Kettirnir mínir: Ég á eina læðu sem heitir Nala, en ég skýrði hana ekki. Nala er brún, svört og hvít, lítil læða. Hún er algjör lady og er abbysino blanda. Hún heldur að hún megi allt og er rosalega matvönd. Ég á líka fress sem heitir KÖTTURINN !!! Ég skýrði hann ekki heldur. Hann heitir Kötturinn vegna þess að það var ekki búið að ákveða nafn á hann þegar það átti að skrá hann hjá dýralækni. Hann er samt bara kallaður Kisi. Kisi er steingrár risastór blanda af norskum skógarketti. Ég átti...