Var að frétta að fyrsti RC'inn fyrir Windows 7, build 7100, kom út á fimmtudaginn fyrir MSDN og TechNet áskrifendur og mun koma út fyrir almenning á morgun, 5. maí. Ég grófst fyrir um hvað er breytt og fann þessa grein. Það virðist vera lítið breytt úr beta útgáfunni (sem ég hef verið að nota á fartölvunni minni síðan í janúar eða febrúar), en það sem vakti mestu athyglina hjá mér er að innifalinn í Windows 7 verður Windows XP emulator! Það þýðir, fyrir mig, að ég get notið allra fídusanna og þægindanna við Win 7 en samt spilað gömlu góðu leikina sem virka ekki eða illa í Vista.

Svo er að sjálfsögðu búið að laga til ýmsa bögga og straumlínulaga allt klabbið svo RC'inn ætti að vera hraðvirkari en betan.

Hvernig lýst ykkur á þetta?
Peace through love, understanding and superior firepower.