Það sem ég mun fara í gegnum í þessari afar stuttu grein er eftirfarandi:

* Sköpun disksneiða
* Format (forsníðun harðadisks)
* Uppsetning windows stýrikerfis
* Uppsetning rekla


Rétt er að taka það fram að greinarhöfundur enga ábyrgð tekur á þeim ráðum sem gefin eru í þessari grein.
Ef þið skemmið eitthvað þá er það ykkur að kenna, en ekki mér. Þið getið því ekki kært mig.

Hefjumst handa.

Uppsetning á windows 2000 og windows XP er nánast alveg eins.

Það fyrsta sem þú skalt gera er að fullvissa þig um að þú sért með alla diska.
Windows uppsetningardiskur
Reklar fyrir vélbúnað(hardware) tölvunnar
Það er óþolandi að vera nýbúinn að setja upp stýrikerfi og fá svo ekki alla hluti til að virka eins og maður vill að þeir virki.

Þar sem nánast allt er innbyggt í nýjar tölvur eru miklar líkur á að allir reklar séu á einum diski.
Ef þú ert með nýja tölvu frá HP þá ertu líklega með einhverja 3 diska sem innihalda stýrikerfi, rekla og forrit.

Á tímum vírusa og annars hroðbjóðs mæli ég einnig með því að þú nælir þér í servicepack 4 á einhvern hátt og setjir á disk eða minniskubb.

Næsta sem þú gerir er að endurræsa tölvuna, eða kveikja á henni.

Við ræsingu muntu fá ræsingarskjámynd í takmarkaðan tíma. Mun hún líta einhvernvegin svona út

Það er mismunandi eftir gerð tölvu hvernig skjámyndin kemur til með að líta út.
Þessi tölva biður mig um að ýta á DEL takkann á lyklaborðinu til að komast inn í grunnuppsetningu tölvunnar.
Aðrar tölvur geta beðið um ESC, F1, F2, F11, F12 svo dæmi séu tekin.

Við það að ýta á takkann ertu kominn inn í BIOS stillingar vélarinnar.
<img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=uppsv2.jpg“>

Það sem þú þarft að finna eru boot device priority stillingar.
Þær geta verið mismunandi eftir tölvugerðum.

Þar þarftu að stilla geisladrifið á fyrsta priority þar sem við ætlum að ræsa tölvuna af windows geisladisknum.
Geisladrifið getur verið merkt hvernig sem er, og því best að prufa sig áfram með líklegustu stillingar.
Gott að taka það fram að þú ekki getur skemmt tölvuna með því að fikta í boot priority stillingum, og hafa þær stillingar ekki áhrif á fyrstu ræsingu tölvunnar. Með öðrum orðum, þú getur alltaf breytt aftur. Þessvegna er oft líka sniðugt að skrifa niður hvaða hlutum maður er að breyta.

Aðrar breytingar í BIOS þurfum við ekki að framkvæma, sumar breytingar í BIOS geta jafnvel verið skaðlegar tölvunni ef vanir tölvumenn eru þar ekki að verki.

Þegar þú hefur sett geisladrif í forgang umfram harðandisk skalt þú vista stillingar, setja windows geisladiskinn þinn í geisladrifið og fara út úr BIOS stillingarumhverfinu.

Tölvan mun nú endurræsa sig.

Eftir ræsingarskjámyndina muntu vera beðinn um að ýta á takka að eigin vali til að ræsa af geisladisknum, og það gerir þú auðvitað.

Nú ræsar tölvan stillingarumhverfi af geisladisknum. Þetta umhverfi kannar vélbúnað vélarinnar til að athuga hvort einhver sérstakur vélbúnaður sé í henni sem þurfi að gera ráð fyrir.
Í gráu línunni neðst á skjánum mun á tímabili birtast beiðni um að ýta skuli á F6 ef RAID er til staðar í vélinni og virkt. RAID er sjaldnast virkt í vélum nema notendur viti af því. Þú getur því hunsað þessa beiðni. Hún mun hverfa eftir nokkrar sekúndur.

Þegar windows stillingarumhverfið er tilbúið munt þú fá byrjunarstillimynd á skjáinn.
<img src=”http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=uppsv3.jpg“>

Ýttu nú á ENTER takkann á lyklaborðinu til að komast áfram í uppsetningarferli windows.
Stillimyndin fyrir windows XP er hugsanlega eilítið öðruvísi en gengur þó út á það sama.
Mundu að lesa allar ábendingar sem stillimyndir koma með, þar sem þetta er grunnuppsetning tölvunnar og mikilvæg fyrir virkni hennar.

Við það að ýta á ENTER mun uppsetningarumhverfið birta End-user license agreement for Microsoft Desktop.
Þú ýtir á F8 til að komast áfram.


Nú mun uppsetningarumhverfið leita að uppsettu windows umhverfi á hörðum diskum tölvunnar.
Líkur eru á, ef þetta er ekki glæný tölva, að það birti stillimynd líka þessari:
<img src=”http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=uppsv4.jpg“>

Þessar leiðbeiningar ganga út á að byrja algerlega upp á nýtt og því ýtir þú á ESC til komast áfram, án þess að lagfæra þau windows umhverfi sem kunna að vera til staðar.

Færð þú þá næstu stillimynd þar sem þú getur ákveðið hvar windows umhverfið skuli sett upp.
<img src=”http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=uppsv4.jpg">

Athugið að stillimynd þín er frábrugðin þessari þar sem þú getur verið með fleiri harða diska og stærri.

Nú kemur að því að þið eyðið öllu því sem á disknum er.
Vertu 100% viss um að þú sért með backup af öllu því sem á disknum er, þar sem þú nú munt breyta skráarkerfinu.

Hérna er líka góð hugmynd að ákveða hvernig þú vilt stilla tölvuna
Það er nefnilega frábær hugmynd fyrir stóra harða diska að vera með stýrikerfið á sér sneið af disknum. Þetta kallast disksneiðing eða partitioning á ensku.

Góð stærð fyrir stýrikerfissneið eru ca 10 GB.

Gróðinn sem felst í þessu er sá að þú sleppur við það að eyða öllum þínum gögnum ef þú ákveður að byrja upp á nýtt einhverntíman seinna. Þá getur þú einfaldlega forsniðið þá sneið sem stýrikerfið er á, í stað þess að forsníða allan harðandiskinn. Það er mikið tjón að tapa t.d. 80GB af gögnum.

Ég geri ráð fyrir sér disksneið fyrir stýrikerfið í þessum leiðbeiningum.

Harðidiskurinn (C:) á þessari mynd er að keyra NTFS skráarkerfið, sem er það sem þú vilt nota í uppsetningunni.
Allt pláss hefur verið notað í eina sneið. Ég vil setja upp tvær sneiðar, eina fyrir stýrikerfið og aðra fyrir önnur gögn.
Til að byrja upp á nýtt, og til þess að búa til sér sneið, mun ég þó eyða þessu skráarkerfi með því að velja diskinn með örvatökkunum og ýta á “D” til að eyða skráarkerfinu.

Þú færð líklegast aðvörun um að þú sért að eyða mikilvægri sneið. Ýttu á ENTER til að komast áfram og eyða sneiðinni.

Aftur færðu aðvörun og þarftu nú að ýta á “L” til að eyða þessari sneið.

Þá fæ ég stillimynd þar sem ég nú sé að engar disksneiðar séu á disknum. Að minnsta kosti ein disksneið þarf að vera til staðar til að gögn geti verið á disknum.
Þú vilt setja upp tvær sneiðar, eina fyrir stýrikerfið og aðra fyrir gögn.

Þú ýtir því á “C” til að búa til disksneið.

Á næstu skjámynd ert þú beðinn um að setja inn stærð í MB(Megabætum) fyrir þessa nýju sneið. Disksneiðin takmarkast auðvitað við heildarstærð disks og stærð annarra sneiða. Þar sem engar aðrar sneiðar eru á þessum diski getur þú notað heildardiskstærð undir eina sneið.

En þú vilt hafa 10GB disksneið undir stýrikerfið og stimplar því inn “10000” án gæsalappa(1000 MB = 1 GB).

Þá færð þú aftur yfirlitið þar sem þú sérð að þú ert kominn með nýja disksneið, án skráarkerfis, sem er ca 10GB.
Þú sérð einnig að þú ert með eitthvað pláss eftir á disknum sem ekki var notað undir þessa sneið.

Þetta pláss er mismunandi eftir stærð harðadisks sem er í tölvunni.

Veldu þetta pláss “Unpartitioned space” og ýttu á “C” til að búa til nýja sneið, sneiðina undir gögnin.
Þarna setur þú inn hæstu stærð sem stillimyndin segir þig geta sett inn.

Í mínu tilfelli eru það einungis 6370 MB.

Smelltu á ENTER til að búa til þessa nýju sneið.

Mín yfirlitsmynd kemur þá til með að líta svona út:
<img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=uppsv6.jpg“>

Þín er aðeins frábrugðin.

Þá ert þú kominn með tvær sneiðar á disknum, aðra fyrir gögn og hina fyrir stýrikerfið.

Núna velur þú stýrikerfissneiðina þína sem þú bjóst til og ýtir á ENTER.

Þá færð þú val um skráarkerfi þar sem þú nú munt forsníða þessa sneið. NTFS er betri kosturinn.
Það er öruggara, hraðvirkara og í flesta staði betra en hið gamla FAT kerfi.
NTFS er nauðsynlegt fyrir stærri harða diska.

Nú tekur við forsníðniferli sem getur verið mismunandi eftir stærð harðra diska.
<img src=”http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=uppsv7.jpg“>

Þegar því ferli er lokið tekur við sjálft uppsetningarferlið. Þar afritar uppsetningarkerfið allar nauðsynlegar skrár yfir á stýrikerfisdiskinn. Þær eru þó nokkuð margar og tekur það ferli einhverjar mínútur. Hraði fer eftir getu tölvu.

Þegar því er lokið mun hún endurræsa sig eftir nokkrar sekúndur.

Athugið að þú ekki átt að ýta á neina takka þegar hún spyr hvort þú viljir ræsa af geisladisknum.
Ef þú gerir það óvart þá getur þú hætt í uppsetningarferlinu með því að ýta á þann takka sem skilgreindur er fyrir ”quit“ á gráu stikunni neðst á skjánum.

<img src=”http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=uppsv9.jpg“>

<img src=”http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=uppsv1.gif“>
Þegar tölvan hefur endurræst sig mun taka við lokauppsetningarferli þar sem hún athugar hvort hún eigi til rekla fyrir þann vélbúnað sem er í vélinni. Það er mjög algengt í nýrri tölvum að hún eigi þessa rekla til, en ég mæli samt með því að þú setjir þá upp þá rekla sem fylgdu með tölvunni. Þeir eru oftast nýrri og því betri.


Reklar eru skilgreiningar á vélbúnaði svo windows viti hvað vélbúnaðurinn gerir og hvernig það notfæri sér hann.
Þetta getur tekið nokkurn tíma, allt eftir getu tölvu.

Því næst taka við stillingar á lyklaborði og staðsetningu.
Eina sem þú þarft að gera er að smella á efra customize, velja ”Icelandic“ í efstu stikunni, færa þig yfir í ”Input

Locales“ valmyndina, velja þar add og velja Icelandic í báðum reitunum. Þú velur svo English og ýtir á remove.
Smelltu nú á ”Apply“. Þá koma villuboð um að ekki sé hægt að fjarlægja ”english“ þar sem það sé í notkun, það skiptir engu.
Enska lyklaborðið mun fjarlægast við næstu endurræsingu.

Ýttu á next og fylltu út næsta reit með hverju sem er.

Þar næst stimplarðu inn product key sem fylgdi með geisladisknum eða tölvunni. Hann getur verið á límmiða sem límdur er á tölvuna.

Nú veljur þú nafn á tölvuna sem hún mun nota til að auðkenna sig á netkerfum. Best er að þetta nafn ekki tengist neinum notendum sem settir verða upp á tölvunni. Raunar mæli ég með því að þetta nafn sé bara það bull sem uppsetningarferlið þegar hefur valið fyrir þig.

Næst velur þú leyniorð fyrir ”administrator" notandann. Gríðarlega mikilvægt er að þú setjir lykilorð í þessa reiti.

Nú munt þú stilla klukkuna og þar á eftir mun windows uppsetningarumhverfið athuga hverskonar netkerfismöguleika tölvan
hefur. Windows mun reyna að stilla þá fyrir þig, en spyr þig þó fyrst hvort þú viljir typical eða custom stillingar. Ég mæli með typical stillingum fyrir byrjendur.

Næst ákveður þú hvort tölvan sé á “domain” eður ei. Ef þú ekki veist það þá eru mestar líkur á því að svo sé ekki, þá skaltu nota þá stillingu sem windows hefur valið handa þér fyrirfram.

Nú tekur við uppsetningarferli þar sem windows fínstillir og afritar síðustu skrárnar.

Nú endurræsir tölvan sig og þú mátt taka diskinn úr tölvunni.

Þá áttu einungis eftir uppsetningu rekla og gagnadisksins frá því í byrjun þessara leiðbeininga.
Byrjaðu á gagnadisknum.

Þú einfaldlega opnar My Computer eftir ræsingu og tvísmellir á (D:) diskinn.
<img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=uppsv2.gif“>

Þá færðu villuboð um að hann hafi ekki verið forsniðinn (formatted) og ert þú spurður hvort þú viljir gera það.
Smelltu á ”YES“.
Þarna þarf aðeins að breyta úr ”FAT“ í ”NTFS“. Smelltu á start.


Uppsetning rekla getur verið einstaklega einfaldur hlutur en einnig einstaklega flókinn.
Auðveldast er að setja inn þá diska sem fylgdu tölvunni og setja upp ”drivers“ fyrir allt.
Aðferðirnar eru fleiri en tölvugerðirnar eru margar.

Eftir allt þetta mæli ég sterklega með því að fólk fari á www.windowsupdate.com og nái í allar uppfærslur sem þar eru að finna. En þó ekki fyrr en servicepack 4 hefur verið settur inn. Hann er að finna <a href=”http://static.hugi.is/essentials/windows/win2k/servicepacks/w2ksp4_en.exe">hér á huga</a>.

Vona ég innilega að fólk fái not fyrir þessa grein, en þó vonast ég meira eftir ábendingum um eitthvað sem mætti fara betur í greininni. Skemmtið ykkur með hreina og nýuppsetta tölvu.

- izelord 2004.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.