Kötturinn minn heitir Tommi, er rúmlega 1 árs, asískur tabby. Hann er alveg rosalega stór og mikill, ábyggilega hátt í 10 kíló.
Hann er beige og hvítur, eiginlega alveg eins og kisan á myndinni efst á síðunni.
Hann er inniköttur, og er það lítill í sér að hann verður bara dauðhræddur úti! Nema kannski á svölunum, hann er farin að sækjast í að liggja þar úti.
Hann hefur rosalega gaman að því að leika sér af svona lasergeisla, eða músunum sínum, sem ég á að henda uppí loftið og þá stekkur hann á eftir :D
Endilega segið þið eitthvað um kisurnar ykkar! :)
KV: betababe
Before you criticize someone you should walk a mile in their shoes…