað á þann hátt sem ég lýsi, krefst ákveðinnar þekkingar, á lífinu, sjálfum okkur, það krefst ss færni og æfingar. ;)
En ég vil taka það fram að þetta er ekki nein fullkomin lausn. Raunar útilokar tilvist tilgangs í lífi okkar hamingu. Hvers vegna? Jú um leið og við höfum öðlast tilgang, þá höfum við öðlast þörf. Þá getum við ekki verið fullkomlega sátt. En þetta er etv það næsta við hamingju sem við komumst á sama tíma og við tökum þátt í því að lifa. En ég er auðvitað ekki óskeikull og þannig er þetta allt samant íþm jafn skeikult.
Ég vil einnig skjóta því inní þetta hve mikilvægt það er að leifa okkur að vera mannleg, og lifa eins og það sem við erum. Við erum ekki róbótar, og það má alls ekki misskilja mig sem svo að við eigum að vera í stöðugu streði í átt að tilgangi okkar. Þetta er ekki spretthlaup, við verðum að gefa okkur tíma til aðvera til, hvíla okkur og kúpla okkur út úr öllu; til að ná áttum. Kannski soldið eins og ef við værum gítar sem þarf að stilla reglulega til þess að halda samhlóminum í tónunum; fattiði mig? Ég hef sjálfur gert þau mistök að halda að ég sé vélmenni sem sé áskapað að ganga í takt, alltaf. Nei! Við erum flókin tæki, viðkvæm tæki, stórkostleg tól, við erum furðuverk. En svoleiðis hluti þarf að hugsa vel um og halda vel við eins og “stravinskí” fiðlu (eða hvað þær kallast nú).
En ss fullkomin hamingja er ekki möguleg í lífinu, sökum þess að við erum lifandi. Við þrífumst á spennu. Eins og bogi er ekki bogi ef hann hefur ekki spennu. En þetta leiðir kannski af því sem þú varts að segja Mio.
“Núna er ég loksins farin að jafna mig á þessu ástarmáli og mér hefur tekist að hætta að reykja og ég á mér líka stóra drauma sem ég stefni að. Ég ætla að verða hamingjusamasta manneskja í heimi!!”
Passaðu þig hér! Ekki eltast við hillingar. Ekki ætla þér að lifa e-n draum. Þetta er bara draumur. Treystu mér, líf þitt verður aldrei eins og e-r hamingjudraumur sem þú hefur etv núna. Það sem lífið kennir þér, er að vera sáttur við það sem þú hefur í dag, og vera hæfóflega bjartsýn um framtíðina. NB það er í lagi að vera bjartsýn, það er bara hollt og æskilegt, en hafðu fæturna á jörðinni; okkur er ekki áskapað að vera hamingjusömum, á þann hátt að vera uppfull af sælu. Sælutilfinningar tilheyra andartökunum, og eru gulrót fyrir okkur að fara á fætur á morgnanna. Ef líf okkar væri fullt af sælutilfinningum værum við einfaldlega útdauð, við værum einfaldlega í vímu, eins og við værum stöðugt á e-u “e”-trippi.
Þetta með ástina, er kannski sami draumurinn og hamingjan. Víma með niður-trippi og öllu tilheyrandi. Hamingjan sem felst í “ró” í sátt; er einmitt það að sætta sig við það sem hversdagurinn hefur uppá að bjóða. Þá erum við íþm laus við sífelld niður-trippin sem hljóta að fylgja sælutilfinningum sem og öðrum vímum.
Það að eltast við sæluna, er svipað og að eltast við vímu. En þessi víma snýst bara um að ýta á e-n takka í taugakerfi okkar, sem losar hin og þessi boðefni úr læðingi. Í taugakerfi okkar eru takkar eins og á hverju öðru tæki. Ef við ýtum stöðugt á þessa “sælutakka” þá verður einfaldlega skortur á boðefninu sem orsakar hamingjuna, auk þess verðum við ekki eins næm fyrir því. Við verðum að læra að stilla okkur um að ýta stöðugt á þessa takka. Læra að meta jafnvægið í okkar daglega lífi og læra að meta lágstemmdari melódíur. Þeas ef við viljum hamingju í lífi okkar. En það er heldur ekkert gefið að allir vilji hamingju í líf sitt, kannski er haminga bara fyrir aumingja og konur. ;)
Í raun hef ég bara verið að reyfa uppskrift að hamingjusömu lífi, og ræða hamingju.
En þegar allt kemur til alls þá er lífið án tilgangs og við höfum frjálsar hendur innan þess sem er á valdi okkar.
Lífið er eins og list, og við erum listamennirnir og lífshlaup okkar er listaverkið.
Kannski snýst málið um hvort við viljum skilja eftir okkur e-ð miðjumoð meðalmennskunnar eða meistaraverk!
Ég vil taka það fram að ég er sannarlega ekki neinn sérfræðingur í hamingju. Ég get ekki sagt að ég sé hamingjusamur. En þekkið þig e-n sem er SANNARLEGA hamingjusamur?! Ég er raunar mun meiri sérfræðingur um óhamingju. ;) En ég er sannfærður um að það næsta sem við komumst hamingju, í þessu lífi, er að vera sátt. Í víðasta skilningi þess að vera sáttur.
Ég hef nokkurnveginn fundið mér minn tilgang, en ég er enn að reyna að öðlast sátt. Ég er kannski ekki viss um að hamingja verði nokkurntíma hlutskipti mitt. Þe hvort ég verði nokkurntíma sáttur, enda þá þyrfti ég ekkert meira.
Þetta er kannski spurning samspil sáttar og tilgangs.
HúHAA!!! Jæja nú ætla ég að stoppa.
Hamingjuvoðafíngleðiofsasvakakveðja.
VeryMuch