Komiði sæl.

Ég luma á einu vandamáli sem að er svo hljóðandi:

Fyrir nokkrum mánuðum síðan tók tölvan mín á því að frjósa slökkva á sér við og við, oftast gerðist það þegar ég var kominn frekar stutt á leið í Football Manager og upp kom blue-screen og allt því fylgjandi -ég var með vista á þessum tímapunkti- og hélt þetta áfram í nokkrun tíma þar til ég keypti mér windows 7 og vonaði ég jafnvel að tölvan myndi hætta að vera með þetta vesen. Allt kom þó fyrir ekki og hélt hún áfram að frjósa.

Þannig ég lét formata hana, sem tók þó nokkuð mikinn tíma og vesen útaf allsherjarmisskilningum sem ég nenni ekki að fara nánar útí, og var sjöan sett upp aftur. Og núna í kvöld fékk ég tölvuna mér í hendur og var mjög glaður því mér fannst hún virka svo vel, en neinei, frýs ekki helvítis gerpið og neyðist ég til að slökkva á henni. Svo seinna um kvöldið þegar allt var búið að ganga með prýði og allt leit vel út, set spenntur tónlist á fóninn og starta FM með bros á vör eftir óralangt install að mér fannst, oooog fyrstu 10 mínúturnar byrja vel, allt gengur eftir óskum, en 5 mínútum seinna, frýs hún, allt í rugli, restartar sér síðan og hér sit ég í öngum mínum yfir þessu öllu saman.

Hvað haldið þið að geti verið að? Og hvað teljið þið geta verið lausn ?


Btw þetta er 2 ára gömul packard bell fartölva

2gb minni

512mb nivida skjákort e-ð

17.4" skjár (eins og það skipti máli)

og ýmislegt fleira, mjög góður og solid gripur.
Áttu njósnavél?