Ég er nýkominn með Windows 7 og það lítur út fyrir að verð að uppfæra skjákortið.

En ég varð að vera í safe mode til að komast á tölvuna útaf þessu “Black screen of death” ruglkjaftæði. En ég hélt að windowsið væri búið að rústa öllu þegar þetta gerðist. En eftir að ég komst í safe mode þá prufaði ég að slökkva (disable) á 3d skjákortinu. Og þá tókst mér loksins að komast inn í windows 7.

Ég er með NVidia Geforce 6800 GS skjákort en þetta fylgdi tölvunni þegar ég keypti það fyrir nokkrum árum. Held að það sé núna 4 ár síðan. Er einhver hér sérfróður um þetta sem veit hvort þetta skjákort er orðið alltof gamalt og óhæft fyrir Windows 7? Eða er þetta eitthvað stillingarvandamál sem ég þarf að græja?

Með fyrirfram þakkir fyrir öll svör.